Vikan


Vikan - 29.11.1984, Blaðsíða 24

Vikan - 29.11.1984, Blaðsíða 24
^3 Bílar Rafknúhn bamabil UvRtöO Einu sinni var það sðsti draumur ungmenna að eignast stígubíl. Hærra varð ekki komist í bflaeigninni á ungum aldri — enda hærra tæplega til. En nú er öldin önnur. Nú geta ungmennin keypt sér alvöru jeppa sem tekur að minnsta kosti þrjá, samanber myndina, og er með mótor og til- heyrandi, þarf hvorki að ýta, toga né stíga. Kjörgripur þessi, sem ber óneitanlega sterkan keim af gamla góða jeppanum sem einu sinni hét Willy’s en nú heitir svo sem ekki neitt, nema hefur einhverja stafi sem ekki er hægt að kveða að, er knúinn rafmótor, 140 vatta og 12 volta, og gengur fyrir venjulegum rafgeymi. ökutími á einni hleðslu er um 31/2 klukkustund, á hámarkshraða sem er 10 km á klukkustund. Af tæknibúnaði þessa bfls má nefna að hann er með bakkgír, diska- bremsur, ljós og flautu. Ef einhver böm hafa hug á að koma sér upp bfl af þessu tagi er ekkert annað en panta hann frá Van Kempen, Postfach 220, 4950 Minden, Þýskalandi — og vera viðbúin að borga hann þegar hann kemur. Hann kostar 4.950 mörk sem samkvæmt gengi dagsins gerir um 56 þúsund krónur. Hins vegar vitum við ekki í hvaða toll- flokki hann lendir. Audi 100 Family - raun- hæf fasteign á hjólum Sá margfrægi húsbflaframleið- andi Bischofberger í Backnang, 30 km utan við Stuttgart, er farinn að setja íbúðarhús á Audi 100. tJtgáfu sína kallar Bischofberger Audi Family og falbýður fyrir 45.800 mörk sem gerir um 520 þúsund íslenskar gullkrónur. I lágmarks- útfærslunni er fólgið lyftanlegt þak, rúm fyrir fjóra, eldavél, vaskur, gashitun, rennandi vatn og að sjálfsögðu skápar og geymslur. Fyrir þá sem vilja eitt- hvað fleira er Bischofberger alltaf til viðræðu og samninga. Sá sem á gamlan Audi, allt aftur tfl 1979, getur komið með hann til Bischof- bergers og fengið honum bylt á þennan hátt fyrir 22.450 mörk — 225 þúsund krónur íslenskar. Og fyrir 17 þúsund krónur í viðbót er hægt að fá hann með kúlutopp (sjá mynd) svo auðvelt sé að ganga uppréttur. Hvemig ætli það sé — hvað skyldi Bischofberger geta gert fyrir trabbann okkar? Felgan setur svipá BMW. bílinn Nú ættu allir að vera komnir á vetrardekkin sín. Það hefur reynst mörgum dýrt spaug að spara þegar dekkin eru annars vegar. Léleg dekk em hættuleg, léleg dekk í vetrarófærð eru bæK hættuleg og öllum tfl ama. Það nægir að minna á þá árlegu staðreynd að um leið og fyrsta snjóföl vetrarins gerir skapast meiri og minni umferðarhnút- ar í Reykjavík, árekstrar og aðrar skeiningar af því menn em að spólast um á sléttum dekkjum. Kannski væm menn ekki svona sparsamir eða latir að skipta ef þeir ættu tvo felguganga undir bílinn sinn. Þvi miður er það lfldega frekar undantekning en regla enn sem komið er og stafar meðal annars af því að felgur em dýrar og eins af hinu að sköpulag á felgum, gatastærð, gatafjöldi og afstaða mflli gata er sitt með hverju móti eftir hinum ýmsu bflaframleiðendum og því til lítils fyrir þann sem hefur komið sér upp felgum á eina bfltegund að halda í þær þegar hann skiptir um bfl í þeirri von að hann geti notað þær á næsta bfl. Ekki vantar það svo sem að mikill fjöldi er til af felgum öðrum en þeim sem viðkomandi fram- leiðandi setur undir bfla sína eða lætur umboðin selja sem vara- hluti. En það er ekld því að heflsa að þær séu þá til hagsbóta fyrir misvisnar pyngjur bfleigendanna heldur þvert á móti: Þetta em alls konar skrautfelgur úr stáli eða áli, munstraðar, hamraðar, gataðar eða teinaðar, og af sumum þeirra kostar gangurinn meira en nothæf drusla til að bera þær. Og víst er um það að sumar þessar felgur em hreinustu gersemar á að líta log óneitanlega setja þær mikinn svip á bflinn. Og ef einhver er enn ekki búinn að leysa vandamál sitt með felgur og dekk fyrir veturinn látum við hér fylgja sýnishom af skrautfelgum handa honum að dreyma um. Þær eiga það þó allar sammerkt að vera — ætlaðar, að minnsta kosti, — á þýska bfla. 24 Víkan 42. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.