Vikan


Vikan - 06.01.1983, Side 39

Vikan - 06.01.1983, Side 39
Þýðandi: Anna Aha, sagði hann. Þú hefur greinilega mikinn áhuga á hinu geysispennandi lífi lögreglu- manna, Kalli Bjarna. — Svo sannarlega, herra yfir- lögregluþjónn, sagði Kalli Bjarna og rétti úr sér. — Prýðilegt, hélt yfirlöggan áfram. Þá verðurðu settur til reynslu í vandasamt mál svo við getum séð hvað í þig er spunn- ið. . . . sleppum þér lausum. . . alveg einum. . . og þú hefur engan til að treysta á nema sjálfan þig. Láttu Mikka vita, hann segir þér undan og ofan af málinu. Þú færð nákvæmar skipanir hjá honum. . . . allt í fullum trúnaði. . . og þá áttu að vita upp á hár hvernig þú átt að bera þig að. Þetta er hættuspil en við treystum þér. Nokkrar spurn- ingar? Jæja. . . þá óska ég þér bara gæfu og gengis. Kalli Bjarna sló hælunum saman, bar hönd upp að húf- unni og fór út. Tveim tímum seinna stóð hann aftur við dyr Sigurðar yfirlöggu og var hold- votur eins og hundur dreginn af sundi og tennurnar glömruðu í munni hans. — Ég er búinn að leysa þetta mál, herra yfirlögregluþjónn, sagði hann og vatt fötufylli af vatni úr einkennisiakkanum sínum. Ég sé það, hrópaði Siggi yfir- lögga og var greinilega ánægður með frammistöðu hins unga lögregluþjóns. Kalli Bjarna varð að halda sig í rúminu í viku á eftir með svæsið kvef. Síðan lét hann vita af sér á skrifstofu yfirlögregluþjóns, til þénustu reiðubúinn. — Jæja, við erum hér aftur með hættulegt verkefni sem við ætlum að fela þér, Kalli Bjarna, sagði yfirlöggan íbyggin og tók glæpareyfara upp úr brjóstvas- anum hans Kalla. Inspektor Maigret í hættuferð hét hann. — En mundu það, Karl, að vera gætinn. Eitt einasta víxl- spor. . . . og það getur kostað þig lífið. Við höfum ekki efni á að missa starfsmann eins og þig. — Ég skal reyna að standa mig, herra yfirlögregluþjónn, sagði Kalli Bjarna. Sigurður yfirlögga stóð upp og klappaði Kalla Bjarna kumpán- lega á bakið. — Við treystum þér, Karl Bjarnason. Láttu Mikka vita og hann lætur þér allar nánari upplýsingarí té. Síðan lætur þú mig vita þegar þú hefur leyst verkefnið. Skilið? — Skilið! sagði Kalli Bjarna hress í bragði og bar hönd upp að húfu. Síðan fór hann. Það leið rúmur hálfur þriðji tími þar til hann birtist á skrifstofu yfir- lögregluþjónsins og enn var hann hundblautur, skjálfandi af kulda, með tennurnar glamrandi í munninum, helkaldur og illa haldinn. — Tókst þetta hjá þér, Karl? spurði yfirlögregluþjónninn og var talsvert spenntur. Kalli Bjarna ætlaði að svara einhverju en tókst það ekki. Hann varð að láta sér nægja að kinka hressilega kolli. — Prýðilegt, Kalli! Við fáum greinilega góðan lögregluþjón úr þér! Hér með fel ég þér að sjá um hættustörfin það sem eftir er vetrar. Og þó þú lærir ekki annað af þeim en það að þú upp- götvir að líf lögreglumanns er annað og meira en eltingaleikur með blóðhundum á eftir ljóskum og varúlfum, þá held ég að vel sé að verið. — Já, herra yfirlögreglu- þjónn, tókst Kalla Bjarna að stama út úr sér. Síðan fór hann og var ekið heim í rúmið með bolla af kamillute í hönd. — Hvað ertu að gera þarna í löggunni? Kalli minn, spurði mamma hans áhyggjufull. í annað hvert skipti sem þú kemur heim ertu blautur eins og hundur dreginn af sundi. — Mér hefur verið falið mjög hættulegt starf, sagði Kalli Bjarna og ljómaði við tilhugsun- ina. — Kalli Bjarna er sá sem fer út á ísinn, í hvert sinn sem tjörnina leggur, með skilti þar sem á stendur: Varúðl lsinn er ótryggur, lögreglan! SPÁIÐ í ÁRIÐ 1983 Nú eru þær komnar á islensku, upplýsingarnar um lagnir og lestur úr TAROTspáspilunum. Eftirtalin spil fyrirliggjandi: RIDER OSWALD WIRTH ALEISTER CROWLEY O.FL. ÓTAL ERLENDAR BÆKUR. Aldrei meira úrval. Við sendum í póstkröfu. Hringið og látið okkur hjálpa ykkur við valið. Hjá Magna Laugavegi 15 Sími 23011 1. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.