Vikan


Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 48

Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 48
FRAMHALDSSAGA Gussie Bingham (sem sjálf var enginn viövaningur í einræðum en hafði fundið ofjarl sinn þessa stundina) og þetta hefði verið ósköp róandi hefði hann ekki byrjaö að tala um Dany. „Ég botna ekki í þessu,” sagöi Nigel Ponting áhyggjufullur. „Ég get bókstaflega ekki skiliö það. Engin skilaboö á hótelinu og ekki einu sinni búiö að afpanta her- bergið. Maöur verður að vona að Frost-hjónin hafi fengiö símskeyti, en í alvöru — ég vissi ekki hvort ég átti að fara eöa vera! Ætli stelpuskömmin hafi ekki orðið sér úti um einhverja flekkjaveiki, mislinga eða ein- hvern ámóta skólastúlku- sjúkdóm.” Lash sneri höfðinu og glotti ill- kvittinn til Dany en henni var ekki hlátur í huga. Hún var farin að þreytast á því að heyra talaö um sig eins og hún væri skólakrakki og hvað sem öðru leiö sá hún ekkert fyndið við að þurfa aö hlusta á þessar samræður. „Eiginlega,” sagöi Nigel, „er þaö vegna frú Ashton sem ég er staddur hérna. Bróður þínum fannst líta vel út að láta taka á móti henni í Nairobi og eflaust hefði það sparað þér ómak ef ég hefði sinnt henni og vísað henni um borgina. Svo hann var svo vinsamlegur að leyfa mér aö fá stutt frí um þessar mundir til að það félli að dagsetningunni og svo lét stelpuskömmin ekki sjá sig! Andstyggilegt af henni því ég býst alveg við því að veröa sendur aftur að taka á móti henni þegar hún loks kemur. Og ég hef and- styggð á flugferöum. Ég læt það ef til vill ekki uppi, en ég er bókstaf- lega alltaf skelfingu lostinn í flug- vél. Ertu það ekki líka?” „Nei,” sagði Gussie Bingham, greip tækifærið tveim höndum. „Ég get ekki sagt þaö. En ég er auðvitað forlagatrúar. Ég hef trú á því að hafi forlögin ætlað mér að deyja í flugslysi þá deyi ég í flug- slysi. Það er nú allt og sumt. Og sé svo ekki er ekki fleira að hafa áhyggjur af. Allt, kæri Ponting minn, er fyrirfram ákveðið. Allt! Það er engin tilviljun til. Þegar maöur hefur skilið þennan einfalda en mikilvæga sannleika veröur lífið miklu einfaldara. Maöur hættir að hafa áhyggjur.” Hr. Ponting rak upp hvellt andmælaóp. „Ö, nei, nei, nei, nei, frú Bingham! Ég get ekki verið þér sammála. Kenningin um aö allt sé fyrirfram ákveðið hlýtur að vera röng, jafnvel þó hægt væri að færa sönnur á hana. Hún er svo geölaus. Fólk hlýtur þó að grípa tækifærin og móta þau að vild sinni?” „Þetta segir Millicent. Viö deilum mikið um þetta. En það er sannfæring mín að þegar við höldum að við séum aö grípa tækifæri séum við einfaldlega að gera eitthvað sem okkur var á- skapað aö gera og getum ekki komist undan. Eins og til dæmis þegar við fórum frá Lydon Gables og til London, þá vorum við komnar hálfa leið niður á stöö þeg- ar ég mundi eftir að ég hafði tekið vegabréfiö mitt upp úr veskinu hennar Millicent til að sýna vinkonu minni (verulega hlægileg mynd!) og skiliö það eftir á píanóinu. Við þurftum auðvitað að flýta okkur til baka og hvað heldurðu! Við sáum að logandi kolamoli hafði dottiö úr arninum í setustofunni og teppið var þegar byrjaö að sviðna! Frú Hagby hefði ef til vill ekki gefist tilefni til að fara þangað inn í nokkra klukku- tíma og heföum við ekki komið aftur hefði húsiö ef til vill brunnið til grunna!” „Mikil heppni,” samsinnti Nigel Ponting. „Heppni? Hreint ekki. Okkur var ætlaö að snúa við. Mér var ætlað að skilja vegabréfið eftir og hefði þar af leiðandi ekki getað annað.” Nigel flissaði svolítið. „Og ef þiö hefðuð nú misst af lestinni og ekki komist til London og tímanlega á flugvöllinn? Hefði það líka verið ykkur ætlað? ” „0, en við áttum ekki aö missa af lestinni! Sem betur fer var hún seint á ferðinni. En jafnvel þó hún hefði ekki verið þaö hefðum við ekki misst af flugvélinni vegna þess að við fórum tveimur dögum fyrr til London, síðdegis þann tólfta, og bjuggum á Airlane því Millicent þurfti að versla og. . . ” Daný tók eftir einhverri hreyfingu við hliðina á sér og sá að Lash hafði allt í einu gripið fastar um blaðið sem hann hélt á svo ytri dálkarnir voru krumpaðir og ólæsilegir. En hann hlaut að hafa vitað að frú Bingham og ung- frú Bates bjuggu á Airlane? Og hann gat þó ekki ímyndað sér . . . Framhald í næsta blaði. ÞVERHOLTI MOSFELLSSVEIT SÍMI 66090 Alhliöa hársnyrtiþjónusta fyrirherra, dömur oy börn Umboðsadilar fyrir Model-sport. Kreditkortaþjónusta 48 Vikan S2. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.