Vikan


Vikan - 29.11.1984, Blaðsíða 12

Vikan - 29.11.1984, Blaðsíða 12
Texti: Guðrún Ljósrn.: Ragnar Th. þrátt fyrir aö ég heföi ekki sigraö í keppninni hér heima. Ég dreif mig bara í viðtal og var valin.” Miss Young International — hór heima gekk dæmið ekki upp vikur þama því viö fórum allar á heimssýninguna sem þá stóð yfir í Osaka. Ég man aftur lítið eftir krýningarkvöldinu — ég man jú að ég heyrði sagt Island en frá því augnabliki og til næsta dags er allt frekar þokukennt. Ég hef oft séð þetta augnablik á filmu en mér finnst ég alltaf vera að horfa á eitthvað sem ég hef ekki upplif- að.” „Er virkilega svona langt síðan við vorum unglingar?" sagði viðtalsefni þessarar og næstu opnu þegar blaða- maður (sem varð að kinka kolli samþykkjandi) spurði hvernig það hefði verið að vera þekktur ungiingur fyrir tæp- um tveimur áratugum. Flestir vissu hver Henny Hermanns var, stelpan sem alltaf var að dansa og sýna föt á tímum þegar hippar og blóma- börn voru i tísku og hún fór heldur ekki varhluta af öfund og umtali. Fjögurra ára pissaði hún á sviðið í Ungó í Keflavík þegar tjaldið var dregið frá og átján ára var hún komin með al- heimstitil sem fulltrúi ungu kynslóðarinnar. ,,Dansinn er mór allt" var fyrirsögn á viðtaii Vikunnar við Henny fyrir fimmtán árum þegar hún kom heim frá Japan með kórónu á höfðinu, en einhvern veginn fór það nú samt þannig að hún prófaði ýmisiegt annað en dansinn. „Kannski til að sanna að ég gæti eitthvað annað en að dansa og sýna föt," segir Henny, nú gift og tveggja barna móðir, nýkomin frá dansnámi og -störfum erlendis. Vikan byrjaði heimsóknina á heimili fjölskyldunnar á Flyðrugranda i Reykjavík og lauk henni í dansskólanum í Bolholtinu. „Jú, það er kannski ósköp langt síðan, að minnsta kosti finnst mér ég hafa upplifað alveg ótrúlega margt frá því ég var unglingur. Ég var mikið á þeytingi bæði í sambandi við danssýningar og eins í sambandi við tískusýningar. Ég hef eiginlega veriö dansandi síðan ég var þriggja ára en þá byrjuðu pabbi og mamma með dansnámskeið í Keflavík þar sem við bjuggum þar til ég var 5 ára. Það kom því einhvem veginn af sjálfu sér að ég tók þátt í dans- sýningum hjá þeim og það var ein- mitt í Ungó í Keflavík sem ég kom fram í fyrsta skipti. Ég var fjög- urra ára og átti að dansa samba og rúmbu við strák á svipuðum aldri og ég man að Þórir Baldurs- son spilaði undir á harmóníku. En eitthvaö hlýt ég að hafa verið taugaóstyrk því þegar pabbi dró tjaldið til hliðar var kominn pollur á gólfið hjá mér. Á sumrin fóru pabbi og mamma til Danmerkur á dansnámskeið og ráðstefnur og þar var ég í samkvæmisdönsum, steppi, ballett og jassballett. Kannski kom þetta ekki svo mikið af sjálfu sér. Ég hlýt að hafa heillast af dansinum því það er langt því frá að bræður mínir, sem lifðu og hrærðust í þessu líka, hafi smitast, annar fór í röntgentækni og hinn í tölvumar. 