Vikan


Vikan - 06.01.1983, Síða 23

Vikan - 06.01.1983, Síða 23
Flugfélög verða gjaldþrota og stuttbuxur að faraldri Tvö þekkt flugfélög verða gjaldþrota. Annaö þeirra í Evrópu. Eitt bandarískt og eitt evrópskt flugfélag sækja um flug- leyfi til Islands á leið yfir Atlants- hafið. Bæði félögin hætta við eftir að þriðja flugfélagiö byrjar ferðir til Bandaríkjanna með viðkomu á Is- landi. Gagnkvæmar heimsóknir er- lendra þjóöhöfðingja og stjórn- málaleiðtoga verða tíðar. Hingað til lands koma tveir þekktir stjórn- málamenn í boði forseta Islands, annar frá Bandaríkjunum, hinn frá Evrópu, líklega Frakklandi. — Forseti Islands mun líka verða á faraldsfæti, aðallega austur um haf, en einnig í vesturátt, að því er ég best fæ séð. I fréttum af frægum persónum koma viö sögu Karl Bretaprins og kona hans. Einkum með fréttum úr hjónabandinu. Nýr söngvari af Elvis-Presleygerð skýtur upp koll- inum í Bandaríkjunum. — Elísa- bet Taylor gengur í hjónaband snemma árs. Það gerir Karólína í Mónakó líka, svo og Andrew bróðir Karls Bretaprins. Shophia Loren gerist banda- rískur ríkisborgari og giftir sig vestra. Frægur kvikmyndaleikari eöa leikstjóri kemur íslenskri leikkonu á hvíta tjaldið. Sú hin sama hlýtur af frægð og svimandi f járhæðir — og flyst af landi brott. Þekktir stjórnmálamenn í Vestur-Evrópu munu eiga undir högg að sækja vegna fjármála- starfsemi sem flokkuð verður undir misferli. — Einn þessara manna mun nefna nafn Islands og tengja starfsemi sína aðila eöa samtökum hér á landi, meðal annars. Ymsar uppákomur verða víða um heim. Nokkrar þeirra berast hingað til okkar og þykja mikil firn og sumar valda hneykslan. — Til dæmis stuttbuxnatíska kvenna sem mun með vorinu verða svo almenn að eldri jafnt og ungar konur munu kasta hefð- bundnum klæðum, kjólum og síð- buxum, og ganga í stuttbuxum, alla vega litum. Eða hjólaskautaæöið! Þaðmun berast hingaö til lands og verður ekki þverfótaö fyrir unglingum og allt niður í börn á forskólaaldri — á hjólaskautum, þar sem því verður við komiö. En rúsínan er þátttaka í námskeiðahaldi sem auglýst verður og haldið í Portúgal fyrir Islendinga sem læra vilja „eitt hundraö aöferðir til að matreiöa saltfisk”. Og nú fer ég ekki fram á fleiri fyrirboða,” sagði völvan okkar um leið og hún lauk skyndilega upp augunum og þrýsti „hosta fortunei” aö enni sér. „Þið megiö standa upp, ég ætla að hita kaffi,” bætti hún viö. — Við stóðum á öndinni, höfðum aldrei komist í slíka aöstöðu sem þessa. Við vorum búnir aö skipta þrisvar um spólu í segulbandstækinu — og taka upp báðum megin. Karólína af Mónakó efnir til brúðkaups í ár, segir völvan. Þetta sagði völvan í fyrra Enn einu sinni leitar Vikan á vit dularafla til aö fregna fyrirfram það sem hæst mun bera á nýju ári. Þetta hefur nú veriö gert í allmörg ár og er orðinn ómissandi þáttur. Vitaskuld kemur aldrei allt fram í völvuspám sem okkur þyk- ir máli skipta eftir á. Til þess þyrfti hún að verða miklu ítarlegri en við höfum tök á. Hins vegar má með ólíkindum telja hve margt rætist af því sem spáö hefur