Vikan


Vikan - 13.06.1985, Page 50

Vikan - 13.06.1985, Page 50
ástæða sem er dugar, 'málið er að koma henni á óvart heima. María var í hvítum I náttkjól og með hárið vafið upp á pappírsrúllur. Hún var sannarlega hissa þessari síðbúnu heimsókn Guys. Hún bauð honum strax inn og hún var reiðubúin að sauma hvíldarlaust alla nóttina þar til hún hefði lokið við að sauma upp flíkurnar. „Strikaðu hana út af listan- um,” sagði Guy þegar hann klifraði upp í Benzinn. ,,Þá er það sníðarinn. Ég spyr hann hvort hann geti verið lengur á vinnustofunni á morgun og unnið fram eftir kvöldi.” Þó það væri komið nærri miðnætti var Guy aftur boðið inn og sníðarinn féllst strax á að vinna allt næsta kvöld. ,,Strikið hann út af listan- um. Förum nú tiljosé.’’ José var greinilega óttasleg- in. Hún rak höfuðið út um gættina á íbúðinni sinni á ann- arri hæð. Guy spurði hvort hann mætti koma inn en hún neitaði því afdráttarlaust. Hún var ekki klædd á þessum tíma sólarhringsins, maðurinn hennar var sofandi og hún vildi ekki raska ró hans, hann þurfti að fara snemma á fætur til þess að mæta á kjötmarkaðnum klukkan flmm um morguninn. Guy sagði að hann vildi að hún reyndi að muna hvort nokkur ókunnugur hefði komið inn á vinnustofuna í síðustu viku. José sagði að lögreglan hefði spurt sig tvisvar að þessu og hún hefði sagt að sendlar og efnasölumenn væru alltaf að koma og fara. Aftur spurði Guy hvort hann mætti koma inn og aftur neitaði José hon- um með hræðsluglampa í aug- um. ,,Ég skal tala um allt sem þú vilt á morgun á vinnustof- unni en ekki núna. Það er orðið of framorðið. Ekki núna, Mon- sieur Guy. Ég þori ekki að vekja hann.” uy bauð góða nótt og þrammaði með hávaða fram ganginn. Síðan læddist hann til baka á tánum og lagði eyrað að hurðinni. Hann greindi naumlega lágraddað, sundur- slitið rifrildi. Guy var öskureið- ur, hann var viss um að fötin hans væru þarna inni og lang- aði helst til þess að brjóta hurð- ina. Hann skalf af reiði og van- mætti, gekk fyrir næsta götu- horn að Benzinum sem beið og sagði Hortense frænku tíðind- in. ,,Hvað heldur þú, Maur- ice?” spurði hún. ,,Það er ólíklegt að hér sé á ferðinni kaupandi eða blaða- maður eða heildsali, frú, áhættan er of mikil fyrir aðeins átta milljónir franka. Það er líklegra að um sé að ræða ein- hvern sem hefur litlar tekjur, sendil, sölumann eða einhvern af starfsfólkinu. ’ ’ ,, Sendill eða sölumaður hefði aldrei sagt ,,klippur”, benti Guy á, ,,en starfsfólk á vinnustofu kallar það aldrei annað.” Hann hikaði aðeins. ,,Ég skutlaði José einu sinni á Rubis kafflhúsið. Maðurinn hennar vinnur á kjötmarkaðn- um. Ef samningaviðræðurnar eiga að fara fram þar þá fellur hann í hópinn því ég býst við að hann komi þar mjög oft. Og jafnvel ef svo færi að einhver tæki eftir honum þá efast ég um að sá hinn sami færi að segja löggunni eitthvað. Þetta er rustastaður. ” ,,En ef maðurinn veit að þú hefur farið þangað meðjosé þá væri ólíklegt að hann notaði hann.” ,,Ég fór ekki lengra með henni en að dyrunum. Ef til vill nefndi hún það ekki og kannski er hún búin að gleyma því. Hún er ekkert gáfnaljós og hún var logandi hrædd í kvöld. Hún lét hvaðeina sem henni datt í hug út úr sér, hún vildi ekki hleypa mér inn og hún laug að mér. Hún sagði mér að maðurinn sinn væri sofandi en ég heyrði þau tala saman tveimur mínútum síðar. Af hverju skyldi hún ljúga að mér?” ,,Sú staðreynd að hún laug, að hún hleypti ekki Guy inn og að hún fer á Rubis sem er kaffi- hús við kjötmarkaðinn og að maðurinn hennar