Vikan - 13.06.1985, Side 20
tunglsljósi, höfnin í Hong Kong,
aparnir á Gíbraltar; einu sinni
barst bréf meö þremur eöa fjórum
ljósmyndum af henni samkvæmis-
klæddri meö höfuðsmanninum, at-
vinnuhermanni fram í fingur-
góma, glæsilegum á að líta og ekki
lítið sjálfumglöðum í hátíðarbún-
ingi. Hún lofaði að koma með
Matthew að hitta okkur næst þeg-
ar þau kæmu til London, en þau
komu aldrei og það var kannski
eins gott — gleði mín yfir að hitta
hana aftur heföi fullkomlega
bliknað yfir allsendis ástæðulausri
afbrýðisemi minni í garð
mannsins sem hún hafði gifst.
Ég býst við að ég hafi hætt að
hugsa um hana eftir nokkurn tíma
þó ég væri enn með mynd af henni
í veskinu mínu. Ég gáði sjaldan aö
henni svo ég vissi af en fann ávallt
að hún var þar; að fleygja henni
burt hefði einhvern veginn verið
aö útiloka hana fyrir fullt og allt
frá lífi mínu.
Og svo, fyrirvaralaust og án þess
svo mikið sem að láta okkur vita
að hún væri í landinu, kom Emma
heim til ömmu, grátbólgin og föl,
og tilkynnti að því væri öllu lokið,
hún væri farin fyrir fullt og allt frá
Matthew.
Ömmu brá í brún. í hennar
heimi gifti fólk sig og var gift eftir-
leiðis en þegar hún sá Emmu á
tröppunum, þreytta eftir ferðalag-
ið og grennri en nokkru sinni fyrr,
dró hún hana inn, setti hana niður
og tók þegar í stað að búa um rúm-
ið í gestaherberginu.
„Þú getur sagt okkur frá þessu
á morgun,” sagði hún, „og þá
getum við ákveðið hvað er best að
gera. En þangað til er viskíflaska í
eldhúsinu.” Hún kinkaði kolli til
mín að fara og sækja hana og ég
reis hlýðinn á fætur, feginn að
gera eitthvað sem losaði mig við
vanlíðanina að sjá Emmu, litla og
samanhnipraða í sófanum.
„Ég verð enga stund,” sagði ég,
reyndi að vera fastmæltur. „Það
lítur út fyrir að þú hefðir gott af
viskíglasi.”
„Það væri ágætt,” sagði hún og
brosti í fyrsta sinn frá því að hún
kom.
Ég var skjálfhentur og tók mér
af ásettu ráði góðan tíma til að
taka fram glösin og viskíflöskuna,
reyndi aö koma reglu á hugarrót
mitt. Eftir svolitla stund elti hún
mig inn í eldhúsið og stóö við
gluggann, starði yfir húsþökin og
það leið nokkur stund áður en hún
tók til máls.
„Ég er búin að klúðra þessu svo
illa!” sagöi hún skyndilega. „0,
Charlie, ég er svo hrædd! ”
Ég mældi viskíið vandlega, lyfti
glasinu upp í augnhæð, var ekki
viss um hvaö Emma vildi sterka
blöndu. Það virtist vera mikilvægt
að einbeita sér að verkinu sem ég
var að vinna, að vera þögull og
leyfa henni að tala ef hún vildi og
því sagði ég ekkert þegar hún tók
aö eigra eirðarlaus fram og aftur
um eldhúsgólfið.
Hún hnyklaði brýnnar um leið
og hún sagði: „Þegar ég var lítil
var þetta allt svo einfalt — það
voru alltaf einhverjir að leiðbeina
mér og dekra við mig, alltaf ein-
hver sem batt um meiddan fingur,
semkysstiá bágtið. . .”
Ég hugsaði um stóra húsið í
Surrey, um barnfóstruna sem þar
bjó, um eldabuskuna og röðina af
þjónustustúlkum sem öllum mátti
treysta til að fylgjast ástúðlega
með ungfrú Emmu og gæta þess
að ekkert illt kæmi fyrir hana.
