Vikan


Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 14

Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 14
Jón Sigurgeirsson, fjölhagi, ásamt konu sinni, Ragnhildi Jónsdóttur frá Gautlöndum. tóku upp í sig og höföu hátt, en þetta var ekki til að kvarta yfir og viö sáum eftir þessu fólki þegar þaö fór úr ná- grenninu.” „Svo við förum ögn til baka — þegar þú fluttir hingað og fórst að hafa sumarfri — hvers konar ferðalög tóku þá við hjá þór?" „Ég var nú meö þeim fyrstu hérna sem fengu herjeppa eftir stríöiö og þá var leitað til manns ákaflega mikiö aö fara hérna yfir Vaölaheiöi, að flytja fólk og sækja. Þá var ekki reynt aö moka neitt, þótti gott ef maöur gat haft hjólför til aö styöjast viö. En svo voru þetta náttúrlega skemmtiferðalög upp um fjöll og fimindi. Ég hef nú svo sem sagt frá því áður en ég brúaöi bæði Kreppu og Jökulsá meö aöstoð góöra manna. Fyrri brúin var göngubrú yfir Gamli spitalinn var fœrður upp i fjall þar sem hann er nú skíða- hótel. En óg fékk það sem eftir stóð. Kreppu í Hvannalindir en svo réöumst viö í aö gera ökufæra brú yfir Jökulsá að vestan og hún var þar í þrjú ár — þá hrundi gilið eöa breikkaði svo aö bitarnir náöu ekki og svoleiðis situr þaö enn. Ég skil ekkert í mönnum að hafa ekki tekið þarna upp þráöinn og gert nýja brú, því þetta er svo geysileg viöbót verömæta fyrir ferðamenn sem færu inn í öskju aö skreppa um leið inn í Kverkf jöll. Ég fór margar feröir þarna inn um Ödáðahraun og Krepputungu á hverju einasta sumri. Mér varö alltaf vel til meö kvenfólk, venjulegast var mest kvenfólk í bílnum hjá mér. Þær eru yfirleitt ágætis feröafélagar og ekkert síður áhugasamar aö feröast en karl- menn, nema frekar væri. Ég er nú löngu hættur aö hafa nokkum einasta áhuga á þessum samkomustööum hér uppi á fjöUunum, eins og Heröu- breiöarlindum og Jökuldalnum og Hveravöllum, þetta er ekkert líkt því sem áður var þegar maöur átti þetta allt skuldlaust og einn — nú er þetta bara eins og maöur fari á stóörétt.” „En Hvannalindir standa líklega fyrir sinu ennþá." „Jú, þær standa nokkum veginn fyrir sínu, en þá fór svona með brúna yfir Jökulsá. En göngubrúin stendur enn — þaö er aö segja endumýjuð, þeir tóku þessa gömlu timburbrú. Hún var nú ekki merkileg. Þetta voru höggvin tré, ég held fimm tommur á kant, fimm metra löng, minnir mig. Þeir hlógu nú aö mér, að fara meö þessi tré, og reyndar voru þeir búnir að koma mér til aö trúa því aö þetta næði ekki. En ég var búinn að finna þennan staö áöur, þar sem var svona stutt yfir, áleit að þaö væri ekki nema þrír metrar, eitthvaö svoleiöis. Svo þegar ég var kominn í námunda viö þennan staö flýtti ég mér til þess aö skoöa þetta, hvort væri nokkurt vit í að halda áfram meö þessa spýturafta þarna, en þá náttúrlega sannfæröist ég. Mig minnir þetta væri ekki nema 2,80 milli brúna, en svo hefur þetta víkkaö í seinni tíö. Þetta er móbergsgljúfur og ekki gamalt, og áin sleikir þaö innan.” „Komstu aldrei i hann krappan á þessum ferðum þinum?" „Ég fór á gúmmíbáti yfir margar þessar stórár þarna. Ekki segi ég þaö nú, aö ég væri ekki hræddur stundum. Þaö má fara allan f jandann á gúmmí- bát. Ég var svolítið hræddur á Köldu- kvísl einu sinni. Ég ferjaði þar gamlan mann. Hann var stór og þungur og ein- hentur, svo hann gat ekki haldið sér sem skyldi. Sigursteinn hét hann. Viö fórum þama yfir um morguninn og áin var ekkert slæm, bara lygn og góð, og viö Sigursteinn vorum fyrir austan Jóhann Konráðsson var deildar- stjóri á geðdeildinni. Kom þar upp stórum barnahópi og þeir voru stundum hávaðasamir, dreng- irnir. allan daginn