Vikan


Vikan - 29.11.1984, Blaðsíða 4

Vikan - 29.11.1984, Blaðsíða 4
Aðventukrans Hér er aðventukrans fyrir þá sem vilja eignast eitthvað ný- stárlegt. Ekkert greni er notað heldur valhnetur og heslihnetur og kjarnana má nýta í bakstur fyrir jólin. Og ólíkt aðventu- krönsum úr greni má geyma þennan óbreyttan til næstu jóla og spara sér þar með vinnu við að gera hann upp á nýtt. Vinnulýsing: Efni: Valhnetur og heslihnetur. Hálmkrans og pappi. 4 kerti. Litlar vattkúlur, um það bil 1 cm í þvermál (í staðinn fyrir vattkúlur má nota trékúlur, lúsamulninga eða eini- ber). Rautt föndurlakk og pensill (glært föndurlakk á hneturnar ef vill). Þurrkuð laufguð græn grein (greni, sortulyng eða einir). Föndurlím og blómavír. F/nnið disk, tertufat aða pottiok sem nœr um 1 1/2 cm út fyrir hálm- kransinn. Strikið hring á pappann og kiippið út. Leggið háimhringinn ofan á, strikið hring 11/2 cm frá innri brún hans og kiippið út. Pappinn er siðan festur við hálmhringinn með blómavír eins og sást á myndinni. Hönnun: Ásta Björnsdóttir Ljósmyndir: Ragnar Th. Jóladagatal Þetta jóladagatal hjálpar börnunum ekki aðeins að telja dagana til jóla heldur er haft í pokunum pínulítið góðgæti til að stytta biðina til jóla. Útgáfan sem hér sést er aðeins ætluð einu barni en hægur vandi er að nota þessa hugmynd fyrir öll börnin á heimilinu. Þá eru pokarnir hengdir hver niður af öðrum með grönnum þræði. Hvert barn getur þá átt poka í sérstökum lit eða þeir eru aðgreindir með upphafsstöfum eða öðrum táknum. Takið spýtu, 120x7 cm, og klæðið hana með striga- efni, ullaráklæði, flaueli eða öðru efni sem til feliur. Ef fyrirfinnst falleg spýta úr massífum viði, t.d. furu, er óþarfi að klæða hana með efni. Þá er nóg að pússa vel yfir ójafna fleti og jafnvel lakka spýtuna. Spýtuna er hægt að skreyta á marga vegu. Hér er skreytingin jólarósir úr filtefni. í staðinn er hægt að klippa út jólasveina, jóla- bjöllur, klippa út mynstur af gömlum jólapappír eða jafnvel nota falleg, gömul jólakort og merkimiða. Jólapokarnir eru festir með teiknibólu spýtuna. Einnig má skrúfa litla króka (eins og þá sem notaðir eru með gardínu- gormum) neðan í spýtuna og hengja jólapokana í þá. Jólapokunum er raðað á spýtuna þannig að odda- tölur eru vinstra megin og sléttar tölur hægra megin. Það er fallegra þegar fer að fækka jólapokum á spýtunni að pokarnir sem handa öllum börnunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.