Vikan


Vikan - 29.11.1984, Síða 4

Vikan - 29.11.1984, Síða 4
Aðventukrans Hér er aðventukrans fyrir þá sem vilja eignast eitthvað ný- stárlegt. Ekkert greni er notað heldur valhnetur og heslihnetur og kjarnana má nýta í bakstur fyrir jólin. Og ólíkt aðventu- krönsum úr greni má geyma þennan óbreyttan til næstu jóla og spara sér þar með vinnu við að gera hann upp á nýtt. Vinnulýsing: Efni: Valhnetur og heslihnetur. Hálmkrans og pappi. 4 kerti. Litlar vattkúlur, um það bil 1 cm í þvermál (í staðinn fyrir vattkúlur má nota trékúlur, lúsamulninga eða eini- ber). Rautt föndurlakk og pensill (glært föndurlakk á hneturnar ef vill). Þurrkuð laufguð græn grein (greni, sortulyng eða einir). Föndurlím og blómavír. F/nnið disk, tertufat aða pottiok sem nœr um 1 1/2 cm út fyrir hálm- kransinn. Strikið hring á pappann og kiippið út. Leggið háimhringinn ofan á, strikið hring 11/2 cm frá innri brún hans og kiippið út. Pappinn er siðan festur við hálmhringinn með blómavír eins og sást á myndinni. Hönnun: Ásta Björnsdóttir Ljósmyndir: Ragnar Th. Jóladagatal Þetta jóladagatal hjálpar börnunum ekki aðeins að telja dagana til jóla heldur er haft í pokunum pínulítið góðgæti til að stytta biðina til jóla. Útgáfan sem hér sést er aðeins ætluð einu barni en hægur vandi er að nota þessa hugmynd fyrir öll börnin á heimilinu. Þá eru pokarnir hengdir hver niður af öðrum með grönnum þræði. Hvert barn getur þá átt poka í sérstökum lit eða þeir eru aðgreindir með upphafsstöfum eða öðrum táknum. Takið spýtu, 120x7 cm, og klæðið hana með striga- efni, ullaráklæði, flaueli eða öðru efni sem til feliur. Ef fyrirfinnst falleg spýta úr massífum viði, t.d. furu, er óþarfi að klæða hana með efni. Þá er nóg að pússa vel yfir ójafna fleti og jafnvel lakka spýtuna. Spýtuna er hægt að skreyta á marga vegu. Hér er skreytingin jólarósir úr filtefni. í staðinn er hægt að klippa út jólasveina, jóla- bjöllur, klippa út mynstur af gömlum jólapappír eða jafnvel nota falleg, gömul jólakort og merkimiða. Jólapokarnir eru festir með teiknibólu spýtuna. Einnig má skrúfa litla króka (eins og þá sem notaðir eru með gardínu- gormum) neðan í spýtuna og hengja jólapokana í þá. Jólapokunum er raðað á spýtuna þannig að odda- tölur eru vinstra megin og sléttar tölur hægra megin. Það er fallegra þegar fer að fækka jólapokum á spýtunni að pokarnir sem handa öllum börnunum

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.