og gengum suöur aö Þóris- vatni og komum ekki fyrr en um miðja nótt til baka. Þá var áin ekkert lík því sem hún var um morguninn. Báturinn, sem við skildum eftir á góöum staö uppi á bakkanum, var nú úti í hólma og ég mátti vaða langa leiö til þess aö ná í hann. Þaö haföi hækkaö svona helvíti mikið. Mér leist ekkert á þetta. Fór nú vestur yfir fyrst meö farangurinn okkar og hrakti mikið. Leist ekkert á aö fara aðra ferö en skellti mér nú samt í þaö aö ferja Sigurstein. Þaö var ekkert annaö að gera. Viö fórum dá- lítiö ofar út í og ég batt hann niður í bátinn og viö skelltum okkur af staö og vorum undir eins komnir þama yfir straumgaröinn. Ég man alltaf aö mig undraöi hvaö okkur gekk vel. Við fórum náttúrlega ýmist afturábak eöa áfram, en þaö heppnaðist vel. Já, þaö eru allir meira og minna veikir fyrir því að ferðast. Mér finnst nú óþarfi aö fara endilega suöur aö Miðjarðarhafi. Menn eiga margt óséö, flestir, hér á Islandi. Nema þá til aö sjá bert kvenfólk, sem virðist aöallega vera þar eftir auglýsingunum aö dæma. En þaö má vafalaust veita sér þaö iika hér á landi, aö sjá bert kven- fólk.” „Hefurðu farið til Miðjarðar- hafsins?" „Nei, en ég hef farið talsvert til út- landa. Meira að segja veriö tíu daga á Grænlandi. 1951 fór ég á söngmót blandaðra kóra í Stokkhólmi, meö Kantötukór Akureyrar. Þá vorum viö fimm vikur í Svíþjóö, Danmörku og Noregi. Svo var ég einu sinni einn vetur í Englandi. Þaö var meðan ég var ógiftur — ég haföi ekki tíma til aö gifta mig fyrr en ég var fertugur, þaö var svo mikið að gera. Þetta bar þannig til meö Englands- feröina aö ég kynntist strákum sem komu hingaö til aö veiða. Þeir kölluöu sig bændur en mér þótti þeir af- skaplega fátæklega útbúnir og hafa lítiö. Ég spuröi þá hvort ég gæti ekki Þá var ekki reynt að moka neitt, þótti gott ef maður gat haft hjól- för að styðjast við. fengiö að vera um tíma þama í Englandi að læra ensku og sjá mig um. Þeir sendu mér svo skeyti þegar þeir komu heim til föður síns og sögöu aö mér væri velkomið aö koma og vera eins lengi og mig lysti. Ég fór um haustið og var fram á vor. Ég mátti vinna það sem ég vildi og yfirleitt hafa þaö eins og ég vildi. En mér brá þegar ég kom út því þetta voru þegar til kom allt stór- höfðingjar og majórar og greifar og áttu Rolls Royce bíla og hvaðeina. Þetta er þeirra háttur, svona stór- menna, aö senda unglinga út um heim og láta þá ekki hafa neina peninga. Þetta reynir manninn og er sjálfsagt gott. „Lœrðirðu smíðar eða kom þetta af sjálfu sór?" „Nei, ég læröi þetta ekkert.” „Þú ert þá það sem stundum er í auglýsingum kallað „vinnufús hag- leiksmaður"." „Já, ég býst við því. Maður gat allt aö einu gert þetta eins og hver annar.” „Þú hefur náttúrlega smiðað yfir herjeppann þinn sjálfur." „Já, já. ílr krossspæni. Ég get sagt ykkur, ef þiö nennið, smásögu af yfir- byggingu á bíl. Ætli þaö hafi ekki veriö '34 eöa eitthvaö svoleiöis aö ibílstjóri þarna í Mývatnssveit, Siguröur Stefánsson, pantaöi sér nýjan Chevroletbíl. Maöur heyrði aö þeir væru komnir svo stórir á markaöinn, En það má vafalaust veita sór það lika hór á landi, að sjá bert kven- fólk. axlarháir á vatnskassa, var manni sagt, og buröamiklir, og Sigurður fékk mig til að fara með sér aö kaupa efni í hús á bílinn — þetta var bara grindin. Ég var eins og alltaf, ja, maður gerir þetta í hugsunarleysi, heldur aö maöur geti gert alla skapaöa hluti, þótti sjálf- sagt aö fara bara meö honum og kaupa efniö og smíöa svo hús á bílinn. Við fórum hingað til Akureyrar og bundum 14 ViKan Z4- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.