Vikan


Vikan - 29.11.1984, Blaðsíða 66

Vikan - 29.11.1984, Blaðsíða 66
L3 Barna— Vikan Ævintýrið um Pétur og búálfinn Það var einu sinni bóndi sem var svo hræðilega nískur að hann tímdi ekki að gefa fólki sínu nema rétt það allra nauðsynlegasta og hann gætti þess vel að enginn fengi agnarögn meira. Nú var búálfur á bænum sem lengi hafði vanist því að grautar- diskur og ölkrús væru látin út í fjós handa sér. Stundum gaf bóndakonan honum líka mjólk í könnu eða tvær brauðsneiðar þegar hún var nýbúin að baka. „Þetta máttu ekki gera,” sagði bóndinn. ,,Ef búálfurinn þarfnast einhvers verður hann að útvega sér það sjálfur — ég banna þér að láta mat út í f jós handa honum. Ef þetta hefði verið ungur búálfur hefði hann líklega orðið reiður og hefnt sín — og síðan hefði hann farið burtu til einhvers annars sveita- bæjar þar sem betur væri farið með hann. En þessi var gamall öldungur sem hafði átt heima þarna á bænum í meira en eitt þúsund ár og hann gat ekki hugsað sér að hafa bústaöa- skipti. Þess vegna leið honum ekki vel og líðan hans hefði satt að segja verið afleit ef Pétur hefði ekki hjálp- að honum. Nú spyrjið þið sjálfsagt — hver var þessi Pétur? Jú, það var smal- inn á bænum, sá yngsti af vinnufólk- inu og hafði því lægsta kaupið. Hann fékk bara leifamar þegar hitt fólkið var búið að borða og það var nú ekki mikill matur — en samt gleymdi hann aldrei að láta eitthvert lítilræði upp á hlöðuloftið handa gamla búálf- inum. Og svo var það dag nokkurn að bóndinn fann þar eina rúgbrauðs- sneið og fleskbita sem Pétur hafði látið þar. Þetta var nú ljóta sagan. Bóndinn reifst og skammaðist og að lokum rak hann Pétur burtu og sagði að hann mætti aldrei láta sjá sig þar framar. Aumingja Pétur, hann átti hvorki föður né móður. Hann var hryggur og fór í burtu til að leita að vist á öðrum bæ. Allt í einu heyrði hann kallaði á sig: „Pétur. Hæ, stansaðu og bíddu eftir mér.” Pétur stansaði og leit við — þarna kom gamli búálfurinn hlaupandi. Hann var eins og lítill grár skuggi. „Kærar þakkir fyrir alla hjálp þína,” sagði hann. „Ég er hérna með dálítið handa þér — taktu við þessum gleraugum, þau geta orðið þér að liði — og haltu svo áfram, það verður áreiðanlega eitthvað úr þér.” Pétur þakkaði fyrir sig þótt honum þætti þetta undarleg gjöf. Hvað átti hann að gera við gleraugu, hann sá ágætlega gleraugnalaust? En hann hélt áfram og eftir langan tíma kom hann að bæ þar sem hann fékk vist. „Við getum ekki látið þig fá mikið kaup,” sagði maðurinn, „ég er svo fátækur.” Maðurinn hafði einu sinni átt fulla kistu af peningum en þegar hann heyrði um ræningja sem voru á ferðinni faldi hann fjársjóðinn en mundi síðan ekki hvar. „Ég þarf ekki mikið,” svaraði Pétur og byrjaði að vinna á bænum. Kvöld eitt, þegar hann hafði lokið vinnu, datt honum í hug að prófa gleraugun og setti þau á nefið á sér til gamans og. .. „Húsbóndi góður,” hrópaði hann — „komdu fljótt og byrjaðu að grafa! Ég sé kistu fulla af peningum undir gamla perutrénu.” Maðurinn kom í hendingskasti og byrjaði að grafa. Pétur sá greinilega gegnum moldina og kistan var graf- in upp. Þetta var sannarlega kistan sem bóndinn hafði falið og nú vissi Pétur hvernig átti að nota gleraugun. Maðurinn launaði honum vel fyrir og Pétur hélt út í veröldina til að hjálpa fólki í neyð. Hann kom til konungshallarinnar þar sem mikil sorg ríkti. „Hvað er að?” spurði Pétur og vörðurinn sagði honum að dóttir konungsins, hún Gullinlokka, væri horfin. „Hún var að leika sér í hallar- garðinum ásamt hirðmeyjunum og allt í einu var hún horfin,” sagði vörðurinn. „Þetta er skrítið,” sagði Pétur. Já, þetta fannst öllum skrítið og fólk hélt í fyrstu að hún hefði bara falið sig en þegar dimmt var orðið skildist fólkinu að eitthvað væri á seyði. „Ég verð að setja upp gleraugun,” hugsaði Pétur og fékk að koma inn í garðinn. „Ef þú finnur hana,” sagði vörðurinn, „færðu þrjár tunnur af gulli.” „En þau ósköp,” sagði Pétur. „En ég geri þetta nú ekki vegna pen- 66 Vikan 42. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.