Vikan


Vikan - 12.09.1985, Page 16

Vikan - 12.09.1985, Page 16
‘ast þeir Diddi bíló segir sögur af œvintýralegu lífi ungmenna á Sudurnesjum fyrir 20 árum Texti: Jón Ásgeir Myndir: Ragnar Th. o.fl. í lok síðari heimsstyrjaldarinnar fæddist sveinbarn í Keflavík. Það var í sjálfu sér ekki í frásögur færandi en sú ævi, sem drengurinn hefur síðan lifað, er svo sannarlega ævintýraleg. Sigurður G. Baldursson heitir sveinninn sem fæddist í mars 1944 og ólst upp í Kefla- vík hjá afa sínum, Sigurði Guðmundssyni trésmið, og ömmunni, Guðbjörgu Bjarnadóttur. Margir þekkja Sigurð undir nafninu Diddi bíló en það viðurnefni hlaut hann vegna bílanna sem getið er í viðtalinu. Hann gekk í skóla á Suðurnesjum og var 15 ára þegar hann byrjaði í iðnnámi hjá Birgi Guðnasyni málarameistara og Kristni Guðmundssyni sem á verslunina Dropann í Keflavík. Diddi stundaði málara- iðnina milli þess sem hann var á fraktskipum og tók til hendinni í skemmtanalífinu en þar gerðust hreint ótrú- legir hlutir. En 1. maí 1966 neyddist Diddi til að hætta í málningunni vegna voveiflegra atburða: „Við vorum á Ford Victoria ’53, þetta var rosalegt slys, við keyrð- um á 90 kílómetra hraða beint á steinvegg. Við vorum þrír taldir af, lágum vikum saman á sjúkra- húsi. Bíllinn fór beint út á hauga. Þá bannaöi Árni Björnsson mér að vinna í málningunni, þeir voru dálítið hræddir út af höfuðmeiðsl- um, sem ég varð fyrir, að ég þyldi ekki sterkjuna í málningunni. Svo- leiðis að þá fór ég í þjóninn, varð þjónn í Tjarnarbúð og síðan fór ég upp í Lídó, var hjá Þráni Krist- jánssyni yfirþjóni sem nú býr í Kanada.” Um skeið var Diddi í siglingum á Jöklunum og Fossunum, þvæld- ist um heiminn. „Maður er búinn að vera út um allar djöfulsins trissur,” segir hann, „í Þýska- landi, Frakklandi — út um allan heim, búinn að vera í fangelsi í Rússlandi, hvað þá meira, og aðeinsfertugur.” — Hvað sagirðu? Hvers vegna lentirðu í fangelsi i Rússlandi? „Við vorum ekkert að gera, við vorum bara uppi í bæ blindfullir, maður fékk sérstakan passa og þurfti að vera kominn um borö á miðnætti. Svo tókum viö riffil af einum verðinum, afvopnuöum einn bimba og þá brjálaðist allt. Þetta var ekki svona alvarlegt, misskilningurinn var sá að þaö talaði enginn af þessum vöröum ensku. Við vorum heppnir að fara ekki bara til Síberíu. Svona þvældist ég fram og aftur. En 1970 kynnist ég konunni minni, Þórdísi Steinunni Sölva- dóttur, og þá fer maður að slóa niður aðeins. Ég stofnaði málara- fyrirtæki hérna í Reykjavík með Atla Hraunfjörö og hafði það helvíti gott. En svo æxlast það þannig að við fjölskyldan förum í frí til systur konunnar, hún heitir Lilja Dýrfjörð og býr í Colorado þar sem hún rekur hárgreiðslustofu. í gegnum Lilju komst ég í kynni viö efnamenn og bandaríska þing- menn. Þetta fólk vildi að ég settist þarna að og taldi að ég ætti góða framtíð í sambandi viö málningu og skreytingavinnu. Þau hjálpuðu til við útvegun innflytjendaleyfis en ég kom heim í millitíðinni og gekk frá mínum málum hér.” — Í Keflavík ólstu upp i nábýli við herinn? „Eins og ég hef sagt áður, ef maður mundi binda fyrir augun á einhverjum Kana í Banda- ríkjunum og koma með hann í skólastofuna í sjötta bekk í barnó og taka bindið frá þá gæti hann alveg