Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 23
16. júní:
Sá sem fæddur er þennan dag er
skjótráður og skemmtilegur en
dálítið ör í lund. Athafnasemin er
mikil og stundum veröur löngunin
eftir aö láta til sín taka svo sterk
aö hún veldur áberandi eirðar-
leysi. Orkan er ótæmandi og
veltur mikiö á því aö hún fái eðli-
lega útrás. Ef afmælisbarnið
finnur ekki athafnaþrá sinni hæfi-
legan farveg er hætt viö aö af-
leiðingin veröi vanlíðan og
takmarkalaus óþreyja og eirðar-
leysi. Sá sem fæddur er í dag þykir
skemmtilegur félagi og hann á
auðvelt með að afla sér félaga en
nær samt ekki ævinlega að
tengjast fólki nánum böndum.
Hættir dálítið viö þunglyndi.
Starf svettvang kýs hann sér helst
í viðskiptum, blaðamennsku eða
þar sem kostur er á tíðum ferða-
lögum. Þar munu eðliskostir
afmælisbarnsins, skjótræöi og
snörp greind, njóta sín vel. Sá sem
fæddur er í dag er ekki til þess
fallinn aö stunda störf sem ekki
sýna árangur fljótlega. Honum
mundi til dæmis henta báglega að
fara út í skógrækt á örfoka landi
eða brunahrauni. Þar þarf aðra
eiginleika en þeim eru gefnir sem
fæddir eru þennan dag. Á hinn
bóginn má ætla að afmælisbarnið
muni komast ágætlega af þótt ekki
safnist því neinn stórgróði.
Hvað varðar ástina og
samskiptin viö hitt kynið skiptast
vissulega á skin og skúrir.
Skemmtilegheitin afla afmælis-
barninu nægrar athygli og
aðdáundar en það endist ekki
alltaf fram yfir fyrstu kynni. Sá
sem fæddur er í dag hrósar
reyndar stundum happi yfir þessu
því innst inni er hann óviss um
hæfileika sína og ekkert of fús að
setja þá undir mæliker. Hann
lætur sér yfirleitt nægja að daðra
og gerir þaö af hjartans lyst og
stundum af íþrótt. Um síðir kemur
þó aö því aö makinn finnst og þá er
mikið undir því komið að makinn
skilji og skynji hinar dýpri
hræringar afmælisbarnsins en
dæmi það ekki af útlitinu og
hranalegum andsvörunum einum
saman.
Heillatölurer5og7.
+ + + * ¥ 17. júní: * * * * *
Þeir sem fæddir eru þennan dag
eru vissulega allólíkindalega af
guði gerðir. Þeir eru snöggir
til átaka en stundum dálítið latir.
Þeir eru fljótir að átta sig á
hlutunum en þó annað veifið
ótrúlega skilningssljóir. Þeir eru
reikulir í ráöi en eiga þó til að vera
hverjum manni þrautseigari þeg-
ar þeir vilja það viö hafa.
Hæfileikamir eru víða og helst er
sú hætta á ferðum aö fjölhæfnin
komi niður á rótfestunni og af-
mælisbarnið festist lítt við það
sem það tekur sér fyrir hendur.
En ef það nær tökum á góðum gáf-
um sínum og tekst aö hemja sig
nógu lengi til þess aö ná settu
marki eru flestar leiðir færar.
Það verður þó varla brýnt nógu
duglega fyrir þeim sem fæddir eru
þennan dag að láta ekki fjötra sig
viö einhæf og tilbreytingarlaus
störf. Tilbreytingin og nýjung-
arnar eru eins og andrúmsloftið
þeim sem fæddur er þennan dag,
annars veslast hann upp eins og
planta í þurrki. Starfið verður
líklega helst tengt flutningum og
ferðalögum en þó kemur til greina
að afmælisbarnið hasli sér völl í
störfum sem tengjast útgáfu eöa
prentverki.
Ekki verður sagt um afmælis-
barniö að stöðugleiki og trygg-
lyndi setji svip sinn á tilfinninga-
lífið. Þvert á móti er þar æ ofan í æ
róið á ný mið og þess vandlega
gætt að festa ekki trúss við neitt til
langframa. Auðvitaö kemur samt
að því að sá sem fæddur er í dag
kýs að leggja að í hinni tryggu
höfn hjónabandsins en það er af
hagsýni og trúlega gert þegar
fiskunum er farið aö fækka. Ekki
eru líkur á barnmörgu hjónabandi
því satt aö segja telur afmælis-
barnið börn vera aöallega til
trafala í heimilishaldinu.
