Vikan - 13.06.1985, Síða 16
Þegar Myriam Bat-Yosef var hér síðast á ferð málaði hún tviburana Hauk og Hörð.
Þannig vil ég láta bua
mig
Listakonan Myriam Bat-Yosef
heldur um þessar mundir list-
sýningu i vestursal Kjarvalsstaða.
Hún sýnir þar myndverk máluð á
siiki og striga, myndir unnar með
blandaðri tœkni (litógrafíur,
teikningar og klippimyndir),
málaða hluti og Ijósmyndir af
þegarég
gjörningum sem hún hefur framið.
Þar eru einnig Ijósmyndir af því
hvernig listakonan vill láta búa sig
þegar hún deyr. Hún vill láta klæða
sig i kjól úr efni sem hún hefur sjálf
unnið, mála líkama sinn eftir vissri
fyrirmynd sem hún hefur gert og
setja hjá sór myndverk úr sama efni
dey
og kjóllinn. Þannig verður lista-
konan að lokum eitt af sinum eigin
listaverkum — verður eins og öll
listaverk, timalaus og ódauðleg.
„Ég er afbrýðisöm út i min eigin
listaverk vegna þess að þau eru
óháð tímanum."
Líkt og hinir fornu Egyptar létu
smyrja sig meö smyrslum sem
varðveittu líkama þeirra mun
listakonan lifa áfram í verkum
sínum. Lífiö eftir dauðann felst í
því að lifa áfram í minningunni
hjá eftirlifendum.
Gjömingar Myriam eru alltaf
ljósmyndaðir. Þannig getur hún
fryst hina hraðfleygu stund. Allt
stefnir að því að gera hluti tíma-
lausa. Hún samsinnir því að ef til
vill sé öll list að nokkru leyti fólgin
í því að sigrast á tímanum og
dauöanum.
Myriam Bat-Yosef er íslenskur
ríkisborgari og heitir samkvæmt
því María Jósefsdóttir. Hún er
fædd og uppalin í ísrael, en var
gift málaranum Erró og bjó hér
með honum á árunum 1957—64.
Síðan hefur hún búið í Jerúsalem,
New York og París. Hún stundaði
listnám í Israel og París og málaði
fyrst mikið af portrettum og
olíumálverkum. Hún málaði af-
strakt, heillaðist af súrrealisma
og symbólisma. Árið 1964 fór hún
að mála hluti, stóla til þess að
selja, en þessir stólar hennar voru
þó engin venjuleg skrautmáluð
hægindi. Hún útvíkkaði enn svið
sitt með því að mála á fólk og
fremja gjöminga. Á Baií kynnt-
ist hún hvemig fólk notar grímur
og málningu til sjálfstjáningar.
Þannig getur allt orðið henni að
listaverkum — listaverkið er ekki
bara afmarkað innan ferhyrnds
ramma, allt er samofið.
Áhrif íslands á list Myriam
segir hún fyrst hafa veriö frá hinni
ósnortnu náttúru. Hún kom hingað
fyrst frá ítalíu þar sem allt um-
hverfið var s.iert af manns-
höndinni, miklar byggingar og
garðar. Þá fór hún aö mala af-
strakt. Önnur áhrif og áþreifan-
legri eru litimir. „Á íslandi eru
skærustu og sterkustu litir í
heimi.”
Á sýningunni á Kjarvaisstöðum
eru nokkrar myndir sem eru kven-
legar útgáfur á verkum frægra
manna. Þau eru máluö á efni,
mynstruð og gagnsæ. Þannig
er kvenleikinn, segir Myriam.
Karlmenn eru fremur lundaðir
fyrir rökvísi en konur fylgja frek-
ar tilfinningum í maganum. En
þetta er ekki einhlítt. Allt er úr yin
og yang — hinum kvenlegu og
karllegu eðlisþáttum í öllu og það
er mismikið af því í öllum körlum
og konum. Lífið byggist á að finna
jafnvægi þessara þátta, dauðinn
er þegar yin og yang skiljast að.
16 Vikan 24. tbl.