Vikan


Vikan - 12.09.1985, Qupperneq 15

Vikan - 12.09.1985, Qupperneq 15
Martin Ritt henni til bjargar og bauð henni aðalhlutverkið í Norma Rae. Leikur hennar þar, sem verksmiðjustúlkan sem verður verkalýðsleiðtogi, gerði myndina sterka og áhrifamikla og vakti um leið athygli á slæmu ástandi í verkalýðsmál- um í Bandaríkjunum. Öllum leikstjórum, er unnið hafa með Sally Field, ber sam- an um að það sé auðvelt að vinna með henni. Hún á einkar auðvelt með að aðlagast per- sónunum sem hún leikur og lifir sig inn í hlutverkin. Martin Ritt, er vann með henni aftur við Back Roads, segir: ,,Þú getur skipað Sally Field að henda sér fram af bjargi og hún spyr ekki hvers vegna, hún segir aðeins: Ég vona að við þurfum ekki Kyrrahafsrómantík ★ ★ SOUTH PACIFIC. Leikstjóri: Joshua Logan. Aðalleikarar: Mitzi Gaynor, Rossano Brazzi og Ray Walston. Sýningartími: 170 minútur. Sumar myndir eldast óskaplega illa og South Pacific verður að teljast meðal þeirra. Hún er gerð 1958 eftir einhverjum vinsælasta söngleik er saminn hefur verið, South Pacific eftir Rogers og Hamerstein. Á sínum tíma var myndin gerö í Todd-AO sem er að því er mig minnir 75 mm breið filma og nýtur sín því enn verr á litl- um sjónvarpsskermi. Söguþráðurinn er ekki ýkja inerki- legur. Myndin gerist í seinni heims- styrjöldinni. Bandarísk hjúkrunar- sotH PAcific kona verður ástfangin af miðaldra frönskum plantekrueiganda á einni af Kyrrahafseyjunum. Inn í sögu- þráðinn kemur einnig rómantískt samband milli ungs hermanns og ungrar innfæddrar stúlku. Þessi rómantíski söguþráður er kryddaður með gamansömum atriðum þar sem samskipti innfæddra og bandarískra hermanna eru miðdepill. Þaö er ekki söguþráðurinn sem gerir það að verkum að horfandi sé á South Pacific heldur tónlistin sem hægt er að fullyrða að sé með bestu söngleikjalögum sem gerð hafa verið. Það liggur viö aö hvert einasta lag í myndinni sé orðið aö klassísku standardlagi í dag og þótt flutningur- inn sé misjafn þá eru það tóniistar- atriðin sem lyfta myndinni aðeins upp. Leikurinn er nokkuð skrykkjóttur. Mitzi Gaynor er að vísu ágæt í sínu hlutverki en Rosanno Brazzi er vita vonlaus og er ómögulegt að skilja hvers vegna hann var látinn í hlut- verkið. Svo syngur hann ekki einu sinni sjálfur. Ray Walston á góða spretti. South Pacific var á sínum tíma tekin á Hawaii og landslagið nýtur sín vel sem umgjörð um þessa Ky rrahaf srómantík. nema eina töku." Robert Ben- ton, sem nýlega leikstýrði henni í Places ln The Heart, en fyrir þá mynd hlaut hún sín önnur óskarsverðlaun, segir um hana: ,,Það eina sem hún biður þig um er að segja henni sann- leikann." Hlutverkin tvö, sem hún hef- ur hlotið óskarsverðlaun fyrir, eru persónur sem berjast fyrir því sem þær trúa á. Og svo er einnig farið um Sally Field sjálfa. Hún hefur þörf fyrir að lifa lífinu á þann veg sem henni finnst réttast, því er það að Sally Field er nýfarin að fram- leiða myndir sjálf og nýtur þess að vera óháð öðrum og segist uppfull af hugmyndum um verkefni sem hún hafi virkilegan áhuga á. Sally Field hefur nýlokið við að leika í kvikmynd á móti Jam- es Garner, nefnist hún Murphy's Romance. Og hún er að undir- búa að leika dr. Helen Caldicott sem er þekktur mótmælandi gegn kjarnorkuvopnum og öllu því sem snýr að kjarnorku. Svo það virðist sem Sally Field sé loksins komin þangað sem hún vill vera. Nokkrar myndir með Sally Field sem fáanlegar eru á vídeóleigum: Stay Hungry Smokey And The Bandit The End Hooper Norma Rae Beyond The Poseidon Adventure Smokey And The Bandit II Back Roads Absence Of Malice Bardagar á þjóðvegum ★ WHITELINE FEVER. Leikstjóri: Jonathan Kaplan. Aðalhlutverk: Jan Michael Vincent, Kay Lenz og Slim Pickens. Sýningartími: 94 mínútur. Það er auðvelt að ímynda sér að White Line Fever hafi fylgt í kjöl- farið á þeirri vinsælu kvikmynd Con- voy, sem fjallaði eins og kunnugt er um vöruflutningabílstjóra og bar- áttu þeirra við yfirvöld og aðra sem vildu þeim illt. White Line Fever fjallar nefnilega um nákvæmlega sama efnið. I stað Kris Kristoferson er Jan Michael Vincent í hlutverki sem hetja þjóðveganna. CO SIARBINGI O iONÍS AND Sl IM PlC.KfNS AS OUANf WPilIfN B/KÍN FRItOMAN AND JONAIHAN KAPlAN MUSIC BV DAVIO NICIIIIRN PROOUCf0 BY JOHN KfMfNY Hann er nýbúinn að kaupa sér vöruflutningabifreið sem hann rekur sjálfur. Það er ekki mjög vinsælt og fljótlega verður skortur á verk- efnum. Einhverjir hafa gert með sér samtök um aö einangra hann og helst aö bola honum burt úr borginni og er lögregla staöarins með í leikn- um. En hetjan okkar er ekki á því að gefast upp. Hann fær aðra vörubíl- stjóra með sér og saman mynda þeir samtök sem erfitt er að sigrast á eins og óvinir hans eiga eftir aö komast að. Samningafundur er boðaður og ætlar stærsti iönrekandinn að knýja þá til samstarfs en hetjan okkar stendur á föstum fótum og kiknar ekki þótt húsið hans sé brennt ofan af honum og þarf ekki að segja frá leikslokum. Það eru nokkur hressileg atriði í myndinni þar sem í aðalhlutverkum eru hinir stóru flutningabílar þjóðveganna og eru spennuatriðin ágætlega gerð. Handritið aftur á móti og leikur allur er meö miklum annmörkum og í heild er White Line Fever ekki nema léleg eftirlíking af Convoy. Sem sagt, White Line Fever er fyrir þá sem vilja sem mestan hasarog lítiö meira. 37. tbl. Vikan 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.