Vikan


Vikan - 04.11.1982, Blaðsíða 18

Vikan - 04.11.1982, Blaðsíða 18
1 Það voru mistök aö fara í frí saman. Þau þurftu ekki að fara í feröalag því aö þau höföu fariö í burtu án barnanna um vorið. Sara haföi skemmt sér vel þó aö hún heföi þyngst dálítið. Þegar James var á ferðalögum liföi hún venju- lega á leifum af steiktum fiski, spaghetti og barnamat. Hún haföi verið leiö og svekkt þegar hann sagöi henni aö O’Conn- ors-hjónin heföu boðið þeim húsiö þeirra á vatnasvæðinu. Hún vissi betur en að neita — því aö hún hafði svo oft kvartaö yfir að kom- ast aldrei neitt — og þetta var gjöf en ekki gjald. Hús O’Connors- hjónanna var mjög fallegt og stóð viö Windermere-vatn. Þau James höfðu farið þangaö í brúðkaups- ferö fyrir nokkrum árum. „Mikiö ertu heppin,” sagöi Angie Duncan viö hana meðan þær sátu og biðu eftir aö krakk- arnir kæmu úr leikskólanum. „Það er ekki nóg meö aö þú losnir oft við James heldur færðu líka að fara íferöalög.” „Eg kemst heldur fátt með tví- burana og Daisy,” sagði Sara og ruggaði vagninum. „Viö fórum oft eitthvað saman, en núna — James er annaðhvort að heiman eða úti á kvöldin. Líf okkar hefur tekið ólíka stefnu. Við sjáumst varla nema við hittumst á baðinu.”Hún leit til himins: „Svo verður áreiö- anlega rigning. Það er alltaf rign- ing þar.” Konur eins og Angie öfunduöu hana því aö þeim fannst spenn- andi að vera gift tónlistarmanni. James hafði verið vanur aö segja: „Annarri fiðlu” brosandi en henni fannst þaö ekki fyndið lengur. Tvíburarnir komu hlaupandi og Claire, dóttir Angie, elti þá. Hún var skotin í þeim og hrædd við þá og Sara kannaðist vel viö tilfinn- inguna því að hún haföi líka verið einbirni. „Komiö þið, krakkar. Við verð- um að kaupa álegg. Þið megið passa Daisy fyrir utan búðina. ” Angie faðmaði hana að sér þeg- ar þær komu að fjölbýlishúsinu. Angie var vön að leita ráða hjá henni — hún var taugaóstyrk móð- ir og smitaði frá sér. Sara var eins konar móðir/systir fyrir hana. Það er einmitt þetta sem að mér er, hugsaði hún. Ég er að verða eins og einn af þessum gömlu sóf- um sem siga í miðjunni en öllum þykir vænt um og enginn vill henda. Fólk var alltaf að líta inn til að fá bolla af vonda skyndikaff- inu hennar eöa bita af óætu kökun- um. James kom heim úr hljóm- leikaferð með hljómsveitinni og færði henni fulla tösku af óhrein- um skyrtum og ópressuðum fötum og sagði henni fyndnar sögur. Þau hittust í Royal Academy fyrir fleiri árum en hana langaði til aö rif ja upp. Hún hafði þótt efni- leg sópransöngkona — núna söng hún barnalög og vöggulög. Eftir að Daisy fæddist hafði Sara aug- lýst í dagblaðinu eftir nemendum í söng. Hún fékk eitt svar, frá annarri þreyttri, ungri móöur. Þær töluðu saman í stofunni þangað til grátur Daisy og barnsins, sem væntan- lega söngkonan kom meö, yfir- gnæföi þær, en þá fóru þær að hlæja og gáfust upp. Sara ákvað aö bíöa þangað til Sam, Charlie og Daisy væru orðin nægilega stór til aö komast af án hennar. Hvað yrði hún gömul þá? Hver haföi nokkru sinni heyrt um söngkonu sem byrjaði að syngja aftur eftir að hafa alið upp þrjú börn? Hún heyröi James leika á fiðluna í gestaherberginu. Hún vonaði bara aö hann hefði látið líta á bílinn svo að hann væri í full- komnu lagi. Einu sinni hafði henni þótt töfrandi hvað hann var oft ut- an viö sig og hún hafði hlegið að því þegar bíllinn bilaði eöa þau uröubensínlaus. Þetta hafði breyst eftir að hún eignaðist börnin. Hún lét sem hún sæi ekki raunalega brosið eöa hvernig hann strauk yfir dökkt hárið þegar hann skammaöist sín fyrir eitthvað. Hann var aö reyna aö hrífa hana. Hún ætlaöi andskot- ann ekki að líta á bílinn — eins og hún sá um allt annaö. Klukkan sex morguninn eftir gaf Sara Daisy að borða og setti hana á koppinn, sagöi strákunum aö skoöa myndablöðin sín og byrj- aði að skera niður brauð og hita kaffi fyrir ferðalagiö. James svaf. Þau lögðu af stað um tíuleytið. James var ekki í góðu skapi. Hon- um leiddist aö keyra og Sam og Charlie slógust um hvor mætti sitja frammí. Hún setti þá báöa í aftursætið og hafði Daisy á milli þeirra í burðarrúminu. „Viö skulum fara í njósnar- ann,” sagðihún. „Nei, ég vil leika að telja bílnúmerin.” Hún andvarpaði. Þetta yrði víst einn þessara daga. James spurði hvort þau gætu fengiö sér eitthvað að borða. Hann kom ekki til morgunverðar. Hún tók utan af samlokum og rétti Sam eina. Auövitað vildi Charlie ekki neitt. Sara velti því fyrir sér hvað þetta gæti gengið lengi. Charlie boröaði ekki neitt en Sam át eins og hestur og Daisy var viö- < kvæm því að hún fæddist svo löngu fyrir tímann. Alltaf að taka tillit til James... því að þaö var orðinn vani. Hún tróð rakri samloku upp í sig. Hana langaöi ekkert í mat en hún gat eins vel boröað með hin- um. Þau voru komin út af aöalvegin- um og ánægð með hvaö allt hafði gengiö vel. Strákarnir höfðu verið góðir, Daisy haföi sofið. Sólin var að koma fram undan skýjunum og þetta var hlýr júnídagur. „Þetta hefur gengið eins og í sögu. Viltu að við kaupum eitt- hvað á leiðinni? Þá þurfum viö IS ViKan 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.