Vikan


Vikan - 06.01.1983, Qupperneq 31

Vikan - 06.01.1983, Qupperneq 31
gefin út á plötu, meðal annars Honey Will You Marry Me. Við vorum búnir í Hamrahlíð- inni þá en áttum lið fylgismanna í skólanum sem sendi atkvæði inn íþáverandi útvarpsþátt Arn- ar Petersen, sem héi Tíu á toppnum eða eitthvað í þá átt- ina, og þetta varð tilþess að lagið komst umsvifalaust í fyrsta sæti. En ég held að þetta sé nú í eina skipti sem hefur verið skipulega reynt að svindla okkur inn á vin- sældalista. En hópurinn verður til sem slíkur þegar við förum að vinna að Sumri á Sýrlandi 1975- Þáfór- um við tilLondon og vorum þar í einn og hálfan mánuð og gerð- um plötuna. Síðan hvíldum við okkur í ár og gerðum síðan Tívolíplötuna. Þá voru ég, Jakoh, Egill, Sig- urður Bjóla og Tómas. Síðan kom Þórður Arnason inn á Tívolíplötunni og núna Asgeir, trommari Þursanna. Sigurður Bjóla er ekki í hljómsveitinni núna en hann á í lögum og er svona baktjaldamaður. Til að byrja með hvíldi mikil leynd yfir því hverjir væru Stuð- menn. Bæði fannst okkur dálítið sniðugt að hafa leynd yfir þessu og svo vorum við ekkert tilbúnir að kannast við allt sem þarna var, okkur var þetta svolítið áhyggjuefni. Við reyndum ekki að vera mjög alvarlegir eins og þótti nú tilheyra á þessum árum. Við vorum svolítið feimnir við að gefa okkur út fyrir að vera að framleiðaþessi ósköp. En seinna, þegar platan fékk þessar gððu viðtökur, vorum við mjög stoltir að hafa gert þetta og þóttumst meiri menn af. Þetta var á tíma þegar lítið var að gerast í músík á Islandi og kom þá eins og ferskur gustur. Hins vegar hafði þetta kannski ekkert voðalega góð áhrif til lengdar því eftir þetta var mikið fartð að syngja um glaum og gleði og stuð og annað sem var orðið nokkuð þreytt. Eftir þetta voru menn upp- teknir hver í sínum málum en þegar Stuðmenn hafa komið saman hefur það alltaf verið mikil handahlaupavinna og und- ir mikilli tímaþressu. Það virðist sem í þessum hópi geti hver magnað annan upp. Við höfum mjög þróaðan lókalhúmor sem hleypir fjöri í menn og við höf- um getað ungað út miklu á stutt- um tíma þegar við höfum komið saman. Það hefur verið mjög hressandi að koma af öðrum víg- stöðvum inn íþennan hóþ. Ann- ars staðar héldu menn að þeir væru að gera eitthvað metnaðar- fyllra, eins og til dæmis í Spil- verkinu, tókum okkur meira alvarlega þó að útkoman væri kannski hvorki neitt alvarlegri eða betri. ... ogframá þennan dag Kvikmyndin er búin að liggja lengi í loftinu. Við fórum fyrir tveimur árum sem undirleikarar fyrir Hauk Morthens á íslend- ingahátíð íLos Angeles. Þá lögð- um við drögin að hluta af músík- inni og þó það sé kannski ekki mikið af henni notað þá svona hrærðum við aðeins í pottinum og tókum skánina ofan af. Við verðum ekki varir við annað en að nýja kynslóðin sé mjög móttækileg fyrir þessari músík okkar og þekk i til dæmis lögin af eldriplötunum. Tónlist- in er alltímalaus og þessi tónlist gengur ekkert stður vel í fólkið, er eins konar rökrétt framhald af hinni. A fimm árum eru menn búnir að fara heljarstökk, margt hefur breyst hjá okkur, hagir, skoðanir og viðhorf en það er samt eins og taug á milliþessarar tónlistar núna og þess sem við gerðum fyrirfimm til sex árum. Þetta er sama fjörmúsíkin og textamir með þeim húmor sem okkur finnst í það minnsta vera svolítið sniðugur, en svo veit maður aldrei hvað öðrum finnst. Það er mjög auðvelt að vera fyndinn í lokuðum hópi, til dæmis er auðvelt fyrir svona hljómsveit að lokast inni í einka- húmor og pælingum sem fólk fyrir utan hópinn botnar ekkert í. Það getur verið að ýmislegt á fyrri plötunum hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá fólki en það fann þá bara eitthvað annað t staðinn. Ef ég hlusta á þessar plötur heyri ég alltaf eitthvað nýtt. Ég held að þessir textar — þó þeir hafi ekki allir verið mjög merkilegir — þoli nokkuð mikla hlustun og gefi áheyrandanum tilefni til að nota hugmynda- flugið. Allir textar verða eiginlega til á mjög skömmum tíma. Til dæmis varð helmingurinn af músíkinni í myndinni til á þriggja daga ferðalagi í febrúar í vetur, frá Egilsstöðum til Reykja- vtkur. Við Ágúst höfðum farið að hitta Þursana og fengum lán- aðan gítar, eða stálum honum réttara sagt af Vilhjálmi Einars- syni, af því við höfðum engan kassagítar. Svo var keyrt til baka og spilað á Höfn og á Skógaskóla og vegirnir voru ofboðslegir og seinfærir. Af því vtð höfðum ekkert að gera skapaðist stemmn- ingin sem lög og textar urðu til úr. Þá verða menn bara að mæta Eg fór út í nám 1978. Ég var á Spilverksplötunum og gerði tón- listina við Runkt, punkt, kommu, strik, en það er eigin- lega það eina sem ég hef gert á tónlistarsviðinu á þessum árum. Það er stórkostlegt fyrir mig að geta komið sem maöur utan úr bæ og unnið með hinum. Ég stend allt öðruvísi en þeir, þeir eru allir stafandi tónlistarmenn en ég er í öðru stafi. Stuðmenn hafa alltaf höfðað til mjög breiðs aldurshóps og við verðum að fá sem flesta í bió. Mér hefur heyrst fólk á öÍlum aldri sýna myndinni áhuga, margt eldra fólk. Ef fólk vill að gerðar séu íslenskar kvikmyndir verður það bara að mæta í bíó, annars hætta menn að þora að taka séns og leggja út í að gera kvikmyndir. iW I.tbl. Vikan 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.