Vikan - 06.01.1983, Síða 62
\
\
\
Hann Ahmed
frá Alsír
Þessi ágœti maður sendi
okkur bréfum daginn og bað
um íslenska pennavini,
stráka og stelpur. Hefur
aldrei komið til Islands en
hefur mikinn áhuga á landi
og þjóð. Hann heitir
Chaovat Ahmed, er 24 ára,
1,75 sm á hœð með dökkt hár
og hnetubrún augu. Hann
hefur mestan áhuga á ferða-
lögum, íþróttum, dýralífi,
lestri og tónlist. Og nafn og
heimilisfangið er Chaovat
Ahmed, 43A, Rue des Fréres
Sidi Moussa MeO, z
Bovfarik (W. Blida) Algeria.
Um stjörnu-
merki
Pósturinn hefur margtek-
ið fram að hann getur ekki
svarað í hverju bréfi hvaða
stjörnumerki eiga vel sam-
an. Hins vegar birtist af og
til í Vikunni efni um þessi
mál og má benda á 6. tbl.
1981 íþví sambandi. Póstin-
um barst smáyfirlit al-
menns eðlis um stjörnu-
merki og ýmis einkenni
þeirra og birtir hér til að
koma til móts við lesendur:
Stjörnumerki skipta
mönnum í tólf flokka sem
hver um sig hefur sérstök
einkenni, en til að fá ná-
kvæma mynd af því hvaða
stjörnumerki hefur mest
áhrif á hvern einstakling
nægir ekki alltaf að miða
við fæðingardaginn einn.
Mjög margir þekkja
reyndar það sem einkennir
ljón, meyjar, bogmenn eða
einhverja aðra í stjörnu-
merkjahringnum (dýra-
hringnum). En stundum
þarf nákvæma fæöingar-
stund til að geta greint
hvaða merki ráða mestu
um mótun einstaklings, þá
geta til dæmis naut verið
með margar plánetur í tví-
bura (sem er mjög ólíkt
merki) því það að menn
séu naut segir ekki annað
en að þeir séu fæddir þegar
sólin var í nautsmerkinu.
Aðrar plánetur koma þá
ekki til tals. Merkin eru því
leiðsögn, því sólin er talin
sterkasta afliö af þeim sem
stjörnuspekingar spá í, en
engin vissa er fyrir því að
menn beri einkenni síns
merkis.
Stjörnumerkjunum er
skipt í tvennt, jákvæö og
neikvæð til skiptis. Hrútur-
inn jákvæður, nautið nei-
kvætt og svo framvegis
allan hringinn. Margir mis-
skilja þetta og halda að
fólkið í merkjunum sé já-
kvætt eða neikvætt en svo
einfalt er málið bara ekki.
Eina vísbendingin sem
þetta gefur er að jákvæðu
merkin séu líkari innbyrðis
og neikvæðu sömuleiðis.
Hver treystir sér líka til að
dæma hvað er neikvætt og
hvað jákvætt? Síðan er
merkjum skipt í þrjá
flokka eftir því hvort þau
eru höfuðmerki (cardinal),
ákveðin (fixed) eða breyti-
leg (mutable) og raðast frá
hrúti sem er höfuðmerki.
Sumir hafa glapist á að líta
á þetta sem einhver stikk-
orð um merkin, en því
miður, það er alls ekki
hægt!
Loks er merkjunum skipt
eftir höfuðskepnunum fjór-
um og það er táknrænt,
hrúturinn eldmerki, nautið
jarðmerki, tvíburinn loft-
merki, krabbinn vatns-
merki og svo framvegis og
einnig hér er erfitt aö al-
hæfa eins og allt of oft er
gert.
Höfuðskepnunum eru
gefin ákveðin persónuein-
kenni en auövitað er frá-
leitt að fara út í enn grófari
flokkun á mannkyninu,
allir eru breytilegir og hafa
persónueinkenni hver úr
sinni átt. Þeir sem alvar-
lega spá í stjörnuspeki var-
ast svona einföldun en nýta
sér þessa vitneskju í tengsl-
um viö annað. Hvert ein-
asta einkenni sem fylgir
merkjunum eða merkja-
flokkunum getur bæði verið
til góðs eða ills og fer mikið
eftir því hvernig fólk nýtir
það sem það fær í vöggu-
gjöf. Það er kannski orðið
of oft sagt en skal þó árétt-
að enn einu sinni að hver er
sinnar gæfu smiður —
stjörnurnar gefa bara
vöggugjafir.
— Pósturinn getur svo
bætt því við að mjög mis-
jafnt er hvort menn leggja
yfirleitt trúnað á það sem
sagt er um stjörnuspár, en
það sem hér á undan fer
miðast við að menn taki
eitthvert mark á þeim —
það verður hver og einn að
gera upp við sig.
Vinningshafar
lukkuplatan '82—47
Hljómsveitin sem spurt var um heitir Jonee Jonee.
Þór Gunnarsson, Hörpulundi 4, 210 Garðabæ.
Elisabet Reynisdóttir, Kolbeinsgötu 45, 690 Vopnafirði.
Gunna B. Þorsteinsdóttir, Lundarbrekku 6, 200 Kópavogi.
6Z Vikan X.tbl.