Vikan


Vikan - 29.12.1983, Page 20

Vikan - 29.12.1983, Page 20
MEÐJUDY COLLINS __ stoppað nasistana með söngnum einum saman.” Á háskólaárunum á McGill í Montreal voru Cohen og Rosengarten í slagtogi við sósíal- ista, listamenn og bóhema, aðallega til að drekka og hitta stelpur. „Þegar ég var níu eða tíu ára kyssti mig stúlka á ennið á sumar- kvöldi. Spenningurimi yfir því sem gerðist og hefði getað gerst var guðdómlegur og skelfi- legur, og ekkert komst í hálfkvisti við hann nema ef til vill hokkí. Okkur hungraði í hið forboðna — tillit á kaffihúsum æsti upp þorst- ann í kynlífið.” Bitrar ástir og göfgi söngsins leiddi Cohen í ljóðlistina. Ljóðskáldið Louis Dudek vann með hópi stúdenta að ljóðabókaflokki á vegum háskólans. Fyrsta bókin sem gefin var út var eftir Cohen, Let Us Compare Mythologies (1956). Hann kostaði útgáfuna sjálfur og það var 400 Kanadadollara útgerð. Allt upplagið, 500 eintök, seldist fyrirfram. Með ljóðlistinni var hann forseti sambýlis gyðinga í skólanum og pattaralegur, sjálf- lýsandi piltur i samkvæmisjakka með stúlku upp á arminn. Árið 1955 útskrifaðist Cohen með burtfarar- próf í listum og miðlungseinkunnir, nógu háar þó til að komast í Columbiaháskólann í New York út á ljóðabókina. Eftir ársdvöl þar sneri hann aftur til Montreal og vann við frétta- mennsku við CBS, skrifaði smásögur og spilaði með The Buckskin Boys í safnaðar- heimilum. Einnig fór hann með ljóð meö jass- hljómsveit Maury Kaye. Fjölskyldan hafði ætlað honum að taka við fyrirtækinu en þar kom aldrei til alvarlegrar togstreitu. „Mamma átti til að andvarpa og skæla svolítið, frændurnir reyndu aö hafa áhrif á mig en ég átti að taka og tók ákvörðunina sjálfur.” Fyrirtækið lagði upp laupana en Cohen gerir það gott — kaldhæðni örlaganna. 1959 fékk Cohen tvö þúsund dollara styrk frá landstjóranum í Kanada. Hann hélt til London til að vinna að ljóðabókinni The Spice Box of Earth og frumdráttum að skáld- sögunni The Favorite Game. Hann ráfaði um göturnar í þokunni eftir að hafa skrifað kvót- ann sinn, 3 síður á dag. Hann þráði „konur, söngva, guð og brosandi andlit”. Hann reikaði um hverfið þar sem stúlka frá Montreal bjó. Þau höfðu einu sinni verið saman. Dag nokkurn kom hann auga á hana. „Hún leiddi eitt barn, annað var í kerru, ég held hún hafi verið ólétt. Hún hafði ekki beðið.” Á Park Avenue í Montreal er grískur bar sem heitir Skala. Þar drekkur Cohen bjór, borðar grískan mat og fer í krók við karlana. Mótsögn við annaö í lífi Cohens. Öbrotinn staður sem stúdentar og listamenn sækja. Sjötti áratugurinn lifir þar enn. Á karla- klósettinu er krot kennt Cohen. Drungalegan dag árið 1959 var Cohen á rölti i London. Þaö hafði rignt í þrjár vikur og hann hafði vaknað meö tannpínu. Fjögurra tíma þolraun hjá tannlækni varö Cohen um megn. „Það var eins og þeir væru að bora eftir olíu.” Hann gekk fram hjá grískum banka, sá sól- brúnan mann með sólgleraugu. Cohen gekk inn í bankann og spurði hvernig væri í Grikklandi. „Það er vor,” svaraði maðurinn. Daginn eftir flaug Cohen til Aþenu. Hann keypti sér hús á eyjunni Hydra fyrir 1.500 dollara og ákvað að lifa á 1000 dollurum á ári. „Það var fátækt, en eftir því sem ég hef orðið ríkari hef ég horfið til fábreyttara lífs. Ég naut sólar, góðs matar, fallegs heimilis og félaga.” Hún hét Marianne Ihlen. Nýskilin við norskan rithöfund og bjó með ungum syni sínum. Þau bjuggu saman í átta ár, hún blés honum söngandanum í brjóst og varð ódauðleg í söngnum So long Marianne. „Hún var dásamleg kona, vitur og ljúf. Við lifðum lífinu saman á óbrotinn hátt.” Þetta tímabil var frjótt. Ljóðabókin Flowers for Hitler, hárbeitt og pólitísk, kom út 1964 og skáldsagan Beautiful Losers 1966. Nöpur saga sem hafði áhrif á heila kynslóð höfunda. „Ég vann úti við, hélt stift áfram í skjanna- birtu og það var erfitt eneðlilegt.” Cohen vann upp í 20 stundir á dag og var eins og beinagrind að sjá þegar hann lauk við Beautiful Losers. Hann örmagnaðist á leið heim af ströndinni á Ios og sjómennimir urðu að reiða hann á asna heim í húsið hans. „Það var á sama tíma og storkamir námu land á Hydra. Himinn myrkvaðist og mér f annst mér vera borgið. ’ ’ 1962 sneri Cohen um stund vestur um haf með Marianne og tók upp veikan þráðinn sem country-western söngvari. Fór til New York og Nashville fyrir lánsfé og kynntist þar end- urreisninni í þjóðlagasöng, sem náði hápunkti með Joan Baez og Bob Dylan. Judy Collins söng eitt af lögunum hans inn á plötu: Suzanne. Á Newport Folk Festival, 1967, komst hann á bekk með Baez og Pete Seeger. í kjölfarið komu plöturnar Songs of Leonard Cohen (1967) og Songs of a Room (1969). Hljómleikaferð 1970 varö sigurför og blöðin, allt frá Rolling Stone til Vogue, hylltu hann. Hann ítrekaöi sérstöðu sína, kímni sem braust gegum þjáninguna. Og konurnar flykktust um hann. „Á gistihúsi í Florence voru hundruð stúlkna komnar klukkan 7 um morgun til að hylla hann. Flestar með risa- stóra blómvendi. En það slitnaði upp úr sambandinu við Marianne. Fjarvistir og ný kona réðu þar mestu um. Suzanne Elrod, dökk og áköf, 21 árs, frá New York, varð konan í lífi hans í heilan áratug frá 1969. „Hún vildi öruggt heimili, ég ekki. Seinna snerist þetta við og ég man nákvæmlega hvenær það gerðist. Ég sat við borð með Suzanne og bömunum og sagði við sjálfan mig: Það er þetta sem ég vil, þetta er meira en ég á skilið. Vinirair lýsa Suzanne sem kletti og Cohen sem flöktandi strái. Irving Layton segir að hún hafi verið nógu viljasterk til að fá Cohen til að láta að stjóra. Marianne hafi verið líkari Cohen og ekki viljað binda 20 Vikan 52. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.