Vikan


Vikan - 06.01.1983, Side 22

Vikan - 06.01.1983, Side 22
Rúsinan i pylsuendanum: Nám- skeið í Portúgal fyrir islendinga sem vilja læra „eitt hundrað aðferð- ir til að matreiða saitfisk". „alíslensk” og byggö fyrir íslenskt fé en varnarliöiö reki hana síðan eins og önnur mann- virki þar syðra. — Samningur veröur um aö ef til hættuástands dragi sjái Islendingar og varnar- liöið sameiginlega um fyrirkomu- lag, samkvæmt fyrirfram geröri áætlun. — Um þetta verður fullt samkomulag milli þriggja stjórn- málaflokka. A Alþingi munu veröa teknar til meöferöar tvær tillögur, snemma árs, og eiga báðar þaö sammerkt aö þingmenn allra stjórnmála- flokka munu sameinast um að koma þeim í höfn fyrir þinglok. Önnur þeirra er um breytingu á umferðarlögum í þéttbýli og hin um strangara aðhald og eftirlit í fíkniefnamálum. Báöar þessar til- lögur munu fá góöan hljómgrunn meðal landsmanna og mun fram- kvæmdavaldinu faliö aö gera rót- tækar og kostnaðarsamar skipu- lagsbreytingar sem munu reynast raunhæfar og bægja frá þeirri hættu sem nú hefur lagst á þjóðlíf okkar á síðustu mánuðum og búiö of mörgum landsmönnum ill ör- lög. Horft út í heim Af hinum erlenda vettvangi er þaö helst að á árinu 1983 veröur togstreitan um Evrópu æ haröari milli austurs og vesturs og mun þar ýmsum meðulum beitt af stór- veldunum tveimur. Reynt verður aö reka fleyg í NATO meö því að hóta úrsögn Spánar úr bandalaginu. Hættu- ástand mun skapast um alla Vestur-Evrópu, samkvæmt vest- rænum fréttatilkynningum. Lýkur því ástandi ekki á árinu. I Vestur-Þýskalandi mun hinn nýi kanslari koma fram því er hann vill og fá stuöning flestra ríkisstjórna Vestur-Evrópu til að koma fram sem talsmaöur þessa heimshluta við Bandaríkjastjóm „Stuttbuxnatiska kvenna verður með vorinu svo aimenn að eldri jafnt sem yngri konur munu kasta hefðbundnum klæðum og ganga i stuttbuxum, alla vega litum." sem mun setja fram eins konar úr- slitakosti varöandi varnarmál ríkjanna frá „járntjaldi til Atlantshafs”. — Gagnstætt spám ýmissa fréttaskýrenda, í þann mund er kanslari Vestur-Þýska- lands tók við stjórn, mun Helmut Kohl reynast farsæll og framsýnn stjórnmálamaður. I lok ársins mun þar komið sögu að Bandaríkin, fyrir þrýsting frá almenningi þar í landi, munu opinbera tillögur um brottkvaön- ingu alls herafla síns frá Evrópu, náist samkomulag ekki fyrir ákveðinn tíma sem þau tiltaka. Fundur æðstu manna stór- veldanna veröur ákveöinn snemma árs og þar munu koma fram nýjar hugmyndir um varnir og vígbúnað svo og breytt fyrir- komulag áhrifasvæöa sem hinir „stóru” geta fellt sig viö. Fram munu koma sterkar sannanir fyrir því að starfsemi vestrænna friöarhreyfinga er aö verulegu leyti stjórnaö frá Sovét- ríkjunum til aö tefja fyrir vestrænni hernaöarþróun meöan Sovétríkin ná yfirburðastööu í víg- búnaði, sem þau hyggjast svo halda meö því að láta fjarstýrðar hreyfingarnar berjast fyrir „óbreyttu ástandi” á sviði kjarna- vopna. Um leiö kemur fram aö minni leppríki þeirra veita ýmsum óaldarsamtökum stuðning til að kynda undir svokallaöan hægri fasisma í ýmsum löndum í blekkingarskyni. Þá munu tilraunir Banda- ríkjanna til þess að auka áhrif sín í Miö- og Suður-Ameríku bera árangur á árinu og fyrir árslok verður oröiö ljóst að þessi heims- hluti veröur oröinn „sótthreins- aður” fyrir ásókn risans í austri. I Rússlandi veröur gerö tilraun til „vorkomu” , líkt og geröist í Tékkóslóvakíu um áriö. Tilraunin mistekst og allt situr viö það sama. Pólland verður enn einu sinni í fréttunum, snemma vors. Þar verður gerö alvöru-uppreisn og leitað eftir aöstoö frá vestrænum ríkisstjórnum. — Þær munu hins vegar of uppteknar af eigin vanda- málum til þess að geta sinnt slíku kalli. Og einnig í Póllandi líður „vorið” hjá. Noröurlöndin öll, utan Noregur, munu eiga viö ramman reip aö draga á efnahagssviöinu, einkum Danmörk. Þar veröur mikiö upp- málaráöherra Svía verður mjög í fréttum og um hann stendur mikill styrr. Sænsk stjórnvöld íhuga inn- göngu í NATO og verður ekki út- rætt um þaö mál fyrir árslok. — I Svíþjóö verður, í það heila tekiö, talsverð ringulreiö í efnahags- og stjórnmálum. Asíulönd koma mikið við sögu á árinu 1983. Löndin í Austur- og Suðaustur-Asíu verða í mun ríkari mæli viöskiptalönd Evrópuríkja. — Jafnvel Island fær þar sinn skerf. Hér á ég viö önnur lönd en Japan. Kínverjar sækja einnig á í ríkari mæli en áður. Föst viðskipti myndast milli Islands og Kína, fyrir milligöngu sendiráðs Kína hér. Ríki í Afríku býöur okkur einnig fastan viðskiptasamning en því mun veröa hafnað meö for- göngu opinberra aöila hér. I Suður-Ameríku, annaöhvort Uruguay eöa Brasilíu, verður stofnað til „landnáms” af hópi Islendinga sem býðst þar at- vinnutækifæri. Mér sýnist sem flestir þeir er hyggja á brottför héöan muni flytjast til þessarar heimsálfu. Eg tek fram að í henni eru mörg lönd. Þar er til dæmis Kanada í myndinni. Það veröur heimssögulegur atburður er páfinn heimsækir kaþólsk lönd í Ameríku á árinu. Sú Andrew prins verður í sviðsljósinu og kvennamál hans. Hann gengur i það heilaga á árinu, pilturinn. hlaup hjá atvinnurekendum, og launþegum að sjálfsögöu líka, vegna nýrrar skattheimtu stjórn- valda. Þar veröa kosningar líkt og hér og nýr maður tekur viö stjórnartaumunum hjá Dönum. Varnarmál verða í heimsfrétt- um í byrjun árs. Hinn nýi varnar- heimsókn dregur dilk á eftir sér og hannekki gleöilegan. Vandamál Palestínuaraba verða mikiö í fréttum eins og áöur en lausn er í sjónmáli meö aðstoð Jórdana sem bjóða PLO-mönnum eins konar „sameiningu” með sjálfstjórnarfyrirkomulagi. 22 Vikan X. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.