„En meira að segja þá var ein-
manalegt — bara fólk sem var
greitt fyrir að gæta mín,” sagði
hún.
„Mamma þín — henni þótti
vænt um þig, er það ekki? Hvað
meðhana?”
„Hún átti alltaf svo annríkt —
ég veit það ekki, hún virtist aldrei
hafa tíma aflögu, ekki eins og
amma.” Hún starði niður í glasið
sitt. „Það er ágætt að vera ríkur,”
hélt hún áfram, „en það býr mann
eiginlega ekki undir að verða full-
orðinn.” Rödd hennar dó út og hún
var að því komin að bresta í grát.
„Hérna,” sagöi ég og kinkaði
kolli í átt að viskíinu. „Drekktu
svolítiö af þessu og þá líöur þér
skár.”
Hún brosti. „Þú ert alltaf svo
hagsýnn, Charlie! Það kann ég
best við hjá þér! ” í fyrsta sinn leit
hún beint í augu mín og ég var
aftur oröinn klaufskur skólastrák-
ur, svimaöi af ilmvatnslyktinni af
henni, af lögun höku hennar, ringl-
aður af návist hennar. Mig langaði
að snerta mjúkt og glansandi
hárið og ég gerði mér grein fyrir
því að — hvort sem mér líkaði
betur eða verr — ég var enn ást-
fanginn.
„Charlie?” Hún horfði upp til
mín og ég flýtti mér að hemja
hugsanir mínar.
„Ég var bara að velta því fyrir
mér,” byrjaði ég, „hvernig við
getum best hjálpað þér úr þessum
vandræðum. Við amma elskum
þig bæði mjög mikiö, það
veistu. . .” Ég þvældi bara, leitaði
að hvaöa oröum sem vera skyldi
sem gætu falið sannar og fremur
skelfilegar tilfinningar mínar.
„Viltu aftur í glasið?” sagði ég
örvæntingarfullur og hún hló um
leið og hún benti á glasð sem enn
stóð ósnert.
Við stóðum um hríð þegjandi,
gægðumst út um gluggann á
myrkriö fyrir utan, svo sagði hún
loks: „Manstu þegar við klifr-
uöum í brunastiganum?”
Ég kinkaði kolli. „Ég man að ég
var dauðhræddur,” sagði ég.
„Var það? Mín vegna?”
„Nei — hræddur um sjálfs-
virðingu mína. Ég var hræddur
um að þú tækir eftir hvað ég var
skelfingu lostinn og færir að hlæja
að mér. ’ ’ Hún hafði virst hugrökk í
samanburði við það þangað til ég
sá skelfinguna í augum hennar.
„Ég hef alltaf verið að gera
svoleiðis kjánastrik,” sagði hún.
„Eggjað sjálfa mig á að gera
eitthvað fáránlegt, bara til að fólki
þætti mikið til koma, verið svo
sjálf dauðhrædd við uppátækin á
endanum.”
„Eins og aö fl j úga til tunglsins, ’ ’
sagði ég, greip til orðanna sem
hún hafði notað í þetta skipti,
reyndi aö gera að gamni mínu.
Hún andvarpaði. „En það var
allt ákaflega fallegt. Fannst þér
það ekki? Manstu eftir ljósunum í
gegnum trjágreinarnar og stjörn-
unum og umf erðinni sem hvíslaði í
fjarska?”
Öxl hennar straukst næstum við
handlegg minn meðan viö
horfðum á sömu trjátoppa, yfir í
almenningsgarðinn og á ána hand-
an hans, á há íbúðarhús sem voru
ekki þarna þegar við vorum börn.
„Mikið er dapurlegt að við
urðum að fullorðnast,” sagði ég.
Hún horfði upp til mín, augu
hennar hlý og brosandi. „Þú
hefðir átt að koma með mér til
tunglsins, Charlie!” sagði hún.
„Þá hefði endirinn kannski veriö
annar.”
