Vikan - 29.11.1984, Blaðsíða 25
Rassaköst á Fíat
Fyrr er búist viö að kynnt
verði ný vélartýpa sem eigi
eftir að ryðja sér til rúms í öilum
Fíat — og fíattengdum — vélar-
húsum. Það gengur fjöllunum
hærra að þessi splunkunýja vél
verði sem fyrst kynnt í nýrri týpu
af Utlum LanciabU í febrúar eða
mars á næsta ári og komi síðan í
UNO-línunni næsta haust. Og
menn skyldu ekki láta koma sér á
óvart þótt kynnt yrði líka ný, lítil
og þýðgeng dísUvél í þessa bíla.
Fiat Uno 1,3 turfoo — engin bylting í
útliti en þö má greina nýjar lött-
melmisfalgur og duggunarlitið
skyggni yfir afturrúðu — minnir 6
Felubillinn Flat Uno station — eða
„Uno Skotto" (Uno með skotti) á
tilraunabraut i Torino.
Á þriðja framleiðsluári Uno-
línunnar hjá Fíat koma tvö ný af-
brigði fram í dagsljósið. Fíat Uno
1,3 turbo er annaðhvort kominn
fram núna eða kemur í síðasta
lagi á Genfarsýningunni í mars á
næsta ári. Hann er 77 kW (105 ha
DIN) að + orku og getur þeytt;
smápútunni upp í 180 km há-
markshraða — með túrbínunni,
sem er japönsk, af gerðinni IHI.
Unoinn virðist þola þetta allbæri-
lega enda virðist þar vera á
ferðinni seiglings bíll, eins og svo
margir Fíatar á undan honum.
Að útUti til er ekki auðgert að
gera sér grein fyrir hvort þar fer
Uno af gömlu gerðinni eða Uno
turbo. Þó er tvennt til
leiðbeiningar: Turboinn fær
felgur úr léttmálmi og duggunar-
Utinn spoiler yfir afturrúðuna,
léttsvipað og Golf GTI.
Hitt afbrigðið á eitthvað lengra
í land. Það er alvöru, afturbyggð
stationútgáfa. Þeir hafa verið að
prófa ýmis afbrigði þessu tengd á
tilraunabrautunum í Torino und-
anfarið en ÖU dulbúin, eða réttara
sagt með eins konar skuplu eöa
hettu yfir svo enginn sjái hvemig
bamið á að verða — þó raunar
megi draga nokkra ályktun af
sköpulagi skuplunnar sjálfrar.
Búist er við að einum glugga verði
bætt aftan við aftari hurðina og
bíllinn nánast lengdur sem því
svarar en afturhlerinn sjálfur
kallana sam létu derifl snúa aftur á
sixpansurunum sinum i gamla
verði svipaður og nú er. Jafnvel daga.
em uppi getgátur um það að út úr
þessu brölti kunni að koma Uno
með skotti. Jafnhliða virðast Italir
vera eitthvað að reyna að breyta
bílnum lítils háttar að framan —
mest til málamynda að því er
virðist og varla til prýði. En þetta
er kannski ekki einu sinni það sem
koma skal á næsta ári, hugsanlega
ekki fyrr en 1986.
Fjölhæfur bíll frá Danmörku
Margt hefur Danskurinn vel oss
veitt segir i kvæðinu góðkunna og
það ætlar sannarlega engan enda
að taka. Vonir standa til að þessi
danski bQl verði kominn í sölu
eftir svo sem eitt ár — hann er
sem stendur aðeins til í einu ein-
taki og undirgengst um þessar
mundir þolraunir af ýmsu tagi til
að sjá hversu vel hann dugir.
Hvenær ætla framleiðendur að
læra að eins árs venjuleg notkun á
Islandi svarar þeirri spumingu út
í æsar?
Nema hvað: undirvagninn, það
er að segja vél, kassi og framdrif,
kemur frá Peugeot og er hið sama
Peugeot 205. Afgangurinn kemur
frá verksmiðju í Viborg og það er
iðnhönnuðurinn Timmy Jensen
sem hefur hugsað upp þetta sér-
kennilega útlit og notagildi
boddísins yfirleitt. 1 grundvallar-
gerðinni er þetta fólksbíll sem
með fáeinum handtökum verður
breytt í station-, sendiferða- eða
jafnvel skúffubfl. Það er sem sé
ekki sagt nema andartaksverk að
kippa þakinu eða hliðunum af og
setja aðra hluti þar tfl gerða í
staðinn.
Og hvað heitir svo þessi upp-
rennandi Dani? Nafnið segir
nokkuð um það álit sem hönn-
uðurinn hefur á honum. Hann heit-
ir Logicar II. Lógískt, finnst ykkur
ekki?
42. tbl. Víkan 25