Vikan


Vikan - 19.05.1983, Side 31

Vikan - 19.05.1983, Side 31
1 I < Eddie Grant A árunum 1968—1971 var hljómsveitin The Equals vinsæl í Bretlandi og víðar. Hljóm- sveitin gerði þrjú lög vinsæl og er Baby Come Back þekktast þeirra. Eftir 1971 hvarf hljómsveitin sporlaust og enginn vissi hvað varö af meölimunum fyrr en um 1978, að einn þeirra kom fram á sjónarsviðiö á ný undir eigin nafni. Þaö var Eddie Grant og lagið Walking on Sunshine ýtti honum í frandínu poppsinsá ný. Eddie Grant er frá Suður-Ameríkuríkinu Guayana. Hann fluttist ungur aö arum til Bretlands og geröist tónlistarmaður, en nuna er hann fluttur til Vestur-Indía. Hann byr a eynni Barbados, lítilli eyju meö svipaöan íbúafjölda og Island. Þar hefur hann komiö sér upp stúdíói, einbýlishúsi og öörum þægindum og býr til músík. Stúdióiö heitir Blue Wawe og þykir mjög vandaö, er eftirsott af frægum músíköntum. Þaö var groöinn af laginu Walking on Sunshine sem geröi honum kieift aö koma sér svo vel fyrir. Síöan þaö lag varö vinsælt hefur hann átt fleiri vinsæl lög, til dæmis alveg nýlega Electric Avenue af samnefndri breiðskífu og I Don’t Wanna Dance. Eddie segir aö lykillinn aö vinsældum hans sé sá aö hann geri allt sjálfur. Hann spilar á öll hljóðfæri sem nai.ösynleg eru, semur og útsetur öll lögin algjörlega sjaifur og tekur einnig upp og hljóðblandar á eigin spýtur. Hann notar þó stundum aöra hljoð- færaleikara en þá veröa þeir aö hlýöa skipun- um hans til hins ýtrasta, annars fá þeir um- svifalaust farseðil frá Barbados. Sumir segja hins vegar aö lykillinn ai vinsældum Grants sé þaö aö vera mannlegur. Margir svartir söngvarar eru mjög politiskir, bundnir af því að þeir eru svartir i heimi sem stjórnaö er af hvítu fólki. Eddie leyfir tilfinningum sínum aö komast óhindraö a framfæri, hann er stundum svartsynn, stundum bjartsýnn. Tónlist hans er ættuö fra Vestur-Indium en blönduð popptónlist hvita mannsins. Sumir myndu kalla þetta argasta disko, en hvaö er aö þvi aö spila goða dansmúsik? l

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.