Vikan - 29.12.1983, Page 23
^Elsku Egnnie
sýna mér, sagöi hann, og smágöngutúr fyrir hádegisverð gæfi okkur
góða matarlyst.
Jæja, við gengum eftir klettastígnum um stund, hönd í hönd, eins og
ástarfuglar, þangað til við komum að staðnum þar sem útsýnið var svo
stórkostlegt. Það sést ekki nógu vel frá stígnum, sagði Ronnie. Þaö er
miklu betra að fara alveg að bjargbrúninni.
Hann hjálpaði mér í gegnum vírgirðinguna og sýndi mér hvar best
væri að standa til að ég gæti séð víkina fyrir neðan bjargið. Ég yrði að
halla mér ansi mikið áfram til að sjá það, sagði hann, en hann hélt í mig
svo að ég var örugg.
Jæja, einmitt þegar ég hallaði mér þannig áfram, með Ronnie fyrir
aftan mig, hlýtur eitthvað að hafa hrætt hann, fugl flogiö yfir eða hávaði
eða eitthvað, vegna þess aö hann færði hendina snögglega og fóturinn á
mér rann til og ég datt.
Auðvitaö reyndi Ronnie að bjarga mér, aumingja drengurinn. Hann
ætlaði að grípa í peysuna mína en náði ekki almennilegu taki og það eina
sem það gerði var að ýta mér fram af brúninni. Þú getur ímyndað þér
hvað hann varð miður sín við að sjá mig hrapa svona beint niður bjarg-
iö, fallið hlýtur aö hafa veriö í það minnsta þrjú hundruð fet. Það var
hræöilegt; hann var miður sín af sorg, skalf og neri saman höndunum.
Eftir um það bil fimm mínútur róaðist hann aðeins og hljóp í burtu til
að finna símaklefa. Lögreglan og sjúkraliðið kom, en auðvitað var það
orðið of seint. Þeir breiddu teppi yfir líkama minn og létu hann inn í
sjúkrabílinn. Ronnie sat og grét við hliðina á mér. Ég kenndi svo í
brjósti um hann, ég hafði eiginlega ekki tíma til að hafa áhyggjur af því
að ég væri. . . . þú veist, dáin. Þegar ég fór að hugsa um það var ég búin
að venjast því. Ég hafði — líkami minn á ég viö — hafði verið jarðsett
þá.
Jarðarförin var þokkaleg, ekki íburðarmikil vegna þess að Ronnie
trúði ekki á það að sýna innri sorg sína, eins og hann orðaði það. Hann
bað jaröarfararstofnunina að hafa þetta mjög einfalt.
Hann var svo leiður og sorgmæddur. Hann hafði engar fjárhagslegar
áhyggjur eftir aö erföaskráin hafði verið lesin — reyndar hafði hann nóg
til að lifa góðu lífi þaö sem eftir var ævinnar, með peningana mína og
trygginguna og húsið og allt. En það var ekki spurning um fjárhag —
hann hafði misst mig og ekkert gat bætt fyrir þaö. Hann reyndi margar
aðferðir til að sefa sorg sína. Hann réð til sín þjónustufólk til að hugsa
um sig — hann var svo hjálparvana án mín — og breytti húsinu, gerði
það mjög glæsilegt, svo það minnti hann ekki alltaf á mig. Og hann fór út
á hverju kvöldi, á næturklúbba og í samkvæmi og fór í nokkrar reisur til
landa eins og Bahama.
Allir hljóta að hafa haldið að hann væri virkilega hamingjusamur en
auðvitað þekkti ég hann Ronnie minn betur en það. Ég vissi að hann
þjáðist.
Jæja, eftir að hafa hugleitt það í langan, langan tíma fékk ég frábæra
hugmynd. Hvernig væri ef ég gæti einhvern veginn fært Ronnie yfir til
mín? Það þýddi auðvitað að ég yröi að skipuleggja . . . ótímabæran
dauða hans, en hann hafði oft sagt mér að hann vildi heldur vera dáinn
en vera án mín.
Ég þurfti þó nokkra þjálfun áður en ég náði valdi á því aö stjórna
föstum hlutum. Ég byrjaði á litlum hlutum, lét bréf fjúka af skrifborð-
inu og slökkti ljós, síðan tók ég að færa stóla frá einu herbergi til annars
og lét rúmið sveima yfir gólfinu — það var bara gaman.
Eftir þaö fannst mér ég vera tilbúin aö reyna lukku mína á Ronnie.
Ég vildi ekki meiða hann of mikið, aöeins færa hann yfir á góðan og vel-
viljaðan hátt. Jæja, ég reyndi allt. Ég tæmdi pakka af svefntöflum út í
viskíið hans, en af óheppni glopraöi hann því öllu yfir nýja, persneska
teppið áður en hann gat drukkið það. Þá reyndi ég að kæfa hann meö þvi
að skrúfa frá gasofninum í herberginu hans þegar hann svaf. Þjónninn
hans kom inn og eyðilagði það fyrir mér.