1968 tók ég þátt í keppni Vikunnar og Kamabæjar um full- trúa ungu kynslóðarinnar en þær keppnir voru nokkuð í hávegum hafðar í þá daga. Tveimur árum síðar var ég svo komin til Japans til að taka þátt í alheimskeppninni um fulltrúa ungu kynslóðarinnar „Ég greip sem sagt tækifærið og fjórtán dögum eftir að mamma og pabbi gáfu samþykki sitt var ég lögð af stað til Japans. Auðvitað töluðu sumir á bakið á mér og hafaeflaust hugsaðmeðsér: Alls staðar erhún. Ég hafði ekki komist í úrslit í keppninni hér heima en var nú á leið í alheimskeppni. En pabbi og mamma ýttu undir að ég færi og ef ég hefði sagt nei heföi bara ein- hver önnur farið. Ég var á leið í ævintýraferðalag til Japans. Mér fannst ég mjög vel útbúin þegar ég lagöi af stað með íslenskan upphlut í töskunni. Þegar ég svo hitti hinar stelpumar í keppninni sem voru klæddar leðurbuxum og síðum rúskinnskápum, fötum sem varla þekktust hér heima, hringdi ég grátandi heim og sagði að mér liði eins og Öskubusku. Ég, sem hafði tapað í þeirri einu keppni sem ég hafði tekið þátt í, sat þama í herberginu mínu á hótelinu með indverskri stúlku sem hafði borið hvorki meira né minna en sjö kórónur áður en hún komst í þessa keppni og í töskunum mínum voru hvorki leðurbuxur né síðar rúskinnskápur heldur kjólar, buxur og blússur sem ég hafði keypt mér fyrir ferðina á útsölu í Kamabæ á Skólavörðustíg. Ég held ég hafi sært pabba og mömmu sem höfðu reynt að búa mig eins vel út fyrir ferðina og þau gátu. Þetta var heilmikið ævintýri og dagamir fyrir sjálfa keppnina og úrslitakvöldið fóru í það að kynna okkur. Það voru heilmikil hátíða- höld í Tókíó í sambandi við keppn- ina sem var verið að halda þar í fyrsta sinn. Við komum fram þrisvar á dag í tíu daga og vorum á miklum þeytingi. Ég var í sex Gagnrýni á fegurðarsam- keppni ekki alltaf réttlát „Þótt keppnin um fulltrúa ungu kynslóðarinnar bæði hér heima og erlendis sé ekki beint fegurðar- samkeppni þá var hún gagnrýnd eins og allar fegurðarsamkeppnir. Auðvitað mega þeir sem vilja kalla þetta gripasýningar en flestar keppnir erlendis eru styrktarkeppnir og aldrei er það nefnt á nafn. Ágóðinn af keppninni um ungfrú alheim hefur til dæmis runnið í bamahjálp. Þeir sem harðast dæma ættu að kynna sér alla málavöxtu áður. Þú ferð jú í sundbol og sýnir þig en flestar þessar stúlkur em með þessu að sækja um vinnu og þær ná áfram út á útlitið og kroppinn. Það er til vinna þar sem útlitið skiptir máli. Tökum bara tískusýninga- og fyrirsætustörf, svo ekki sé nú talað um kvikmyndaleik, fegurðarsamkeppni er oft fyrsti stökkpallur í áttina að hvíta tjald- inu. Við horfum á þessar stúlkur í auglýsingum á fötum, snyrtivör- um og öðm. Hvað ætli fólk segði ef allar auglýsingar væm einungis prentað mál og nýjustu buxunum kannski lýst með nokkrum vel völdum orðum? Nei, þetta er bara vinna eins og það er vinna að starfa á skrifstofu frá níu til fimm, munurinn er kannski helst sá að þetta er ákaflega erfið og útslít- andi vinna og maður er ekki laus allra mála klukkan fimm. Að vera Miss Young Intemational er bara vinna og heilmikið púl. Annars hefur þetta breyst mikið frá því ég var í þessum keppnum. Nú finnst mörgum svona brambolt bara spennandi og þroskandi og að sýna dans og föt er ekki lengur eitthvað sem maður verður fyrir 12 Vikan 42. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.