Vikan


Vikan - 29.11.1984, Blaðsíða 18

Vikan - 29.11.1984, Blaðsíða 18
Smásaga Wenzell Brown Nótt á ströndinni George og Betty Warshop eru bæjarbúar sem koma til Cripples Bend árlega. George er ágætur, þó að hann sé heldur stirðbusalegur, og Betty er fjörug eins og kettling- ur. Ég hef aldrei skilið hvers vegna hún fékk sér svona alvar- legan mann. En ég hef aldrei skilið neitt í flestum hjónabönd- um. Það er ólíklegasta fólk sem gengur í hjónaband. Nú megið þið ekki misskilja mig. George er fínn maður og ég myndi treysta honum fyrir aleig- unni. Það er bara það að kvöldin með George virðast lengri en önn- ur kvöld og dragast von úr viti. Síðastliðið sumar létu þau ekki sjá sig í Cripples Bend. Þau fóru til Spruce Beach sem er alveg niðri við ströndina. Betty sagði mömmu að þau hefðu trúlofast þar og sér fyndist þetta róman- tískasti staður í heimi. Mér finnst þaö einkennilegt en mamma segir að ég viti ekki hvað viðkvæmni er og ekki nenni ég aö þræta við hana um það. En George og Betty komu með dætur sínar í júní í ár. Þær eru átta og sex ára eða eitthvað svo- leiðis. Ég sá strax breytinguna á George. Hann var eitthvað svo aumingjalegur. Hann gekk um með hendur í vösum og virtist ekki sjá hvert hann fór. Hann var ekki með sjálfum sér nema þegar hann var að leika við stelpurnar. Mamma er ein af þeim sem fólk segir frá vandamálum sínum og ég sá þær Betty tala saman. Ég fæ fréttirnar seinna en mamma sleppir engu úr. Þessi vandræði byrjuöu í Spruce Beach í fyrra og Betty veit ekkert hvað er að. Svo kom George einn daginn þegar ég var að slá blettinn. Ég fór og tyllti mér á svalirnar hjá hon- um. Ég sá strax að hann þurfti að segja mér eitthvað en fékk sig ekki til þess. Hann hummaði og haaði. Loks sagði hann: „Á maður að eyðileggja hamingju sína til að lögunum verði framfylgt? ” „Svona spurningu getur enginn svarað nema hann viti meira,” sagði ég. Svo beið ég í eftirvæntingu en George tautaði bara: „Auðvitað.” Svo fór hann. Hann var eitthvað óstyrkari næsta dag. „Verðurðu að tilkynna glæp ef ég segi þér hann ? ’ ’ „Kannski og kannski ekki. Það gerist svo margt hérna. Það fer eftir því hvað það er alvarlegt. Eitthvað svoleiðis. ” „Þaðvarmorð.” 18 Vikan 42. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.