Vikan - 06.01.1983, Síða 28
Þetta er ein af óteljandi tertum sem
Elín hefur bakað um ævina. Terta
svipuð þessari ávann henni Flórída-
ferð i bökunarkeppni Pillsbury's
Best, en eftir þá keppni fór tertan
eins og eldur i sinu um landið og
aliir reyndu að baka svona tertu eða
fá Elínu til þess ella.
mér heimilið um voriö. Ráðu-
neytið hafði þó verið búið að
ákveða aö verða ekki með í
þessum rekstri og hann var á
minn eiginn reikning.
Þótt Elin máli á postulin er siður en svo mikið af þvi uppi við heima hjá
henni. Það er eins með þetta eins og smiðina, sem sagðir eru smiða
minnst heima hjá sér," sagði Elin glettnislega þegar við minntumst á þetta
við hana.
lega uppsettan mat hjá vinkonu
minni, Steinunni Berndsen, og
ákvað nú aö reyna sjálf. Ein
stúlkan í hópnum vann á Hótel
Sögu og nokkru síðar bað hún mig
að útbúa pinnamat fyrir Konráð á
Sögu, sem ætlaði að halda eftir-
fermingarveislu fyrir barn sitt.
Eg hefði áreiöanlega ekki sam-
þykkt að gera það hefði ég vitað að
gestirnir voru kokkar og þjónar.
Upp úr þessu smáspurðist þetta út
og fólk fór að hringja og vita hvort
ég gæti ekki gert þetta fyrir þaö
líka, og það varð úr. Eg er löngu
hætt þessu nú oröið og dóttir mín,
Kolfinna, tekin viö af mér. Eg
hjálpa henni af og til, þegar hún
þarf á hjálp að halda, rétt eins og
hún hjálpaði mér hér áöur þegar
mikiövaraðgera.
Annars er afskaplega gaman að
vinna við svona lagað. Fólk er í
sínu besta skapi og hlakkar til aö
taka á móti gestum. Viö búum
matinn út heima hjá fólkinu
sjálfu. Allir eru í spariskapi og ég
hugsa að það sé meira gaman aö
undirbúa veislur heldur en jafnvel
vera í þeim. Það er svo gaman að
sjá þetta allt skapast. Allir eru
svo glaðir og ánægðir og stemmn-
ingin er alveg sérstök.”
Þess má geta aö Elín skreytir
pinnamatarborðin á alveg sér-
stakan hátt. Eins og sagt var í
upphafi líkjast þau listaverka-
sýningu. A borðunum eru víkinga-
skip, tungl og sólir og fleira og
fleira og í þetta allt er pinna-
matnum stungið en kexi og öðru
álíka er síöan komið fyrir á listi-
legan hátt.
Rak gististað
í Höfn
— Og svo ferðu til Danmerkur
aö kynna þér smurbrauðslist
Daiia?
„Astæðan var eiginlega sú að
við hjónin höfðum verið að hugsa
um að setja upp smurbrauðsstofu
hér heima. Eg fór til Kaupmanna-
hafnar og fékk að fylgjast með á
smurbrauðsstað (.Sopavilunen)
en þegar til kom hættum við viö
allt saman. Eg sá að við hefðum
orðiö alltof bundin við þessa vinnu
og orðiö að vinna við hana svo
mikiö sjálf, og ekki hvað minnst
þegar eitthvaö stendur til, til
dæmis um hátíðar. Eg var þarna í
tvo mánuði og á meðan dvaldist ég
á „Islenska heimilinu” sem svo
var nefnt. Þetta var heimili sem
heilbrigðisráðuneytið hafði komið
á fót og var ætlað fyrir aðstand-
endur íslenskra sjúklinga. Þarna
kynntist ég prýðilegum ungum
hjónum, Guöna Guömundssyni,
sem var við organistanám, og
Elínu konu hans. Þau voru aö taka
við heimilinu. Þar var oft mann-
margt og ég hjálpaði gjarnan til
við aö hella upp á könnuna á
kvöldin.
Við ákváðum sem sagt að hætta
við að setja upp smurbrauðsstofu
en halda frekar áfram meö
verslunina. Þá er það einu sinni að
Asbjörn á Alafossi hringir í mig og
segir: — Heyröu, Elín mín, ég
held aö Guöni ætli að hætta með
„Islenska heimilið” í vor. Þú ættir
að taka það að þér. Um kvöldið
segi ég manninum mínum frá
þessu og sting upp á að við fáum
okkur frí og förum til Kaup-
mannahafnar og verðum þar í eitt
til eitt og hálft ár. Hann sagði
strax að það væri bráðsmellin
hugmynd. Næsta dag hringi ég og
ræði við Jón Ingimarsson skrif-
stofustjóra í ráðuneytinu og þar
sem ég er fljót að taka ákvarðanir
verður úr aö ég ákveö aö taka að
Ymislegt breyttist hjá okkur og
maðurinn minn komst ekki með
þegar til kom. Eg varö aö standa
við minn samning og fór því út og
hjá mér voru tvö yngstu börnin
okkar. Við leigðum húsiö okkar
hér heima erlendum flugmönnum
hjá Arnarflugi, sem þá var að
byrja, og maðurinn minn hafði
þess vegna gott tækifæri til þess
aö skreppa út til okkar oftar en
annars hefði veriö. Þetta átti eftir
aö verða afskaplega skemmti-
legur tími. Eg kynntist mörgu
ljómandi góðu fólki og þurfti
28 Vikan 1. tbl.