Vikan


Vikan - 13.06.1985, Side 46

Vikan - 13.06.1985, Side 46
Published by arrangement with Lennart Sane Agency, Karlshamn, Sweden. Originally published by Simon £t Schuster. Júdý hélt út fylgi- hlutunum og horfði á ^stúlkurnar fara úr básum sínum.tilbúnarí slaginn. Tíminn var tekinn með skeiðklukku af her- rfræðilegri nákvæmni. Sýn- ingin hafði verið skipulögð til þess að draga fram andstæðurog tengja saman liti, snið og l heildarlínu nýju fatanna og fötin voru sett saman til þess að blöðin gætu séð nýja línu eða liti birtast. Júdý hafði séð hvernig þetta var allt saman ákveðið á fyrstu æfíngunni. Leiðbeiningar voru hengdar upp á töflu fyrir framan búningsherbergin, raðir af spjöldum með nöfnum stúlknanna og númerum fatnaðarins (lóðrétt fyrir neðan) eftir því í hvaða röð átti að koma fram í honum. Þessi tafla var áætlun sýningarinnar: 22, 13, 71, 49, 32 og svo fram- vegis. Númerin voru ekki eftir röð heldur höfðu þau verið sett á flíkurnar fyrir mörgum mánuðum þegar þær voru í frumhönnun. Sýningarstúlkurnar voru taugaóstyrkar eins og hlaupa- hundar við hliðið. Þær fitluðu við hálsfestarnar sem Júdý hafði fest á þær, drógu jakkana niður og sléttuðu hárið á sér. Fastráðnar sýningarstúlkur hússins voru sex og til viðbótar átta í lausamennsku, mjóar eins og tannstönglar og höfðu komið fljúgandi utanlands frá. Þær voru jafnvel enn horaðri en Dior stúlkurnar vegna þess að þær urðu að passa í fötin frá hvaða hönnuði sem var. Þær lifðu á megrunarlyfl og jógúrt og duttu oft niður af þreytu, vannæringu og streitu að lokinni sýningu. s inkennilega há, másandi rödd tilkynnti fyrstu stúlkuna. ,,Peking, numéro trois, númmmer trjaú.” Stúlkan var með austurlenska andlits- málningu, umhverfis dádýrs- augun hafði verið málað með svörtum blýanti. Víður hvítur línjakki, beint svart pils og strá- hattur voru vandleea úthues- FJÓRTÁNDIHLUTI Það sem áundan ergengið. . . Árið 1963 gengst þrettán ára stúlkubam undir ólöglega fóstureyðingu á subbulegri lækningastofu í París. . . Fimmtán árum síðar er fjórum glæsilegum heimskonum stefnt á fund kvikmyndastjömunnar Lilíar. Þær Heiðna, Kata, Maxín og Júdý vita ekki að þeim er stefnt saman og vita ekki hver tilgangur heimsóknarinnar er. ,Jæja, tæfumar ykkar. Hver ykkar er móðir mín?” spyr Lilí. . . Árið 1948 em Heiðna, Kata og Maxín á fínum heimavistarskóla í Sviss. Júdý, 15 ára stúlka frá Bandaríkjunum sem vinnur sem framreiðslustúlka á kaffiteríu glæsihótels, verður vinkona stúlknanna og einnig kemur ungur þjónn á hótelinu, Nick, við sögu. Hann verður góður vinur allra stúlknanna en er bara hrifinn af einni þeirra. Smám saman em fleiri ungir menn nefndir til sögunnar og ástin blómstrar í snjónum í svissneska fjallabænum. . . . Að skóla loknum skilja leiðir. Ein þeirra var bamshafandi, en hver? Júdý og Maxín em komnar til Parísar en síðan fer Maxín til London. Júdý kynnist Guy, ungum upprennandi fatahönnuði í París og fer að vinna hjá Dior tískuhúsinu, en síðan hjá Guy. Hortense frænka Maxín er auðug ekkja og alltaf reiðubúin til hjálpar þegar eitthvað bjátar á. aðar vísbendingar um rauða þráðinn í sýningunni — kínversku innrásina. Blýantar gengu upp og niður, þeir áhorfendur sem voru við störf einbeittu sér. Sumir blaða- mennirnir voru sí og æ að hripa niður en Empress Miller skrifaði aðeins: ,,Engin breyting varðandi pilsasídd, / kínversk / svart og hvítt / austurlenskt verkamannaútlit /laust/ ekkert stíft/ engir axla- púðar / auðvelt að hreyfa sig / stráhattar með stórum börðum / dragtir, sjómannastíll, dökk- blátt og svart / pils plíseruð og slétt.” Blaðamennirnir máttu skrifa hjá sér punkta en ekki skrifa nákvæmar lýsingar eða rissa. Það var orðið enn heitara. Stúlka í loðkápu hneig niður og var samstundis borin út. Sýningarstúlka úr húsinu, með hrafnsvart hár og í rauðum hlýralausum samkvæmiskjól úr netefni, veitti því athygli að einn blaðamannanna var að teikna. Stúlkan nam staðar, brá fingrum upp að eyrnasneplum og brosti beint framan í blaða- manninn. Anní lét til skarar skríða. Teikningar og minnispunkt- ar voru gerðir upptækir og nafn blaðamannsins sett á svarta list- ann. Seinna voru tveir blaða- menn til viðbótar reknir út. Reiði, hótanir, bænir og tár stoðuðu ekki hót. lukkutíma síðar heyrði Júdý allt í einu mikil fagnaðarlæti inn í búningsher- bergið. Monsieur Dior, í óað- finnanlegum ljósgráum jakka- fötum og með andlitið gljáandi af hita og þreytu, hafði stigið fram til þess að hneigja sig í þakklætisskyni. Júdý stóð kyrr þar sem hún var að losa gull- keðju af sýningarstúlku sem að- eins var með fjaðrahatt og í sokkabandabelti. Það sást á yfirfatabuskunni að henni létti. ,,Ekki eins mikið og ’47 en meira en í júlí í fyrra,” sagði hún. Smám saman fóru allir að brosa, síðan kom Monsieur Di- or inn í búningsherbergið og upphófst þá eitt allsherjar kossaflens. 46 Vikan 24. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.