veriö undanfariö. Eigum við aö líta að- eins á nokkur atriði sem greini- lega hafa komið fram af spánni fráífyrra? Fyrsta spurningin sem lögö var fyrir völvu Vikunnar í fyrra var hvernig stjórnarsamstarfið myndi endast. Völvan sagði að oft og ein- att myndu stjórnarslit verða talin óumflýjanleg, en að stjórnin myndi „fljóta” út árið. Þegar þetta er skrifað bendir allt til aö það muni standast. I kjaramálum launþega var spáð skammtímasamningum. Sagt var að valdahlutföll myndu breytast í kosningum til borgar- stjórnar í Reykjavík og aö borgin fengi nýjan borgarstjóra. Þá var minnst á ferð Vigdísar til Vestur- heims, og miklum sumarferðalög- um Islendinga til útlanda spáö. Hvort tveggja gekk eftir. Þá var því spáð að Skyggnir myndi verða betur nýttur fyrir ís- lenska sjónvarpiö og aö umræöur um einkarétt ríkisútvarpsins mundu halda áfram án þess aö veröa útræddar. Svo varö. „Ut- flutningsleiðir munu einnig opnast fyrir iðnaöinn, einkum smíðaiðn- að ýmiss konar,” sagöi völvan, og minna má í því sambandi á út- flutning á íslenskum húsgögnum. Sagt var að óróleiki myndi halda áfram að vera innan Alþýðuflokksins framan af ári en „slota aö fullu fyrir lok ársins og breytt forusta koma þar fram, án formannsskipta þó.” Eflaust má telja þetta rétt. Þá var því spáð að Steingrímur Hermannsson myndi standa mjög í ströngu og eiga þátt í mikilvægri ákvörðun, bæöi í sjávarútvegsmálum og sam- göngumálum. Víst er að hann átti sinn þátt í að Arnarflug fengi áætlunarleyfi, og ennfremur að undir hans stjórn stefnir nú í ná- kvæma stjórnun á fiskveiðum þjóöarinnar, með hólfaskiptingu og kvótakerfi. Þá sagöi völvan að Vestur-Evr- ópa yrði helsta bitbein stórveld- anna á árinu og mun það þykja hafa sannast. Ennfremur taldi hún mikiö myndi verða um viðburði á sviðivísinda og tækni, „í báðum þessum greinum verða unnin afrek, sem koma heims- byggöinni til góða”. Minna má á sykursýkirannsóknir dr. Þóris Helgasonar, sem vakið hafa heimsathygli og ferðir banda- rísku geimferjunnar Columbiu, sem fór á árinu nokkrar giftusam- legar ferðir út í geiminn og aftur heim — einu sinni meira aö segja í erindum einkaaðila! Þá má ekki gleyma dvalarmeti Sovétmanna úti í geimnum, sem sennilega er í senn læknisfræöilegt og vísinda- legt afrek. Einnig var því spáð að tveir þekktir stjórnmálamenn í Evrópu hyrfu til feðra sinna á árinu. Heimurinn mátti sjá á bak bæði Kekkónen og Bresnév. Og ef við ljúkum þessari stuttu upptalningu með slúðri má minna á að búist var við fréttum af Karólínu af Mónakó og sömuleiðis af „einum úr bresku konungsfjöl- skyldunni”. Vafalaust má þykja að Andrew prins hafi verið í fréttum, bæði sem herflugmaður í Falklandseyjastríöinu og einnig vegna áhuga síns á leikkonunni Koo Stark, sem vakið hefur mis- jafna hrifningu. Við látum þetta nægja sem stutta upprifjun. Þeir sem eiga völvuspána frá í fyrra geta sjálfir gert sinn samanburð. Og svo er bara að vinda sér í spána fyrir ár- iö 1983 — hún er ekki síður for- vitnileg en þær fyrri. I. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.