Vikan


Vikan - 13.06.1985, Side 42

Vikan - 13.06.1985, Side 42
VÍDEÓVIKAN Vídeó-Vikan er þáttur fyrir þá sem áhuga hafa á myndböndum og þeim kvikmyndum sem unnt er að verða sér úti um hjá myndbandaleigum til afnota í heimahúsum. Við leggjum áherslu á að ekki er ætlunin að gagnrýna þætti og kvikmyndir heldur kynna þær sem á boðstólum eru og við teljum óhætt að mæla með. THE BERMUDA TRIANGLE (Bermúda-þríhyrningurinn) Kvikmynd byggð á metsölubók eftir Charles Berlitz. Þessi mynd er nýkomin á myndbandaleigur. Einkaróttur á íslandi: VIDEO BJÖRNINN. Sýningartimi er 94 mínútur. íslenskur texti. Þessi mynd er um hið illræmda svœði sem takmarkast af Bermúda, Puerto Rico og Miami á Flórída, svonefndan Bermúda- þrihyrning. Myndin er gert eftir hinum þekktu bókum Charles Berlitz um þetta efni. Leitað er svara við spurningum um óþekkt segulafl, neðansjávargeislun og fljúgandi furðuhluti. Hvað veldur þvi að hundruð skipa og flugvóla hafa horfið ger- samlega á þvi illræmda hafsvæði sem nefnist Bermúda- þrihyrningurinn? — Fljúgandi furðuhlutir, framandi menning eða eitthvað allt annað? Hvað sá Kólumbus fyrir rúmum fjórum öldum? Hann ritaði i foröa- dagbók sina um eldhnetti sem fengu nálarnar i áttavitunum til að snúast i hringi. Fylgst var með „Fíladelfíu-tilrauninni" úr herskipinu Eldrigde. Hvers vegna þegja flugmenn og siglingafræðingar um atburði sem hafa valdið ofsaskeifingu hjá flugáhöfnum? Katrín af Rússlandi Framleiðandi: Nono Misiane. Leikstjóri: Umberto Lenzi. Aöalleikarar: Hiktegard Kneff, Sergio Fantoni, G. Rossi Stuart, Angela Cauo, Enrico Bulbo. Sýningartími er 100 minútur. íslenskur texti. Myndin hefst í St. Petersburg rétt eftir miöja átjándu öld. Á staö einum í borginni neyöir mannfjöldinn vagn Katrínar og Péturs til aö nema staöar. Kósakkaformgjanum Orlov er skipaö aö skjóta á mannfjöldann en hann neitar aö framfylgja skipuninni og er því sendur til Síberíu, kannski ekki síst fyrir þá ástæöu aö Katrín var staöin aö því aö bera fram þakklæti til kósakkaforingjans Orlovs fyrir aö bjarga henni úr vagninum foröum. Katrín lendir í ýmsum ástar- samböndum en þaö kemur í ljós aö ástin getur veriö erfiö, eins og til dæmis kemur í ljós gagnvart greifanum af Poniatowsky sem í raun er franskur njósnari. Sögusviðiö sveiflast nú milli glaðværöar viö hiröina hjá Katrínu og fangabúöanna í Síberíu þar sem kósakkaforinginn Orlov er í haldi. Orlov sleppur úr haldi í Síberíu og heldur aftur sem leið liggur til Pétursborgar. Áöur en Orlov kemst þangað hefur Pétur þriðji skipaö kósökkunum aö klæöast þýskum búningum. Orlov hvetur kósakkana til uppreisnar og er þá handtekinn í annaö sinn. Katrín kemst að því að Orlov vill ganga til Uös viö sig, svo að hún leysir hann úr haldi og saman ganga þau til Uös viö kósakkana. Kósakkamir taka völdm af Pétri og Katrín, sem stjórnar Uöi þeirra, fer tU Péturs sem hefur veriö tekinn höndum. Þaö er ekki rétt aö rekja sögu- þráöinn öUu lengra en þaö má fuUyrða aö hér er um úrvals- kvikmynd meö úrvalsleikurum aö ræöa. Einnig er hér um aö ræða mynd sem byggö er á sögulegum staðreyndum úr lifi Katrínar annarrar sem uppi var frá 1729 tU 1796 og var dóttir Chr. August af Anhalt-Zerbst. Hún varö keisara- ynja árið 1792. Katrín studdist mjög viö ráðgjafa sína, fyrst og fremst Orlov og síðar Grigori Potemkin, og kom miklu i verk sem til framfara horföi í rússnesku þjóölífi. 4Z Vikan 24. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.