Vikan - 29.12.1983, Síða 34
Að stun
„rétta"
Bókasöfn eru heilmikið tilfinningamál hjá
fólki. Það er ekki nóg að bókasöfn verði að
hafa góðan bókakost, þau verða að skapa
fólkinu sem þau sækir „rétta" andrúms-
loftið.
í London eru mörg bókasöfn í eigu ríkis og
einkaaðila. Eitt þeirra nefnist einfaldlega
London Library. Þeir sem sækja það verða
að gerast meðlimir og Bretar hafa séð
ástæðu til að gera smáúttekt á þeim sem fá
bækurnar sínar lánaðar í London Library, í
gamni og alvöru. Sumir halda því fram að
þeir sem komi á safnið séu harðlínumenn í
bóklestri sem ekki séu ánægðir með það
sem gefið er út af bókum nú á dögum. Þeir
sem fari í hillurnar og nái sér í sjaldgæfa
skáldsögu frá þriðja áratugnum komist oft
að raun um að bókin sé mjög vinsæl meðal
lánþega safnsins. En til eru þeir sem þykjast
sjá fleira en bókaáhugann einberan í lánþeg-
unum. Sumir kalla safnið næstbesta klúbb-
inn í London, aðrir eru kannski að sækjast
eftir „réttum félagsskap".
Safniö var stofnað á 19. öld af Thomas
Carlyle, umdeildum manni í sögu, heimspeki
og fleiri fræðum. En safnið sem hann kom á
fót er óumdeilanlega eitt hiö viðurkenndasta
sinnar tegundar. Sagt er að ef skrattinn
sjálfur týndi skránni yfir íbúa vítis myndi
hann bara drífa sig á safniö og fá sér annaö
eintak.
Hæstvirtir lánþegar og
lánleysingjar
Meðal lánþega eru Karl Bretaprins, Adam
Ant og Stanley Kubrick. Fyrrum lánþegar
eru m.a. Charles Dickens, Kipling,
Tennyson og T. S. Eliot og þess er minnst að
Aldous Huxley lét safniö senda sér bækur alla
leið til Kaliforníu. Karl prins sendir hins
vegar alltaf einhvern fyrir sig þegar hann fær
bækur lánaðar, eins og aðrir úr kóngafjöl-
skyldunni gera reyndar líka. Douglas
Matthews bókavörður segir að það séu alls
konar bækur sem sendar eru kóngafjölskyld-
unni: „Auövitaö aðallega upplýsingarit, til
dæmis um staði sem hún heimsækir og mál
sem þarf að setja sig inn í, en svo hefur verið
beðið um Notes Towards Defination of
Culture eftir T. S. Eliot og ég geri ráö fyrir að
sú bók hafi veriö lesin. ”
Ekki eru þó allir yfir sig hrifnir af safninu.
Skáldkonan Virgina Woolf, sem að vísu var
meðlimur, sagöi aö þetta væri ekkert nema
„reykmettaður staður uppþornaðrar menn-
ingar”. Það var reyndar árið 1915. En nú er til
þess tekiö að nýjasta lárviöarskáld þeirra
Breta er ekki meðlimur (það hefur ekki
komið fyrir í manna minnum) og einnig þykir
tíöindum sæta að okkar ágæti Magnús
Magnússon, sem er frægur í menningarlífi
Bretlands, skuli ekki vera meðlimur. Jarlinn
af Longford sagöi upp skírteininu sínu og
sagðist ekki lengur hafa ráð á að vera
meðlimur í safninu (árgjaldið er um 60 sterl-
ingspund). Hann er þó talinn nýta sér skír-
teini konunnar sinnar í laumi.
Bók f útláni í áratug — engar
sektir
Allir geta orðið meðlimir, ef þeir borga ár-
gjaldiö sitt, þeir geta fengið bækur lánaðar út,
34 Vikan 52. tbl.