Vikan - 29.11.1984, Blaðsíða 26
\ .7* r * i • HarrY Bökstedt
j^jjj VlSindl fyrir 3.1m onnInQ Einkaréttur á íslandi: Vikan
Sagan af Genie
Innilokuð, beitt ofbeldi og án samskipta við annað fólk í tólf ár
Árið 1970 fannst 13 ára stúlka í
amerískum bæ sem alla æsku sína
hafði verið lokuð inni í tómu her-
bergi, algjörlega lokuð frá
umheiminum. Ein af afleiðingum
þessara misþyrminga var sú að
Genie kunni ekki að tala eða tjá
sig með venjulegum hætti. Hún
var mállaus eins og hún hefði alist
upp meðal villtra dýra. Þetta
óvenjulega uppeldi gerir það að
verkum að Genie veitir einstæða
möguleika til málrannsókna.
Eftir margra ára erfiða endur-
hæfingu hefur Genie — en það er
reyndar dulnefni til þess að
vernda hana gegn ágengni — lært
að tala dálítið og skilja mál ann-
arra. Saga þessarar ólánsömu
stúlku og hvemig hún tók tilsögn,
eftir að henni var bjargað úr ein-
angruninni, er efni doktorsritgerð-
ar Susan Curtiss við Kalifomíuhá-
skóla. Hún hefur verið gefin út á
bók.
„Seinþroska”
Genie fæddist í erfiðu hjóna-
bandi. Móðir hennar sætti oft mis-
þyrmingum af hendi föðurins. Tvö
eldri systkini dóu í vöggu. Bróðir
hennar þroskaðist illa, einkum
vegna harðneskjulegra „uppeldis-
aðferða” föðurins og tók ekki við
sér fyrr en hann fór í fóstur hjá
föðurömmu sinni. Genie var
þremur árum yngri en þessi
bróðir og þroskaðist eðlilega fyrst
í stað. Seint á fyrsta ári tók hún að
tapa þyngd og fljótfær læknir full-
yrti að hún væri „dálítið sein-
þroska”. Frá þeirri stundu varð
hún að sæta æ verri misþyrming-
um af hálfu föður síns. Hann hafði
reyndar aldrei kært sig um hana.
Fjölskylduharmleikur
Þegar Genie var 20 mánaða dó
föðuramma hennar í bílslysi og
varð þetta til þess að faðir hennar
varð enn biturri og dýrslegri í
háttum. Fjölskyldan flutti inn í
hús ömmunnar og einangrunin frá
umhverfinu varð nær algjör.
Genie var lokuð inni í herbergi
sem varð heimur hennar í tólf
hræðileg ár.
Á daginn var hún spennt niður á
stól með kopp í setunni. Hún var í
beisli sem faðir hennar saumaöi á
hana í þessu skyni.
Yfirleitt var hún nakin. Á nótt-
unni var hún sett í svefnpoka sem
var svo þröngur að hún gat ekki
hreyft hendurnar. Þetta var eins
konar spennitreyja. Rimlarúmið
hennar var í raun búr því á því var
líka lok úr rimlum. Rúmið og
salemisstóllinn voru einu hús-
gögnin í herberginu. Neglt var
fyrir tvo glugga sem á herberginu
voru og allt sem Genie sá af ver-
öldinni utan fangaklefans var
rönd af himni milli fjala og lítill
þríhyrningur af húsgafli sem hún
sá gegnum gat á hinum gluggan-
um.
Urrandi faðir
Mannlegt mál heyrði Genie
aðeins þegar faðir hennar fékk
reiðiköstin — enginn annar á
heimilinu mátti tala upphátt.
Enginn talaði við Genie og ef
bamið gaf einhver hljóð frá sér
stillti faðirinn sér upp fyrir
framan herbergisdymar og urraði
og gelti eins og hundur!! Ef þetta
dugði ekki til þess að þagga niður í
henni kom hann inn og barði hana
með priki.