haldið aö hann væri bara í bæ í Bandaríkjunum vegna klæða- burðar krakkanna. Stelpurnar fóru í skólann í gallabuxum með brotin upp, í bobbísox og hvítum og svörtum skóm. Við vorum í mokkasíum með pening í. Maður fór bara upp í Píex og stóð bara i fyrir utan og lét Kanana kaupa fyrir sig. Maður safnaði fötum, dömum og fötum, það var ekkert annað sem komst að. Eg hélt einu sinni að Rögn- valdur skólastjóri byggi heima hjá mér, ég var ekki alveg klár á því. Hann var svo oft heima að kvarta — ég hélt að hann væri fluttur! Svo var maður einu sinni í stúku. Það voru opnaðar tvær stofur í barnaskólanum, þetta voru svo margir. Við vorum of seinir, ég og Gunni grall, við vorum í leðurjökkum með slaufu og við þurftum að segja einhver orð við innganginn en áttum svo að labba inn allt gólfið þangað sem liðið sat í skrúðanum. Beggja vegna í salnum var þrísetið af krökkum. Gunni var á undan mér og á eftir mér var Jóna heitin á Framnesi sem stofnaði stúkuna. Við göngum af stað inn gólfið og þá sé ég að það dettur Camel- pakki úr vasanum á leðurjakka Gunna. Þaö tekur enginn eftir því, Jóna á eftir og Guðlaug gamla hálfblind inni í horni. Ég var að pæla í því að sparka honum bara undir stólana. Við máttum ekki vera reknir úr stúkunni því það var stúkuball um kvöldið. Ég kem að pakkanum, sparka en hitti ekki, mokkasían af mér og beint framan í Billu Árna og hún fékk glóöarauga. Pakkinn á miðju gólfi og við vorum reknir úr stúkunni!” — Segðu mér frá þinum uppvaxtarárum, þú hefur lifað þessu venjulega skemmtanalifi... ? „Ég mundi nú segja óvenjulegu. Ég átti nokkra kunningja sem voru mikið fyrir að slást og svoleiðis en ég var aldrei í svoleiðis. Ég var alltaf flott dressaður og maður var alltaf að passa fötin. Og eldra fólk, sem ég hef talað við, man eftir því hvað maður var alltaf hreinlegur og flott dressaður. Maður þénaði oft mikla peninga í málningunni, vann eins og vitleysingur — svo fór þaö bara allt í bíla, dömur og föt.” — Hvernig bila? „Viö vorum þarna með Ford ’47. Þegar það sprakk á honum var ekki til tjakkur svo að honum var bara velt á hliðina og skipt um dekk. Þetta var ekkert mál. Svo vorum við á Bjúikk ’56 steisjon, níu-manna, æðislega flottum, rauðum og hvítum. Maður kom honum leikandi í 240 kílómetra hraða þegar viö stálumst á steypta veginn. I honum voru tveir kranar frammí, annar fyrir bland og hinn fyrir brennivín. Svo var bara veisla. Við stálum líka bílum. Sko, Kaninn bjó þarna inni í Keflavík með fjölskyldur. Þá var stolið dálitlu af bílum en þeim var alltaf skilað aftur áður en Kaninn fór í vinnu. Maður gat tengt beint á bíl blindandi, með annarri hendi, það var ekkert mál hjá manni. Þeim virtist vera sama. Það eina sem þeir kvarta yfir á þessum tíma er að við klárum ógurlega mikið af dekkjum en þeir fengu þau fyrir sama og ekki neitt. En við fylltum alltaf á þá bensín og skiluðum þeim á morgnana. Ég man eftir eirium sem var æðislegur. Það var ’56 Sjéwí með óverdræf og ægileg vél í honum. Djöfull var hægt að keyra hann, bíllinn spólaði á 120 — ég sver það. Lögreglan var þá með svarta, listalausa Fordinn ’55 og hann hafði ekki séns. Einu sinni elti hann okkur út Sóleyjargötuna í 16 Vikan tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.