er kjötburð- armaður benda allar á José og engan annan,” sagði Júdý. ,,Þar fyrir utan er það skrítin | tilviljun að ekkert sem José hef- ur saumað hefur verið eyðilagt. Hún veit hvað ég heiti, hún veit að ég er útlendingur, hún hlýtur að vita að pabbi Guys er ríkur og hún myndi örugglega segja „klippur”, ekki ,,skæri”.” , ,Og það sem ekkert ykkar sá nemaég,” bætti Guyvið, ,,var hvað hana óaði við tilhugsun- inni um að hleypa mér inn í íbúðina í kvöld. Hún sagði tóma vitleysu af hræðslu. Ég held að hún hafi verið hrædd við mig og jafnvel enn hrædd- ari við manninn sinn. En af hverju ætti það að vera nema af því að hún er sek?” J> að varð aftur þögn meðan menn hugsuðu stíft. Þá tók Hortense frænka til máls: ,,Ef við brytumst inn til hennar þegar þau eru ekki heima, hverju hefðum við að tapa ef þau reyndust vera saklaus? Lög- reglan gerði ekkert í málinu nemajosé legði fram kæru, og ef svo ber undir held ég að hún vildi heldur fá nýja hurð og væna peninga í sárabætur. Hvað heldur þú, Maurice?” ,,Ég held frekar að þau séu sek, Madame. Ég legg til að við brjótumst inn í íbúðjosé óboð- in á sama tíma og fyrirhugað er að afhenda peningana. Við sjálf, Madame. Lögreglan verð- ur ekki nógu snör í snúning- um.” „Nákvæmlega það sem ég vildi sagt hafa. Ó, þetta er eins og í gamla daga! Ég ek Benzin- um eins og ég var vön. Þið Guy brjótist inn, þú getur séð um þá sem kynnu að búast til varn- ar. Það sem Guy á að gera er að opna glugga og kasta fötunum út til Júdýjar. Hún bíður á gangstéttinni albúin að troða fötunum í stóra ruslapoka og fleygja þeim inn í Benzinn. Ef eitthvað fer úrskeiðis keyri ég burtu með fötin og læt ykkur um að leysa úr því. Vertu í lág- hæla skóm, Júdý, ef þú þyrftir að hlaupa.” Hún sneri sér að Guy. „Maurice er mjög góður í svona nokkru en þú verður að hafa snör handtök. Þú getur ekki treyst því að hafa nema fimm mínútur. En þú átt samt eftir að verða undrandi á hverju þú getur komið í verk á fimm mínútum.” C^t^aginn eftir fóru Júdý og Guy á vinnustofuna eins og venjulega. Guy lék hlutverk hins örvinglaða fatahönnuðar en starfsfólkið tók aftur til starfa. José, sem var vissulega óttaslegin á svipinn, bað Guy afsökunar á því að hafa ekki hleypt honum inn í íbúðina kvöldið áður. „Gleymdu því alveg að ég hafi komið. Ég var búinn að fá mér neðan íðí.” Guy fór í bankann og náði í nokkra smáa seðla sem hann setti í umslag sem hann var þegar búinn að troða út af venjulegum hvítum pappír. A vinnustofunni hættu saumavélarnar að suða og allir stirðnuðu upp af eftirvæntingu hvenær sem síminn hringdi. Símtalið kom um miðjan dag, aftur var beðið um Júdý. „Vertu fyrir framan Odéon kvikmyndahúsið á Champs Elysées klukkan fimm mínútur yfir fimm í dag. Vertu ein eða við verðum ekki til viðræðu. Snúðu þér í áttina að ljósmynd- unum hægra megin við kvik- myndahúsið. Haltu út pening- unum í hvítu sendibréfaum- slagi. Og hreyfðu ekki höfuðið. Umslagið verður tekið af þér. Hreyfðu þig ekki í fimm mín- útur eftir það.” „Hvernig vitum við að við fáum fötin aftur?” „Við höfum ekkert með föt- in að gera. Þegar við erum búin að fá peningana sendum við þér skilaboð um hvar við geym- um fötin.” %y ortense frænku voru flutt þessi tíðindi. „Snjallt,” sagði hún. „Mynd- in er sennilega búin klukkan fimm og þess vegna yrði hópur fólks í kringum Júdý og þeirra maður yrði þar á með- al. Júdý fyndi tæplega þegar þriftð yrði í umslagið og hún gæti örugglega ekki borið 50 Víkan 24- tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.