Vikan - 29.11.1984, Blaðsíða 68
Fáeinir
smámokt
Bandaríski rokkarinn Billy
Squier er orðinn svo
þreyttur á að nafnið hans sé
misstafað í hljómleikaaug-
lýsingum að hann er búinn
að breyta samningum sínum
þannig að ef þetta kemur
fyrir oftar fær hann tíu
orósent í viðbót... Þegar út-
varpsstöðin KSFM í Caligary
(hvar sem það nú er) var að spila
lag Carole King, I Feel The Earth
Move, hrundi stúdíóið. Þetta skeði
árið 1971... Nú fyrir
skemmstu skeði svipað at-
vik. í rás tvö þeirra Breta var
verið að spila iagið Good
Vibrations með Beach Boys
þegar stærsti jarðskjálfti
þessa árs hristi og skók
Bretland. Þetta varnúna fyrr
á árinu. . . Stevie Wonder
byrjaði á lagi sínu, I Just Caíled
To Say I LoveYou.fyrir átta árum
en lét það bíða hálfklárað inni í
skáp þar til x ár vegna þess að
honum fannst svo erfxtt að klára
það. . . Á tímabilinu frá
1965 til 1970 gáfu Bítlarnir út
13 smáskífur, Beach Boys
18, stórfönkarinn James
Brown 25, Lauriei Aitken 30,
einhver Dandy gaf út 36
stykki en Prince Buster slær
aiia þessa út. Á þessu tíma-
bili gafhann út hvorki meira
nó minna en fimmtíu stykki.
Það er víst aðeins meira en
eitt stykki á mánuði. . .
Annars skeði það nýlega að maðixr
nefndur Frankie Paul kom frá sér
fimm stykkjum í sömu vikunni í
gegnum jafnmörg útgáfufyrir-
tæki.. . Billy Gibbons, gítar-
leikari ZZ Top, notar yfirleitt
25 senta pening sem gítar-
nögl. Hann á líka safn af
gíturum, eitthvað í kringum
200 stykki, suma hverja
verulega dýra. . . Jacksonfjöl-
skyldan verður að teljast með þeim
framleiðnustu í bransanum í dag. Hin
nlu börn heimilisins hafa gert þetta nú
upp á síðkastið: Jackie, Marlon, Micha-
el, Randy og Tho voru með
Torture ( gangi fyrir skemmstu og um
miðjan september gaf Rebbie (ein syst-
irin sem betur er sennilega þekkt undir
nafninu Maureen) út lagið Centipede
sem Ihli bróðir, hann Michael, samdi.
LaToya, systir hennar, reynir líka fyrir
sór með laginu Hot Potato og Jermaine
hefur fylkt sór I lið með hinni hálfmis-
heppnuðu (reyndar almisheppnuðu) Piu
Zadoru og saman gefa þau út lagið
When The Rain Begins To Fall. Janet
Jackson er líka á ferðinni og það með
engum öðrum en Cliff Richard. Lag
þeirra kallast Two To The Power Of
Love. Hjálp... Það minnir okkur
á að dúettar alls konar eru
orðnir fog hafa alltaf verið)
geysivinsælir. Þeir dúettar
sem við þurfum víst að
sætta okkur við að hiusta á í
náinni framtíð eru þessir:
Barbra Streisand gefur nú
bráðlega út plötu þar sem
hún tekur lagið með Kim
Carnes. Barry Gibb og Olivia
Newton-John syngja saman
á plötu þess fyrrnefnda,
Now Voyager. Bíðið, þetta
er ekki búið ennl Kenny
Rogers og hin barmgóða frú
Parton ætla að endurtaka
leikinn af síðustu plötu
Kennys (isiands In The
Stream) en í þetta skiptið
verða saklaus jólalög fyrir
barðinu á þeim. Dianne
Warwick er líka í tvíundar-
hugleiðingum og það með
nefapanum Barry Manilow.
Ætla þau að taka fyrir gam-
alt Bee Gee's lag, Run To
Me...........og svo svona í
lokin: Blái liturinn virðist
hafa verið hugleikinn
nokkrum fornum rokk-
stjörnum sem og nýjum.
Elvis Presley virðist hafa
verið sérlega hrifinn af bláu.
Lögin Blue Suede Shoes,
Blue Moon, A Mess Of
Blues, Blue Christmas, Blue
River, Indescribably Blue
(Ólýsanlega blár) og svo
loks Moody Blue. Púh!
68 Vikan 42. tbl.