Matur var borinn til Genie
Á fyrsta ári eftir að Genie var laus úr
prísundinni teiknaði hún aðeins ef hún
var beðin þess og teikningarnar líkt-
ust teikningum smábarna.
þrisvar á dag, smábamamatur
eins og grautur og í besta falli lin-
soðið egg en aldrei venjuleg föst
fæða. Þegar Genie var á fjórtánda
ári flýði móðirin sem þá var að
verða blind. Félagsráðgjafi komst
á snoðir um tilvist Genie og lög-
reglan tók bamiö í sína vörslu.
Foreldrarnir vom ákærðir fyrir
misþyrmingar á baminu en dag-
inn sem átti að dómtaka máliö
svipti faðirinn sig lífi. Hin hræði-
lega reynsla stúlkunnar kom
smátt og smátt fram í dagsljósið,
sumpart í frásögnum móðurinnar
og sumpart seinna í frásögnum
Genie sjálfrar.
,,Rangt” heilahvel
Nú á tímum álíta vísindamenn
að fólk geti aðeins lært að tala á
vissum aldri, það er upp að kyn-
þroskaskeiði. Eftir gelgjuárin er
það um seinan. Eiginlega er ekki
hægt að sanna kenningar sem
þessar nema böm séu til sem eng-
in málleg samskipti hafa við aðra
allt uppvaxtarskeið sitt. Harm-
leikur Genie varð þess vegna efni-
viður rannsókna í málfræði og
sálarfræði. Kenningin um mál-
þroskaaldurinn var annars sett
fram af E. H. Lenneberg og studd-
ist hann einkum við athuganir á
fólki sem orðið haföi fyrir heila-
sköddun.
Alveg mállaus
Þegar Genie komst undir
hendur sérfræðinga var hún al-
gjörlega mállaus. Venjulega brúk-
um við vinstra heilahvel til mál-
myndunar (nema örventir) og ef
það skaddast áður en fólk nær
þrettán ára aldri tekur hitt hvelið
við. En þetta hlaut að verða
erfiðara hjá Genie. Eftir nokkurra
mánaða dvöl á spítalanum skildi
hún samt nokkur orð eða hljóð
sem notuð eru í leikjum.
Vorið 1971 sagði Genie
„mamma” af eigin hvötum og tvö
til þrjú orð til viðbótar. I maí gat
hún talið upp að fimm og kunni
nokkur litalýsingarorð og atviks-
orð. 1 júlí gat hún myndað tveggja
orða setningar og þriggja orða í
nóvember. Orðaröðin var oftast
rétt en hún talaði sjaldan að fyrra
bragði.
Eftir fimm ára stööuga þjálfun
talaöi Genie enn afar brotakennt
mál. Einna erfiðast var fyrir hana
að mynda spumarsetningar.
Susan Curtiss heldur því fram
aö erfiðleikar Genie við að læra að
tala sanni kenningarnar um af-
markað tímabil sem bömum gefst
til að læra að tala. Það er talið
sannað að hún noti hægra heila-
hvel til málmyndunar og það er
þar sem viðbrögð verða þegar hún
heyrir orð. Raunar er það svo að
hægra heilhvelið í Genie er mun
betur þroskað en hið vinstra og
hún hefur sýnt góðan árangur í
prófum á hæfileikum sem eiga sér
ból þar, eins og rúm- og heildar-
skynjun.
Þaö virðist sem sagt sannað
með athugun á atferli Genie og
málþroska hennar að fólk sem
ekki lærir að tala á eðlilegum tíma
af annarlegum ástæðum eða
verður fyrir skaða á vinstra heila-
hveli, þar sem málstöðvamar em,
læri að tala en málið verði frum-
stæðara og tjáningin takmörkuð.
Eins og nú stendur fara engar
frekari rannsóknir fram á Genie.
Hún er á hæli fyrir fullorðna og
Susan Curtiss fær ekki leyfi til að
hitta hana. Móðir Genie hefur
reyndar stefnt henni fyrir að mis-
nota upplýsingar sem gefnar vom
í trúnaði.
26 Vikan 42. tbl.