Vikan


Vikan - 29.12.1983, Side 18

Vikan - 29.12.1983, Side 18
gera enn, ljóðabækurnar í stærra upplagi en gengur og gerist og skáldsögurnar í risaupp- lögum og hafa auk þess verið þýddar á fjöl- margar tungur. Beautiful Losers (1966), sem er þeirra þekktust, hefur veriö þýdd á 12 þjóðtungur og er nú námsefni í bókmenntum sjöunda ára- tugarins við háskóla víða vestanhafs. Kvikmyndafyrirtæki í Toronto, Blue Memorial Video Ltd., er að kvikmynda fyrstu skáldsöguna, Favorite Game, og hefur lokið tökum á hálftíma söngleik eftir Cohen og fleiri, I am a Hotel. Cohen leikur einnig í því verki og á aöild að kvikmyndafyrirtækinu. Ljóðskáldið, rithöfundurinn, kvikmynda- gerðarmaðurinn, söngvarinn og leikarinn frá Newport, Nashville og Mariposa er eldhress og vel lifandi og býr í Frakklandi, Grikklandi, Los Angeles og Montreal. Hann á erindi við níunda áratuginn ekki síður en þann sjöunda. Leonard Cohen býr nú í Montreal í húsi frá aldamótunum. Hann hefur nýlega látið gera það upp og býr sjálfur á þriðju hæð í hvítri íbúð, bjartri og rúmgóöri með aðeins allra nauðsynlegustu húsgögnum úr furu. Hann er sjálfur álíka fábrotinn í útliti, línurnar þó mýkri. Hárið er liðað, lítillega farið að grána, rúllukragapeysan svört, sömuleiðis bux- urnar, skórnir léttir. Allt heldur snjáö. Hann er tæplega 1,85 á hæö, hefur þyngst um 10 kíló síðan á sjöunda áratugnum þegar hann var rótlaus og alltaf á ferðinni. Augun letileg og drættirnir út frá arnarnefinu hafa dýpkað. Fjörutíu og átta ára lífsbaráttan hefur sett mark sitt á Cohen en brosið er bjart og barns- legt þegar hann fitlar við gítarinn. Hann hefur ekki leikiö á hann árum saman en fingraförin í rykinu glansa á þessum hlut sem minnir á konu. Cohen er nýkominn frá Los Angeles og enn upptendraður eftir að hafa verið að taka upp nýju plötuna. Spoken songs er hún nefnd, í bili að minnsta kosti. Tónlistin er ný, spennandi og hann langar að spila hana fyrir nýja áheyr- endur. Tvíræð og dulúðug lög hljóma í hvítu herbergi í morgunskímunni. Nefmæltur hreimur frá Nashville er horfinn og sömu- leiðis Big Beat-takturinn. Djúp röddin hljómar óþvinguð og í stað rámu næstum ósiðlegu raddarinnar er kom- inn ákafi og gleði sem minnir á trúarsöngva. Cohen heldur því fram að líf hans sé þróun frá fáfræði til meiri fáfræði. Innblásturinn konur, söngur og eilífðin. I nýjustu lögunum víki konurnar úr fyrsta sæti fyrir eilífðar- málunum en með hrekkjalómsbrosi segist hann nú enn halda sig viö konurnar líka. Hann hefur birt þjáningu og ákafa gleöi í söngvum sínum í 15 ár og það hefur verið hans aðalstarf. „Mér hefur alltaf fundist ég vera forréttindamanneskja þegar ég er á sviöi. í þrjár eða f jórar stundir samfellt leikur maður meö tónlistarmönnum og á tilfinningar fólksins og maður kemst í svo náið samband við umhverfið að maður losnar frá sjálfum sér. Þaö veitir manni fullnægju að geta komið einhverju á framfæri líkt og ég ímynda mér að læknir sem hefur hjálpaö barni í heiminn finni.” En bak við þessa töfra er blákaldur veruleikinn: Cohen hélt 60 hljómleika á þrem mánuðum í seinustu hljómleikaferð um Evrópu og strax á eftir 40 hljómleika á tveim mánuðum og end- aði á 15 hljómleikum á þrem vikum í Ástralíu. „Þetta er nauðsynleg þolraun. Súpa, pulsur og franskar, frídagurinn í leit að þvottahúsi. Sem betur fer er ég alltaf eins klæddur á sviði, í svart, og einnig í flugvélum.” Þó Leonard Cohen sé eirðarlaus einfari í eðli sínu virðist hann vera orðinn þreyttur á þeytingnum núna. Hann leitar í auknum mæli til Montreal. Þar fæddist hann 21. september 1934 og nú togar fæðingarborgin í hann. Meir en gríska eyjan Hydra þar sem hann á sér einnig heimili. Meir en Frakkland þar sem börnin hans tvö búa með móður sinni. Meir en Los Angeles þar sem andlegur lærifaðir hans hefst við á tindi Baldifjalls, Cohen á íbúð í borginni. Hann á sinn gítarinn á hverjum stað, rafmagnsgítar í Los Angeles. Besti vinur Cohens, Morton Rosengarten myndhöggvari, býr handan viö hornið á heimili Cohens í Montreal. Þeir voru saman í skóla, kallaðir Rosenkrantz og Gildencohen. Nágrannar og spiluðu saman á trombónu og klarínettu í Westmount-skólanum, voru her- bergisfélagar í McGill háskólanum. I fyrstu skáldsögu Cohens er besti vinur sögu- hetjunnar nefndur Krantz. Stundum finnst manni að Leonard Cohen, farandsöngvarinn með þjáninguna utan á sér, líti um öxl og leiti að sjálfum sér með því að gá hvar Rosenkrantz sé. Þegar Cohen er í Montreal hittast þeir Rosenkrantz oft á dag og fá sér kaffi í Cookie, litlu kaffihúsi sem var kallað „Cookie’s” áður en lög um jafnrétti frönsku á við ensku neyddu gyðinginn sem á staðinn til að láta essiö flakka. Blátt vínilklætt afgreiðsluborð, kringlóttir kollar, kælir með 7-UP, fornfálegur kassi og kraumandi súpupottur úr áli minna á fimmta áratuginn, en hér er Leonard Cohen samt ekki kominn alla leið heim. Þetta er The Main (aðalhverfið), innflytjendahverfið í Montreal þar sem föt eru seld af búkkum á gangstéttum og fiskurinn úr börum. Þegar Cohen gengur um göturnar þarna á ódýrum strigaskóm, eins og sóöalegur rabbíi að líta á söfnuðinn, er hann vitlausu megin við Mount Royal. Hann er ættaður frá miðju Westmount-hverfinu, úr húsi þar sem feðraveldi ríkti og fólk hafði efni á þjónustustúlku. I þessari gyðingafjölskyldu áttu menn málmbræðslufyrirtæki, fatagerð, olíufyrirtæki og kornvinnslu. Fööurafinn, Lyon Cohen, var meðal stofnenda síonista- hreyfingarinnar í Kanada, sambands gyðinga, Frjálsu hebresku lánastofn- unarinnar í Montreal og fyrsta tímarits gyöinga á ensku í Norður-Ameríku. Móður- afinn, Solomon Klonitzki-Kline, var kallaður konungur málfræðinganna og skrifaði fræði- rit. Við hátíöleg tækifæri var faðir CohenS 18 ViKan 52. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.