Vikan - 29.12.1983, Qupperneq 46
FRAMHALDSSAGA
þaö gekk maöur framhjá hinum
megin viö gluggann. Þetta var
arabinn, „Jembe” — Salim Abeid
— sem var í flugvélinni frá
London. Hún sá hann stansa í
skugganum af húsi skammt frá og
tala við mann sem virtist hafa
beðið þar, ólífulitan araba í vel
sniðnum hvítum jakkafötum.
Salim Abeid virtist tala af sama
ákafa og hann hafði sýnt í Napolí
og Dany velti því fyrir sér hvort
samræðurnar snerust enn um
stjórnmál. Hann baðaði út hönd-
unum, yppti öxlum og augu hans
skutu gneistum. Félagi hans sýndi
lítinn áhuga og burtséð frá því að
hann gaut augunum stöku sinnum
að úrinu sínu datt hvorki af honum
né draup.
Salim Abeid sneri sér við og
bandaði hendinni í átt að glerhlið-
inni á brottfararsalnum. Sem
snöggvast fannst Dany arabinn í
hvítu fötunum horfa beint á hana
og enn einu sinni greip hana skelf-
ing. Ef til vill var þetta lögreglu-
maður, arabískur lögreglumaður.
Ef til vill var þessi „Jembe” að
segja honum frá henni, að hann
hefði séð hana í anddyrinu á
Airlane í London. Eöa það sem
verra var — enn verra — var það
hann sem myrti hr. Honey wood og
leitaöi í herberginu hennar á
Airlane — og ætlaði að nota á hana
klóróformínótt?
Dany fann að hjarta hennar
byrjaði aftur að slá ótt og títt og
hún skimaði í ofboði eftir Lash —
eöa Larry. En Lash var lengst í
burtu, hinum megin í salnum, og
einokaöur af Amalfi Gordon.
Larry, sem virtist svolítið
þreyttur, var að sækja kaffibolla
fyrir frú Bingham. Hann brosti til
hennar yfir þéttsettan salinn og
skelfing hennar sjatnaði óvænt.
Hún var aö gera sér grillur og
hegðaði sér, eins og Lash hafði
sagt, ámóta og móðursjúk kven-
hetja í sápuóperu. Aðstæöur
hennar voru víst áreiðanlega nógu
hættulegar þótt hún færi ekki að
búa til grýlur til að hræða sjálfa
sig enn meira með. Og þó. . .
„Farþegar með flugi núll þrír
fjórir til Mombasa, Tanga,
Pemba, Zanzibar og Dar-es-
Salam eru vinsamlegast beðnir
um að fá sér sæti í vélinni,” til-
kynnti líkamslaus grafarraust.
Appelsínugul Afríkujörðin rann
burt undan þeim, víðátta
sólbakaðrar jarðar og flattoppa
þyrnitrjáa, doppótt af hægfara
flekkjum sem voru gíraffar og
sebrahestar, gnýir og reikandi
antilópuhjarðir á beit — því þetta
var þjóðgarðurinn í Nairobi.
Stakt hvítt ský, með daufum
bleikum bjarma, hvíldi í köldum
bláma morgunhiminsins og þegar
það nálgaðist sá Dany að þetta var
ekki ský heldur fjall. Stakt snævi
krýnt fjall sem minnti óljóst á
japanska mynd af Fuji-yama.
Kilimanjaro, „fjall kulda-
djöflanna”, gnæfði einmana yfir
ofboðslegri, rykbrúnni víðáttunni;
útbrunniö eldfjall með snjóum
sem storkuðu brennandi Afríku-
sólinni.
Rödd úr sætinu fyrir aftan
Dany, karlmannsrödd, hvell,
hátóna og að því er virtist yfir-
veguð eftirherma þular á þriðju
rás BBC, sagði: „Já — fremur til-
komumikil sýn, er ekki svo? Og
sagt er að skrokkur af hlébarða sé
í gígnum, frosinn við ísinn. Enginn
veit hvernig hann komst þangaö.
Dásamlega spennandi, finnst þér
ekki? Eg elska leyndardóma! ”
Dany hreyfði sig eins og til aö
snúa sér viö og líta á þann sem
talaði en hönd Lash skaust fram
og greip aövarandi um úlnliö
hennar. „Ponting,” sagði hann
hljóðlaust og Dany flýtti sér aö
einbeita sér aftur að útsýninu.
Sessunautur Nigel Pontings
virtist vera frú Bingham og með
þaö fyrir augum að fræöa hina fá-
vísu — eða hugsanlega vegna þess
að hann naut þess að heyra rödd
sína — hóf hann langan fyrir-
lestur um Kenýa.
„Og þú hefur bókstaflega ekki
hugmynd um hvað það eru
frumstæðir vegir inni í landinu,”
skrækti hr. Ponting. „Ég get
fullvissað þig um að þetta eru ekki
meira en slóöar. Kvalræði fyrir
hjólbarðana! Svo aö ekki sé nefnt
á manni bakið! En þegar maður
er svo á endanum kominn þangað
er þetta alveg dásamlega
sviphreint. Hinir innfæddu —
dýrin — landslagið! Hrífandi
frumstætt. Miklu betra en lág-
lendið í Kenýa og landnema-
svæöið sem minnir svo óþægilega
á fyrir-fyrri-heimsstyrjöld finnst
mér ævinlega. Of poona, finnst þér
ekki? En aftur á móti norður-
svæðin...”
Rödd hans hjalaöi í síbylju á-
fram eins og vatn sem lekur úr
biluöum krana, við og við rofin af
daufum athugasemdum frá
HÁRSNYRTISTOFAN KLIPPÓTEK
Dömu- herra- og
barnaklippingar.
Permanent
Djúpnæringarkúrar
Glansskol og Hennalitanir
Strípulitanir
KADUS — TERMINAL
hársnyrtivörur
HÁRSNYRTISTOFAN KLIPPÓTEK
Eddufelli 2 — Fellagörðum (gegnt Fellaskóla)
Sími 71380.
I-------
46 Vlkan 12. tbl.