Vikan


Vikan - 06.01.1983, Síða 42

Vikan - 06.01.1983, Síða 42
Auðvitað gerði ég allt öfugt í fyrstu. Skíðin virtust helst gædd eigin vilja og mikilli þrjósku í of- análag, þau heimtuðu aö fara miklu hraöar niöur þessa litlu brekku en ég sjálf var reiöubúin að gera. En Stephen var þolin- móöur og uppörvandi, og eftir hverja byltu brölti ég á fætur og pjakkaöi upp brekkuna til að reyna aftur. Mér hitnaði af erfiðinu og varð fegin aö setjast aftur á trjábolinn og hvíla mig stundarkorn. — Eg var búin að gleyma því, að það þýðir ekkert að hugsa rökrétt á skíöum, másaði ég. — Ég meina, það á að skjóta fram vinstri öxl- inni og flytja þungann í hægri fót, ef maður ætlar aö beygja til vinstri. Það er fullkomlega óeðli- legt! Stephen hló. — Hvaða vitleysa, þetta er jafneðlilegt og aö ganga á tveimur jafnfljótum. Hreinasti barnaleikur, þegar maöur hefur einu sinni náð tökum á listinni. Sjáðu bara hópinn, sem kemur þarna! Ein skíðabrautanna frá Kirch- walder Alm niður í dalinn lá utan í brekkunum, sem voru ætlaðar byrjendum. Oðru hverju komu skíðamenn þjótandi fram á milli trjánna, brunuöu niður hallann, stukku yfir járnbrautarteinana og hurfu niður hlíðina í átt til Inns- bruck. En Stephen var ekki aö benda mér á einn þeirra, heldur á hóp austurrískra barna, sem komu brunandi hvert á eftir öðru með nunnu í fararbroddi. Þaö var sannarlega sjón aö sjá þau, nunn- an hátíðleg í fasi, búningurinn flaksaöist um miðja kálfa, blæjan blakti fyrir vindinum, og sælubros lék um varirnar. Börnin, sem renndu sér hlæjandi og hrópandi í slóö hennar, voru af báöum kynj- um, svolitlir hnokkar, sem þutu yfir snjóinn á litlu skíöunum sín- um, eins og ekkert væri þeim eöli- legra. — Sjá þessi kríli, stundi ég öfundsjúk. — Furðulegt, hvaö þau geta orðið góð strax á þessum aldri, sagði Stephen. — Þú ert nú engu að síöur reglulega dugleg, Kate, þetta er alveg aö koma hjá þér. Þér hefur augljóslega verið kennt þetta vel frá upphafi. Reyndu nú aftur og mundu þaö, sem kennar- arnir eru alltaf að hrópa: Beygöu hnén! Lofsyrði hans skiptu mig sjálfa ekki miklu máli, en það gladdi mig Matts vegna, aö Stephen skyldi hafa tekið eftir því, aö mér hefðu verið kennd undirstööu- atriðin vel. Matt hafði kennt mér sjálfur í Aviemore, og ég hafði lagt hart að mér til að geðjast hon- um. Og nú var þetta allt aö rif jast upp fyrir mér, vöðvarnir tóku að vinna rétt, og þegar skíöin voru farin að hlýða mér, fannst mér sem jafnvel Matt hefði orðið hreykinn af mér. Eg einbeitti mér svo gjörsam- lega aö því, sem ég var að gera, aö sem snöggvast gleymdist mér, aö Matt var dáinn og ég var í Austur- ríki. Mér fannst ég stödd í Avie- more og maöurinn, sem með mér var, væri Matt. Hann renndi sér við hlið mér, meðan ég beygöi út og suður litlu brekkuna og hvatti mig óspart: — Svona já, alveg rétt — beygðu nú aftur til vinstri, þungann í hægri fót —■ svona já, þetta er gott — beygja hnén — og svo til hægri, þungann í vinstri fót, passaðu að krossleggja ekki skíöin — beygja hnén — gættu þín á þúfunni — váá, hjálp! Við duttum. Við flæktumst sam- an, eins og við Matt höfðum gert einu sinni. Eftir stundarkorn sett- umst við upp og greiddum úr flækjunni, spenntum af okkur