Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 32
Aramótasamkvæmið
Brauðrúllur
í regnbogans
litum
Það er tilvalið að nota kotasælu þegar útbúnir eru
samkvæmisréttir. Hér hefur hún verið notuð ofan á
ritzkex og litlar kringlóttar brauðsneiðar. Með henni
er notuð paprika, kavíar, mandarínur, vínber og fleira
góðgæti.
Auðvitað er alltaf vinsælt að nota osta á kex og
fyrir þá sem ekki vilja osta er tilvalið að setja til
dæmis kavíar ofan á egg eða skreyta rækjur með
dilli.
Notið tilbúin rúllubrauð (fást víða frosin)
eða skerið botn og skorpu ofan af form-
brauði, hve'iti- eða heilhveitibrauði eftir vild,
og skerið síðan brauðið í sneiðar eftir endi-
löngu. Smyrjið sneiðarnar með álegginu og
rúllið upp. Vefjið rúllunni inn í álpappír eða
plast og geymið í kæli í nokkrar klukku-
stundir. Rétt áður en bera á brauðið fram er
það skorið í sneiðar og raðað á stórt fat eftir
Álegg:
Bleikt: smátt skornar rækjur, majónes +
sýrður rjómi + sea food coctail sauce.
Rautt: saxaður sjólax, rauð paprika í smábit-
um, majónes + sýrður rjómi.
Grænt: túnfiskur, saxaður púrrulaukur,
Knorr urtemix (herbmix), steinselja, majónes
+ sýrður rjómi.
Gult: smátt söxuð harðsoðin egg, karrísósa
úr flösku eða karríduft + majónes + sýrður
rjómi.
32 Vikan 52. tbl.