Vikan


Vikan - 06.01.1983, Síða 43

Vikan - 06.01.1983, Síða 43
getur ekki syrgt hann aö eilífu. Þú verður aö lifa í nútíöinni. Og þú vilt þaö, þú getur ekki neitaö því, ekki eftir aö hafa kysst mig eins og þú gerðir. Eg hristi höfuöið. — Nei, þú hef- ur algjörlega misskilið mig. Þaö er ekki þetta, sem ég vil. Leyfðu mér aö vera í friöi, Stephen. Ef til vill var hann aðeins að byrja að skilja, en þrákelknin skein úr svip hans. — Allt í lagi. Ég skil. Þú óttast endurtekningu á sambandi ykkar Matts. En mér dytti aldrei í hug aö biðja þig aö búa meö mér í óvígðri sambúð. Ég hef alltaf ætlað mér aö giftast, ég hef bara ekki efni á því sem stendur, ekki fyrr en ég er búinn með doktorsritgerðina. Ef tilfinn- ingar okkar veröa óbreyttar í lok þessarar viku, skal ég koma til Englands eins fljótt og ég get, og við getum gert framtíöar. . . Ég æpti á hann. Það virtist eina leiðin til að koma honum í skilning um vilja minn. — Nei, Stephen! Þetta voru mistök. Ég ætlaöi aldrei að kyssa þig, ég er ekki hrif- in af þér, og mér dytti aldrei í hug aö giftast þér. Ég vil ekki einu sinni hitta þig framar. Farðu og láttu migífriði! Ég fleygði mér á grúfu í snjóinn, gróf andlitið í höndum mér og grét beiskum tárum. Ég var ekki að gráta yfir Matt. Eins og Stephen — og Jon Becker — höfðu ráðlagt mér, hafði ég loksins sætt mig við' þá staðreynd, að Matt væri dáinn. Mér fannst ég vöknuð af löngum svefni og reiöubúin að hefja nýtt líf. En þetta var ekki eins og í ævin- týrunum. Ég var Stephen þakklát fyrir að vekja mig til lífsins, en ég elskaði hann ekki fyrir þaö. Ég gat ekki einu sinni hatað hann. Nei, það sem olli sorg minni var, að ég skyldi hafa kysst hann án þess aö meina nokkuð með því. Ég grét yfir tómleikanum í hjarta mínu, sem loksins hafði þiðnað. Níundi kafli Ég lá í snjónum, þangað til mér var farið að kólna. Þá reis ég á fætur og þrammaði döpur í bragði aftur inn í þorpiö. Stephen beið eft- ir mér á veginum, ráðvilltur og vansæll á svipinn. Ég yrti ekki á hann, en hann lötraöi á eftir mér alla leið til Alte Post meö skíðin okkar beggja á öxlunum. Phil var kominn af skíðum, og þau Rosemary voru á leið í borð- salinn að fá sér hádegisverð. Rosemary brosti, þegar ég birtist, svo flýtti hún sér til mín með áhyggjusvip. — Það hefur þó ekki eitthvað komið fyrir þig rétt einu sinni? Þú — ó, Kate, þú lítur hörmulega út. Er þaö ekki, Phil? Hvað er að? Hvar erStephen? — Hér úti, ansaði ég. — Æ, hamingjan góða. . . Rosemary skildi strax. Hún lagði handlegginn um herðar mér. — Ef þig langar aö tala um það, skal ég gjarna hlusta, en ef þú kærir þig ekki um þaö, skal ég einskis spyrja. Vesalings Kate, þú færö sannarlega að reyna sitt af hverju. Komdu með okkur og fáðu þér heita súpu, þér líður betur, þegar þú ert búin að ylja þér. Ég hristi höfuöið. Mig langaði í súpu, en ég treysti mér ekki til að afbera návist hinna nýgiftu, eins og nú stóð á. — Nei, þakka þér fyr- ir, ég hef ekki lyst á neinu. En þaö er nokkuð, sem þiö gætuö gert fyr- ir mig, ef ykkur væri sama. Ég sagði Stephen að koma sér burtu, en hann virðist halda, að ég meini það ekki, svo að ég verö að stinga hann af. Hann býst áreiöanlega við, að ég ætli að fá mér hádegis- verö hér, en í rauninni ætla ég til Innsbruck. Mér finnst ég verða aö komast burt frá Kirchwald, ég ætla að líta í búðir til að reyna að dreifa huganum. Ég væri mjög þakklát ef þið tefðuð fyrir honiun, létuö hann halda, aö ég ætlaði bara að skipta um föt, áður en ég kæmi til hádegisverðar. Phil rétti úr sér og strauk yfir- skeggiö. — Auðvitað, Kate. Viö viljum svo gjarna hjálpa þér. Eft- ir því sem Rosemary segir, hef- urðu fengiö þinn skerf af erfiöleik- um, þótt þessi svokallaöi vinur þinn bæti ekki gráu ofan á svart. En ertu viss um, að þú viljir fara ein til Innsbruck? Við ætlum að fara þangaö seinna. Ég var þeim þakklát fyrir alla vinsemdina, en það eru nú tak- mörk fyrir því, hvað hægt er að notfæra sér góðmennsku fólks. Ég bað Phil að fylgja mér út í dyrnar. Stephen stóð hinum megin torgs- ins, lúpulegur og niðurdreginn. Eg arkaði niður sundið til herbergis míns og sá út undan mér, að Phil gekk til móts viö Stephen. Þá var sá kafli á enda. Ég haföi sært stolt Stephens, en hann yrði fljótur að jafna sig, enda hafði mátt skilja Jon Becker svo, aö hann skorti ekki vinstúlkur í Inns- bruck. Hvað sjálfa mig snerti, reið nú mest á að reyna aö bjarga því, sem eftir var af dvöl minni í Aust- X. tbl. Vlkan 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.