Vikan - 13.06.1985, Síða 26
Harry Bökstedt Einkaréttur VIKAN
Er tunglið flís úr jörðinni?
Er tunglið bara stór flís úr
jörðinni sem rifnaði burt
eftir árekstur tveggja reiki-
stjarna í árdaga sólkerfisins?
Var þessi atburður einar
mestu náttúruhamfarir í
sögu jarðarinnar? Þetta er
sú kenning sem sýnist njóta
hvaö mestrar hylli meðal
þeirra vísindamanna sem
beina augum sínum aö upp-
runa tunglsins.
Og þessi kenning vekur
nœgilegan áhuga til þess að
menn haldi um hana
alþjóðlegar ráðstefnur. Ný-
lega lauk einni slíkri á
Hawaii og samkvæmt
áreiðanlegum fregnum
þaðan voru þátttakendur á
einu máli um þessa nýju
hugmynd og töldu enga
ástæðu til þess að halda sig
viö aðrar og eldri kenningar.
Tilgátan var upphaflega sett
fram af William Hartmann viö
Stjamfræðistofnunina í Tucson í
Arizona.
Jörðin hefur nokkrum sinnum í
tímans rás lent í árekstrum sem
skilið hafa eftir sig ör á yfirborði
hennar.
Stundum hefur þetta verið
afdrifaríkt fyrir lífið á jörðinni. Á
allra seinustu árum hafa menn
haft uppi getgátur um að slíkur
árekstur hafi einmitt valdið lofts-
lagsbreytingu sem var undanfari
þess að risaeðlumar liðu undir
lok. Þaö var fyrir um það bil 65
milljónum ára. Talið er að í því
tilviki hafi klettur, trúlega nokkrir
tugir kílómetra í þvermál, rekist á
jörðina.
En hinn villuráfandi hnöttur,
sem varð upphafið að mánanum,
var áreiðanlega miklu stærri.
Hartmann telur að hann hafi
verið á borð við plánetuna Mars,
um það bil helmingi minni en
jörðin. Samkvæmt nýjum athug-
unum var möguleiki á óþægileg-
um fundum af þessu tæi í lok þess
tímabils þegar jörðin og hinar
reikistjömumar voru að myndast
úr ryki og gösum sólþokunnar
miklu.
Þannig gæti þetta hafa gerst:
Hin ókunna pláneta kemur þjót-
andi í átt tU jarðarinnar á hraða
sem nemur um 40000 km á klukku-
stund. Hún lendir á jörðinni undir
kröppu homi svo hún geigar af
yfirborði hennar eins og steinn
sem fleytir kerlingar. Þetta er
yfrið nóg tU þess að rífa hluta af
yfirborði jarðar laust, aUt niður í
möttul raunar, og þetta efni,
ásamt efni sem rifnar úr
áreksturshnettinum, þeytist út í
geiminn.
Höggið við sjálfan áreksturinn
var ekki nóg tU þess að lyfta þessu
á braut um jörðu. En við höggið
myndaðist fima mikUI hiti og gas
og þrýstingurinn kann að hafa
varpað grjóti og ryki í loft upp.
Þegar þetta kastaðist á loft var
þetta ryk- og grjótský og það hélt
áfram að þokast utar frá jörðu uns
svo var komið, eftir um það bU 100
ár, að aðdráttarafl jarðar gat ekki
lengur togað það tU sín. Þá hafði
það náð svoköUuðum Roche-
mörkum. Og þar með gat þetta
„frjálsa” ryk byrjað að dragast
saman og verða að himinhnetti,
sem seinna varð tunglið.
Hin nýja tUgáta um tunglið virð-
ist geta skýrt ýmis fyrirbæri sem
áður lágu óskýrð hjá garði. TU
dæmis þá staðreynd að tungUð
hefur engan þungan kjama úr
jámi. Það á rót sína að rekja tU
þessarar tUurðar tunglsins: það
spratt úr jámsnauðu yfirborði
jarðarinnar og aðkomuhnattarins.
Við hitann, sem myndaðist í
árekstrinum, missti rykskýið líka
talsvert af léttari efnum sem
mikið er af á jörðiiuú.
Samkvæmt eldri kenningum átti
tungUð að hafa kastast burt úr
jörðinni meðan hún var enn fljót-
andi. Eitt af því sem mæUr móti
þeirri annars mjög svo skemmti-
legu kenningu er að enginn getur
skýrt hvað kom jarðartötrinu tU
þess að snúast með þeim ógnar-
hraða sem þarf tU þess að slíkt
megi verða. Annað er það að ef
þetta væri satt ætti tungliö að fara
um jörðina á sporbaug sem lægi
yfirmiðbaug.
Nú á tímum er taUð afar ósenni-
legt að tungUð hafi komið flandr-
andi alskapað einhvers staðar
utan úr geimnum og slangrað inn í
áhrifavald jarðarinnar. Fremur
haUast menn að því að jörðin hafi
náð að tálga utan af einhverjum
aðvífandi himinhnetti sem vUltist
inn fyrir Roche-mörkin. En þó er
þetta taUð afskaplega óUklegt.
Samkvæmt því sem vísindamenn
segja í tímaritinu „Science” er
ósennUegt að jörðin hafi náð að
hrifsa tU sín efnismagn á borð við
tunghð á svo stuttu stefnumóti.
26 Vikan 24. tbl.