Vikan


Vikan - 24.06.1982, Page 6

Vikan - 24.06.1982, Page 6
Texti og myndir: Eiríkur Jónsson Fyrír mörgum árum þvoði hún óvart hár dönsku drottning- arinnar, nú greiðir hún forseta ísiands þegar mikið liggur við: ■taö er langur vegur frá Hafnarfirði til Kaupmanna- hafnar, eða var þaö alla vega fyrir 18 árum þegar Þorbjörg Hjörvars- dóttir, þá aðeins 14 ára, hóf nám í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Eigin- lega átti hún að verða stúdent, það þótti fínasta fínt í þá daga en Doddý, eins og hún er kölluð bæði í Danmörku og á íslandi, ætlaði sér aö verða hárgreiðslukona og varð það reyndar svo um munaöi. En þetta með Hafnarfjörðinn kemur nú ekki til af góðu. Iðn- skólinn í Reykjavík vildi nefnilega ekki veita stúlkunni skólavist en þá brá hún á þaö ráö að taka strætisvagninn til Hafnarfjarðar og lét skrá sig í hárgreiöslunám þar. Enda er Hafnarfjörður líklega ekkert verri bær en Reykjavík til aö læra slíkt, hvorugur staðurinn hefur getið sér sérstakt orð fyrir hárgreiðslu. En hvað um þaö. Nú eru 18 ár síðan sagan hófst fyrir alvöru og síðastliöin 8 ár hefur Kaupmanna- höfn verið sögusviðiö hvaö Doddý áhrærir. Og á ekki fleiri árum er hún oröin frægari en allar aðrar íslenskar hárgreiðslukonur til samans. Hún greiðir nefnilega forseta Islands hvenær sem kallið kemur. En hvers vegna ætli hún geri það? ,,Það er nú einfalt mál og alls ekkert merkilegt,” segir Doddý. ,,Ég greiddi öllu kvenfólkinu í íslenska sendiráöinu hér í Höfn og þar hlýtur forsetinn að hafa heyrt af mér.” Doddý er ekki mikið fyrir að tala um samskipti sín við bæöi hár og persónu forsetans, segir bara: „Okkur forsetanum kemur vel saman og þaö er gaman að vinna fyrir hana.” Lokaöar kommóðusk- úffur Það gerist heldur ekki svo margt óvænt í opinberum heim- Þorbjörg Hjörvarsdóttir er sérlegur hárgreiðslumeistari forsetans og tilbúin hvenær sem kalliö kemur. DODDY % - . (eða: Þorbjörg Hjörvars- dóttir hárgreiðslukona, Vesterbrogade Í9 í Kaup- mannahöfn) 6 Vikan 25. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.