skíðin, jusum snjó hvort á annað og byltumst hlæjandi í skjanna- hvítum snjónum, sem var þykkur og mjúkur eins og gæsadúnsæng. — Ég var himinlifandi yfir að hafa komist næstum því niður brekk- una, áður en ég datt, en of heitt í skíðabúningnum mínum og of þreytt eftir áreynsluna til að standa á fætur. Ég lá því kyrr og brosti til mannsins, sem lá viö hliöina á mér. Hann brosti líka og glettist viö mig, augu hans ljóm- uöu, hann andaði hálfopnum munni. Svo fölnaði bros hans. Hann kipraöi augun, andardráttur hans varð örari. Hann beygði sig yfir mig logandi af þrá. Eg tók hiklaust á móti honum. Osjálfrátt hafði ég sefjaö sjálfa mig svo fullkomlega, að ég gat vel ímyndaö mér, að þessi maður væri í rauninni Matt, og ég mætti vörum hans meö allri þeirri ástríðu, sem hlaðist haföi upp innra með mér síðustu mánuöina. Og skildi samstundis, að þetta var annar maður. Engir tveir menn kyssa eins. Ég sneri til höföinu og reyndi að víkja mér undan, en Stephen hélt mér fastri. Rauögulliö hár hans bar viö bláan himininn. — Hvað er að? muldraöi hann. Hann var þvoglumæltur eins og drukkinn maður. Auðvitað gat hann ekki skilið, hvaö hafði gerst. Hann gat ekki vitað, að ég haföi kysst hann ein- göngu vegna þess að ég þráði Matt. Hann virtist ringlaður, særður. Hann færði sig treglega frá mér. — Hefuröu andúö á mér? spurði hann. Eg lyfti hendinni og snart lag- legt andlit hans. — Auðvitað ekki, ansaöi ég döprum rómi. — Mér þykir fyrir því, en það er bara. . . Hann þaggaði niöur í mér. Og í þetta sinn var enginn efi í huga mér. Þetta voru ekki varir Matts, heldur Stephens. Það var einkennileg reynsla fyr- ir mig að kyssa annan mann en Matt. Ég hafði ekki ætlaö mér það, né heldur langað til þess. Eft- ir dauða Matts var því líkast sem ástríöur mínar þornuðu upp. Ég hafði gert því skóna, aö ég væri einfaldlega dauö úr öllum æöum. Nú varð mér ljóst, aö sú var ekki raunin. Ég svaraði kossum hans. Fyrst varfærnislega, eins og ég væri að prófa mig áfram, en því næst með slíkum ákafa, að mig furðaöi á því sjálfa. Þaö skipti mig ekki lengur máli, hvern ég var aö kyssa. Ég var ekki dauð. Ég var lifandi! Ég þurfti óyggjandi sönnun fyrir því, og það gilti einu, hver varð mér úti um hana. Ég þrýsti Stephen fast að mér, ekkert skipti mig máli þessa stundina annað en vitneskj- an um það, að ég var á lífi. Hann varö undrandi og frá sér numinn. — Ó, Kate, muldraði hann andstuttur. — Kate, ástin mín. . . Þá kom ég til sjálfrar mín. Ég ýtti honum frá mér og settist upp. Astríöuofsi minn olli mér áhyggj- um, og ég blygðaðist mín fyrir að hafa leitt Stephen á villigötur. Hann hélt um axlir mér og hendur og sagði mér, aö hann hefði langað til að kyssa mig kvöldið áður, en ekki þorað að vona, að ég kærði migumþað. Ég kippti að mér höndunum. — Nei, Stephen, sagði ég. — Ég vil ekki — ég get ekki... Eg fór aö gráta. Það var erfitt í fyrstu. Eg haföi svo lengi haldið aftur af tárum mínum, aö fyrst grét ég aðeins þurrum, höröum ekkasog- um. Stephen reyndi að faöma mig aö sér. — Gráttu ekki, sagði hann. — Gerðu það, gráttu ekki. Ég lofa því að sýna þér þolinmæði. Ég veit, aö þú elskaðir Matt, en þú 42 Víkan I. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.