Ég var óreyndur í þessum orða-
leik á milli karls og konu; einu
stúlkurnar sem ég þekkti voru
yfirleitt fremur leiðinlegar,
alvörugefnar verur, hallar undir
vísindalegar rannsóknir með lít-
inn tíma fyrir ástarævintýri og af
þeim var gjarna lykt af eter og
formalíni; ilmvatn Emmu yrði
fall mitt ef ég gætti mín ekki.
Ég sagði næstum reiðilega:
„Hvað þá um Matthew?”
Hún hnyklaði brýnnar. „Ég held
að þú þurfir ekki að hafa of miklar
áhyggjur af honum,” sagði hún
hægt. „Hann verður búinn að
gleyma mér innan mánaðar — að
minnsta kosti sem manneskju.
Hann þurfti í rauninni aldrei á
mér að halda; ég var bara einn
sigurvinningurinn til viðbótar að
grípa með sér, falleg kona sem
vissi viö hverju herdeildin bjóst af
henni.” Hún dró snöggt að sér
andann og tárin virtust aftur ætla
að kæfa hana.
Ég rétti henni höndina en hún
hristi höfuöið. „Leyfðu mér aö
segja allt af létta — bara einu
sinni,” bað hún. Ég stóð hjálpar-
vana en hún hélt áfram: „Hann
virtist svo sterkur, svo áreiðanleg-
ur, og ég þarfnaðist öryggisins
sem ég hélt að hann hefði að
bjóða.” Hún hló snöggt. „Þaö er
nokkuð sem tengist einkennisbún-
ingi, veistu — einhvern veginn svo
traustvekjandi og viðeigandi! En
það var bara farsi — hann var alls
ekki þannig.” Hún hvíldi báöar
hendur á gluggasyllunni og þrýsti
enninu upp aö köldu glerinu. „Ég
efast um að hann svo mikið sem
taki eftir því að ég sé horfin. ’ ’
„Æi, láttu ekki svona! ”
Hún yppti öxlum. „Jæja, segj-
um þá að það komi honum að
minnsta kosti ekki í uppnám.”
Hún var þögul, dró sig í hlé frá
mér og ég hélt að hún hefði lokið
máli sínu, en allt í einu — eins og
hún væri að skipta um umræðu-
efni — sagði hún: „Veistu, ég var
alltaf svo hrædd þegar ég var lítil
— svo ofboðslega einmana. ”
„Þú? ” Ég hló vantrúaður.
Hún kinkaði kolli. „Veslings
litla ríka stúlkan sem söng í
myrkrinu og flæmdi skuggana
burt; og svo kom Matthew og ég
hélt að hann myndi gera heiminn
minn hlýjan og öruggan. ..”
„Ogsvo.. .?”
„Þetta var allt uppgerð. Hann
er ákaflega myndarlegur maður'
en það er í rauninni ekki meira af
honum en það — nema kannski
metnaðargirndin hans.” Hún
yppti öxlum hjálparvana. „Hann
er ákaflega metnaðargjarn. Hann
getur eflaust ekki að því gert. ”
Ég held að ég hafi ekki ætlaö að
segja neitt þá stundina en orðin
hrutu af vörum mér áður en ég gat
stöðvað þau. „Ég hefði gætt þín ef
þú hefðir leyft mér það,” sagði ég.
„0, Charlie.” Ég hafði séð sömu
örvæntinguna í augum hennar
þegar hún teygði sig í mig yfir
myrkrið þarna uppi á meðal
stjarnanna og ég tók í hönd hennar
aðhugga hana.
„Ekki vera hrædd,” sagði ég.
„Ekki lengur.”
„Ætlarðu alltaf að vera til
staðar, Charlie, þegar ég þarfnast
þín. ..?”
Ég kinkaði kolli. Það yrði ekki
auðvelt, fyrir hvorugt okkar, ekki
um hríð, og það voru ýmis ljón í
veginum að sigrast á áður en viö
gætum horft öruggum augum til
framtíðarinnar. Þaö hafði verið
langur tími, þessi biðtími eftir
Emmu, en núna var biðin næstum
á enda.
„Ég verð til staðar,” sagði ég.
„0, já, ég verö til staðar.”