Vikan


Vikan - 06.01.1983, Page 27

Vikan - 06.01.1983, Page 27
Niðri í kjallara er Elín mefl postulínsmálunarstofu sina. Hér situr hún vifl vinnuborflið sitt með pensla og sitthvafl fleira í kringum sig. Svo kom aö því að elsta barniö var fermt. Þá datt mér í hug aö baka þessa þriggja hæöa köku sem ég átti síðar eftir að fá verð- laun fyrir. Eg baö bróöur minn, Sigurbjörn, sem var smiöur, aö smíða fyrir mig bakkana undir kökuna. Hann spuröi hvaö ég ætlaði að gera við þá en ég sagöi honum aö þaö fengi hann aö vita seinna. Hann ætti bara aö smíða þaö sem um var beöiö. Kakan heppnaðist vel. Kökurnar voru þrjár, ein á hverjum palli og skreyttar með marsipanblómum og geröu þær mikla lukku í fermingunni.” Vann Flórída- ferð í bökunar- keppni ,,Ef ég hleyp svolítiö yfir gerist það dag nokkurn aö maöurinn minn kemur heim úr vinnunni og segir aö viö skulum fara á heims- sýninguna í New York í haust. Þetta var árið 1964 og viö vorum nýbúin aö kaupa verslunina í Mávahlíðinni af tengdafööur mínum. Viö vorum aö reyna aö borga skuldirnar og ég vann mikiö í búöinni um þessar mundir. Eg mótmælti því en hann sagöi aö þaö væri veriö aö auglýsa bökunar- keppni. — Þú bara sendir inn upp- skrift aö köku og við förum. Eg svaraði: — Heyrðu, láttu engan heyra þetta. Hvernig geturöu verið viss um að ég vinni? — Jú, ég veit aö þú vinnur ef þú tekur þátt í keppninni, svaraöi hann — þaö verður bara aö vera mikiö hveiti í uppskriftinni. Eg hálf- gleymdi þessu nú en daginn áður en skilafresturinn rann út spuröi maðurinn minn mig hvort ég væri búin að laga uppskriftina. Eg var ekki búin að því og hann sagöi að ég yröi aö taka mér tíma til aö gera það. Svo fór aö ég lauk viö þetta fyrir kvöldið, sendi upp- skriftina inn og með henni mynd af kökunni, því þaö var svo erfitt að skrifa nákvæma lýsingu á því hvernig átti að skreyta hana og stilla henni upp. Nú liðu 10 dagar og þá var hringt í mig og mér sagt aö ég væri ein af 10 sem heföu komist í úrslit. Þá var maðurinn minn alveg viss um að ég myndi vinna. Aðeins mamma og ein stúlka í búðinni hjá okkur vissu um þetta. Mamma var frá byrjun viss um aö ég myndi vinna keppnina og hafði mestar áhyggjur af því hvaö ég ætlaði aö gera viö börnin á meöan ég væri úti í Ameríku. — Geturðu ekki bara fengið peningana fyrir ferðina borgaöa út? sagði hún, — svo þú þurfir ekki aö fara. Eg sagöi henni aö ekki væri nú alveg víst aö ég ynni, en hún trúði því statt og stöðugt. Þetta var allt svo auðvelt hjá mér vegna þess hve allir höföu mikla trú á mér og trúðu því alltaf aö mér gengi vel. Og svo komu úr- slitin. Eg hafði unnið. Viö fengum allar hrærivélar, kaffi og sitthvaö fleira í verölaun, en auk þess fékk ég svo Flórídaferö — ferö á bökunarkeppnina í Bandaríkjun- um. Eg hafði aldrei komið til Bandaríkjanna áöur.” Hanskalaus en alltof fín — Hvað manstu skemmtilegt úr Bandaríkjaferðinni? „Eitt af því sem forstjórinn hjá O. Johnson og Kaaber, sem stóð fyrir keppninni hér, sagöi mér var aö okkur yröi áreiöanlega boöið í kokkteilboö og spuröi hvort ég ætti ekki kokkteilkjól. Eg sagðist nú hafa staðiö í barneignum undan- farin ár og ætti því ekki slíkan kjól en myndi bara kaupa mér hann þegar ég kæmi til Bandaríkjanna. Þegar þangaö kom gistum viö hjónin fyrst í fáeina daga hjá vina- fólki okkar. Konan fór meö mér í búö og ég keypti mér glitrandi kokkteilkjól og skó við. Þegar til Flórída kom var tekiö vel á móti okkur. Viö bjuggum á geysilega fínu hóteli, Americana. Loks kom að kokkteilboðinu. Þá kom í ljós það eina sem haföi gleymst aö segja mér, aö hver ein- asta kona myndi vera meö hanska. Eg var í alltof fínum kjól. Þaö var engin eins fín og ég. Eg var eiginlega asnalega fín, en ekki meö hanska, eina konan í kokkteilnum sem var hanskalaus. I kokkteilnum var heldur ekki vín- dropi heldur bara ávaxtablanda. Eg gleymi þessu aldrei. Eg hafði kviöið svo fyrir, því mér fannst þetta svo stórkostlegt, þegar for- stjórinn var aö tala um boðið hér heima. Og þarna kom ég hanska- laus en aö ööru leyti svona allt of fín. Auðvitað skipti þetta ekki nokkru máli — var bara svolítið ævintýri.” — Tókstu svo þátt í bökunar- keppninni? „Nei, það geröi ég ekki. Þaö hafði heldur ekki staðið ti'l. Auk mín var þarna kona frá Astralíu en viö vorum gestir. Allir þátt- takendurnir, 100 talsins, konur og karlar, voru frá Bandaríkjunum sjálfum. Þeir hér heima höföu mjög gjarnan viljaö fá leyfi til þess að ég gæti bakaö kökuna. Eg fór með allt sem ég þurfti á aö halda meö mér, ef til þess kæmi, en allt var svo þrautskipulagt að því varð ekki viö komið. Eg fékk hins vegar aö fylgjast mjög vel með öllu sem gerðist. Þátttakendurnir fengu aö gjöf allt sem þeir notuðu í keppninni, allt frá sleifum í eldavélarnar. Aðal- verðlaunin skiptu þúsundum dollara og þau komu í hlut stúlku innan viö tvítugt. Hún fór aö gráta þegar úrslitin voru tilkynnt og aðspurð sagði hún: — Eg ætla að hjálpa pabba og mömmu til þess aö eignast hús. Auðsýnilega var hún frá fátæku heimili, hafði oröið að berjast áfram og hjálpa til og lært viö þaö aö baka. Allir voru afskaplega ánægöir yfir því aö hún skyldi hljóta verölaunin. Hún þurfti svo sannarlega á þeim aö halda.” Og svo var bakað um allar helgar — Og þegar heim kom, hvernig fór þá með baksturinn? „Þaö endaði meö því að ég var aö baka fyrir allar helgar. Heimil- iö var undirlagt af kökum. Blessuö börnin sögðu aldrei: — Má ég fá? heldur: — Ilver á þessa köku? Eg var loks oröin afskaplega þreytt á þessu. Þó hef ég gaman af aö baka og reyni oftast aö eiga eitthvað heima.” — Þú hættir svo aö baka og ferð aö búa til pinnamatinn? „Þaö byrjaði eiginlega með því aö bekkjarsystur mínar úr hús- mæöraskólanum áttu að koma til mín, en hópurinn hefur alltaf hist einu sinni á ári frá því viö vorum í skólanum. Eg haföi séð skemmti- 1. tbl. Víkan 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.