Heilsufar er gott nema hvað
hætt er við kvefi og ofnæmi.
Heillatölur eru 5 og 8.
* * * * * 18. júní: * * * * *
Hér fara saman dágóður
skammtur af viljastyrk og at-
hafnaþrá. Þessu fylgja miklir
forystuhæfileikar og útsjónar-
semi. Vinnugleðin er geysileg og
fer stundum út í öfgar. Afmælis-
barninu hættir til þess, eins og
mörgum sem gæddir eru góðum
gáfum og sterkum vilja, að telja
sjálft sig ómissandi. Því á það
erfitt með að slaka á og enn
erfiðara með að taka sér frí. Það
er þó bót í máh að ef afmælisbarn-
inu verður þetta ljóst getur því
tekist ágætlega að hafa stjórn á
öðrum og fá þá til að vinna með
góðum afköstum. Sá sem fæddur
er þennan dag er borinn til
mannaforráða og honum eða
henni farnast best ef kostur gefst á
ábyrgðarmiklu starfi í fyrirtæki
eða hjá ríkinu. En þrátt fyrir
þennan metnað í lífinu er afmælis-
barninu gefið að horfa léttilega á
lífið. Trúlega er ekki nein hætta á
að afmælisbarnið leggi árar í bát
þótt á móti blási.
Skynsemin ber gjörsamlega
ofurliði allar tilfinningar svo þeim
sem fæddur er þennan dag er
engin hætta búin af neinum ævin-
týrum í sambandi við hitt kyniö.
Afmælisbamið leggur ekki út í
nein ævintýri, samskiptin við hitt
kynið eru yfirveguð og vandlega
undirbúin. Það gefur auga leið að
hjónabandiö verður fremur
farsælt en geislandi af hamingju.
Afmælisbamið leggur mest upp
úr ráðdeild og heiöarleika en lætur
sig minnu skipta þótt hugmynda-
auðgin sé ekki upp á marga fiska.
Heilsufar er almennt gott en
nokkur hætta á streitu og kvillum
sem henni fylgja.
Heillatölur eru 9 og 5.
* + + + + 19. júní: * ¥ * ¥ *
Afmælisbam dagsins er spaug-
samt, greint og skemmtilegt. Sá
sem fæddur er í dag er gefinn fyrir
að láta hlutina gerast og það fljótt.
Athafnasemin bókstaflega ólgar í
blóöinu. Afmælisbarnið er
kjaminn í hverjum hópi og þykir
með afbrigðum fyndinn og léttur
félagi. En kímnin er einatt bara á
ytra borði og undir er kvika. Þótt
sá sem fæddur er í dag þyki taka
lífinu með lítilli alvöru og
stundum jafnvel snúa alvar-
legustu málum upp í fáránlegt
grín er hann í eðlinu tilfinninga-
samur, rómantískur og
auösærður. Háöið er bara brynja
sem viðkvæm vera bregður yfir
sig í varnarskyni.
Sá sem fæddur er í dag er
gefinn fyrir þessa heims
lystisemdir og leitar þar líkast til
algleymis frá vonsku verald-
arinnar. En í þessari þrá eftir
þessa heims gæðum er jafnframt
fólginn eilítill broddur af sjálfs-
eyðingarhvöt sem hafa verður gát
á.
Starfið verður líklega helst í
tengslum við siglingar og
sjómennsku en þó er ekki hægt að
útiloka að afmælisbarniö taki að
fást við listir. Raunar getur þaö
einnig gerst að þetta verði allt
saman hluti starfsins og þaö
snúist öðru fremur um viðskipti.
Líklegt er að afmælisbarnið verði
sterkefnað og mun það koma þeim
sem næst standa mjög á óvart.
Tilfinningalífið veröur af-
skaplega sveiflukennt. Afmælis-
barnið sveiflast frá því sem nálg-
ast að vera hin algjöra fullsæla til
hinnar dýpstu örvæntingar. Ástar-
ævintýrin eru mörg og sum svo
heit að þau brenna. Líkur eru á
fleiri en einu hjónabandi.
Taugarnar eru viðkvæmar og
afmælisbamið kann á stundum að
þarfnast góðrar hvíldar frá amstri
hversdagsleikans.
Heillatölur eru 2 og 6.
24. tbl. Víkan 23