Vikan


Vikan - 24.06.1982, Page 20

Vikan - 24.06.1982, Page 20
Umsjón: Jón Baldvin Halldórsson SEA HARRIER: þota búin þyrlukostum FLOGIÐ AFTURÁBAK. Sea Harrier getur sýnt hina ótrúlegustu loftfimleika, jafnvel bakkað ef þannig liggur á henni. Loftblæstrinum er þá beint niður og fram á við. Þetta þýðir líka að þotan getur hægt mjög snögglega á sér í loftinu. Stríöiö um Falklands- eyjar kynnti enn eina brjálaöa stríösvél fyrir fólki um heim allan, bresku Sea Harrier þoturnar sem flengdust um himininn og sölluðu niöur herþotur Argentínumanna. Sjálfar gátu þær ótrúlega oft snúiö aftur til flugvélamóöur- skips lítiö sem ekkert skaddaöar. Þaö er erfitt að Ijúka lofsorði á svona maskínur sem hannaðar eru til aö eyða mannslífum, þó er ekki annaö hægt en dást að frábærri hönnun þessarar þotu. Hún hlýtur aö teljast einhver mesti sigur flugvélahönnuða á seinni árum. Einhvern tíma hefði þótt ósennilegt aö tækist aö búa til þotu sem gæti tekið sig á loft án þess aö nota flugbraut og lent á sama hátt og þar á ofan snarstoppaö í loftinu rétt eins og hún kæmi aö rauðu ljósi og þyrfti aö bíða. Þessu til viðbótar getur Sea Harrier bakkað í loftinu! Lágþrýst loftrennsli. Háþrýst loftrennsli. FLOGIÐ ÁFRAM. Eins og á venjulegri þotu, loftblæstr- inum er beint aftur og loftstraumurinn sem leikur um vængina lyftir vélinni. Efra borð vængjanna er kúptara en neðra borðið sem veldur því að loftið sem fer yfir vængina þarf að fara hraðara en loftið sem fer undir vængina. Hraðara loftið togar vængina upp og léttir hreyflunum þannig störfin. LÓÐRÉTT FLUGTAK. Loftblæstrinum er beint lóðrétt niður á við. Meðan vélin er að komast á loft lyfta hreyflarnir allri þyngd flugvélarinnar, vængirnir hjálpa þá ekkert til. Sama er í lendingu. Sé notuð flugbraut þarf minna afl frá hreyflunum vegna þess að vængirnir hjálpa þá til. Stillistöng fyrir stefnu loftopanna í flugtaki. Stjórn útblásturs. Með því að færa stóra handfangið fram og aftur er afl hreyfilsins aukið og minnkað en með stöng- inni lengst til hægri er stefnu loft- útblástursins stjórnað. Meginhug- myndin er einföld: Stjórnstöngum er ýtt fram til að auka hraða (meira afl, útblástursopin snúa beint aftur), stjórnstöngum ýtt aftur til að hægja á ferðinni (minni kraftur, útblástur fer niður á við). Afl hreyfla. ZO ViKan Z5. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.