Að lokum varð ég aö reyna eitthvað ofbeldiskenndara. Ég lét ljósa-
krónur falla á hann, ýtti honum niður stigann, hlóö og skaut af einni af
byssunum hans meðan hann reyndi að hreinsa hana, lét gólffjalir hrynja
og vörubíla sveigja í átt til hans. En hann lifði það allt af.
Auðvitað komst hann ekki hjá því að taka eftir því að eitthvað
grunsamlegt var að gerast. Ég á við, eftir sextíu og tvö næstum bana-
slys á tveim mánuðum tækir þú líka eftir því. Er það ekki? Að þessu
loknu var hann orðinn ein taugahrúga. Hann rak allt þjónustufólkið og
læsti sig inni í svefnherberginu sínu. Ég kenndi svo í brjósti um hann,
vesalings drenginn. Þarna sat hann á rúminu í skothelda vestinu, meö
öryggishjálminn á höfðinu og teppi dregið upp að höku, umkringdur guð
má vita hverju — byssum, krossum, neyðarmatvælum, sjúkrakössum
— og las um hvernig á að bregðast við ef kjarnorkustyrjöld skellur á.
Hann hrökk við í hvert sinn sem klukkan tifaði og varö hvítur sem snjór
ef marraði í gólfinu.
Ég gat ekki afborið að gera honum meira mein, hann virtist vera svo
glataður, hræddur og hjálparlaus. Ég geri eina tilraun enn, hugsaöi ég
með mér, og ef það gagnar ekki læt ég hann í friði. Svo ég settist á end-
ann á rúminu, horfði á hann og reyndi aö hugsa upp eina leið enn til að
færa hann yfir. Og að lokum datt mér það í hug.
Ég vissi að aumingja Ronnie hafði viökvæmt hjarta (áreiðanlega enn-
þá viðkvæmara þá en það var áður). Hann var alltaf að taka töflur viö
því en ég sá engar hjá rúminu hans. Jæja, ráðstöfun mín var eitthvað á
þessa leiö:Hvernig væri ef mér tækist einhvern veginn að birtast honum
(holdi klædd, held ég að það sé kallað) við enda rúmstokksins? Þá gæti
áfallið viö að sjá elskuna sína standa þar vitandi að ég var dáin og grafin
— þá gæti þaö kannski valdið hjartaáfalli.
Svo ég stóð upp, sneri mér aö Ronnie við rúmstokkinn og einbeitti mér
gífurlega. Smám saman fann ég sjálfa mig verða að föstu formi. Ég
byrjaði efst á höföinu og þegar herðarnar voru komnar í ljós hafði
Ronnie tekið eftir mér. Augun í honum urðu stærri og stærri og munnur-
inn opnaöist. Ég held að hann hafi verið að reyna að segja eitthvað en
honum tókst það aldrei almennilega. Hann var svo skrítinn í framan. . .
Það hefði áreiðanlega ekki rétt áhrif ef ég færi að flissa, hugsaði ég
með mér, svo að þegar tærnar á mér voru loksins orðnar að föstu formi
setti ég upp grimman svip og gerði þaö eina sem ég gat ímyndað mér að
gæti ýtt honum yfir um, ef ég má komast svo að oröi. Mjög hægt og leik-
sviðslega (hefði átt aö verða leikkona, hugsaöi ég) reisti ég upp hægri
hönd mína þangað til ég benti á hann, hrópaði svo hræðilegri röddu
„MORÐINGI”.
Áhrifin létu ekki á sér standa. Ronnie nötraöi allur og reyndi aö ná
andanum, teygði sig í töflurnar, en auðvitað voru þær ekki þarna — og
svo var allt yfirstaðið. Ég athugaði hjartslátt hans og andardrátt, eins
og þeir gera í kvikmyndum, og hann var steindauöur. Mér hafði tekist
það. Nú þurfti ég bara að breyta mér aftur.
Jæja, ég einbeitti mér og hugleiddi og gerði allt það sem á að gera —
en allt til einskis. Ég hlýt aö hafa verið þarna í margar klukkustundir að
reyna að komast aftur yfir. En ég gat hreinlega ekki gert þaö, hversu
mikiö sem ég reyndi.
Svo hér er ég, aftur þar sem ég byrjaði, með þetta stóra hús og alla
þessa peninga og engan eiginmann til að deila því með. Og þarna er
Ronnie, einn og yfirgefinn án mín á hinum staðnum. Allslaus,
reyndar.. .
Aumingja Ronnie.
52. tbl. Vikan 23