Vikan


Vikan - 12.09.1985, Page 18

Vikan - 12.09.1985, Page 18
yfirleitt flottustu bílarnir frá Keflavík. Maður ólst upp með þessu liði. Sjáðu bara leikara og tónlistar- menn sem koma frá Keflavík á þessum tíma: Helgi Skúlason og Ellý Vilhjálms, Vilhjálmur Vilhjálms, Einar Júll, Hljómarnir, Þórir Baldurs, Rúnar Georgs, Jóhann G. Jóhanns — þetta kemur allt að sunnan. Við vorum bara á undan okkar samtíð þarna. Maður sofnaði og vaknaði við Kanaútvarpið. Sumir af þessum gæjum, eins og Haukur Hauks, þeir áttu allar plötur sem voru gefnar út með Rock and Roll. Haukur átti eitt flottasta plötusafn landsins vegna þess að systir hans vann í Píexinu uppi á Velli. Hann átti allar plötur sem voru gefnar út frá 1955, þú ættir að sjá safniö. Það fékk enginn að spila þær nema hann þótt hann væri blind- fullur sjálfur. Við, þessi grúppa, vorum stimplaðir í bænum. Þegar maður labbaði yfir götu þá var yfirleitt neglt fyrir glugga. En aldrei voru þessir strákar óþverrar. Á þessum tíma var aldrei neitt helvítis dóprugl, fólk var ekki lamið niður og — það var yfirleitt pælt bara í djammi og dömum. Þannig leiö sjöundi áratugurinn.” — En þifl hafið yfirleitt mœtt í vinnu? „Já, já, það var ekkert verið að horfa á klukkuna þegar það var verið að mála. Það var bara málað og klárað og byrjað á næsta verki. Maður brást ekki trausti meistarans og það unnu allir eins og vitleysingar. Og þó að maður missti kannski úr einstaka dag þá vann maður bara á laugardegi, þetta var ekkert mál. En það þurfti að borga nokkra leigubílana úr bænum. Þótt það væri mikið brennivín þurfti maður aldrei að fara á Vog eða Fríport eða neitt rugl. Það var bara farið að vinna og svo bara svitnaði maður þetta út. Maður þurfti sko ekkert að sprauta sig niður.” — Varfl enginn af þessu gengi fastur í drykkjuskapnum? „Nei, aðeins örfáir. Einn af þeim á ekkert að vera edrú, það er bara misskilningur, hann fær aldrei móral. Hann er með stórrakara- stofu á Suðumesjum og hann rakar þegar hann vantar seðla. Svo er hann bara veikur og þá fer Kalli Ara og setur hvítan borða á húsið: The barber is sick. Það var alltaf fjör. Klíkan var svo samföst, sko, það var ball í Vogunum á miðvikudögum, síðan var það á föstudögum úti í Garði eða eitthvað svona og svo var nátt- úrlega laugardagurinn i Krossinn og á sunnudögum úti í Sandgerði. Þar var kjallari undir samkomu- húsinu öðrum megin og það var hægt að fara inn um glugga og fara eftir kjallaranum og koma upp hjá senunni. Keflavíkurlög- reglan var með Sandgerði í þá daga. Við komum heldur seint, við Nonni Begg, klukkan var orðin kortér í tólf. Við ætluðum gömlu leiðina í gegnum kjallarann, rifum eina spýtu frá og ég stóð vakt á horninu, við vorum flott klæddir og Nonni fer inn í kjallar- ann. Þegar maður stóð inni í kjallaranum náði maður með höfuð og háls upp fyrir glugga- karmana. Ég sé Nonna standa inni og benda mér að koma og ég skutla mér inn. Kjallarinn var fullur af vatni! — Ef hann blotnaði þá átti ég að blotna, það átti jafnt yfir allaaðganga.” — Þú hefur reddað þér úr vand- rœflum? „Þessi sjálfsbjargarviðleitni — þótt maður væri fullur var heilinn alltaf að djobba. Ég var inni á bar í Hamborg í Þýskalandi, vissi ekki hvar hinir voru í húsinu, pantaði drykk á barnum og lét þjóninn fá fimmtíu marka seðil. Svo kemur bátsmaðurinn og segir mér hvar þeir sitji og ég segi við þjóninn: „Heyrðu, gefðu mér bara til baka.” Þá segir hann að ég hafi aldrei látið hann fá neitt, er með stæla. Þá bara kýldi ég bimbann beint yfir barinn. Þá kom þessi svaka dyravörður, þú veist hvernig þeir eru, þessir þýsku, og ég sagði: „Ég jarða þig nú bara, druslan þín.” Hann náði þá í lögguna og þetta gat orðið voða próblem. Ég sagði við lögguna: „Takið þið mig bara, en faöir minn er sendiráðs- fulltrúi hérna.” Fljótur að ljúga. Þá leiddu þeir mig bara út fyrir og sögðu: „Farðu ekki þangað inn aftur.” Maður er fljótur að pæla, þú ert búinn að koma þér í klípu, Sigurður, nú kemurðu þér úr henni. Þú getur látið hvern sem er gera hvað sem er, ef þú bara kannt á það. Það er ekkert mál. Einu sinni lánaði ég vini mínum sem var vél- stjóri á togara. Ég nefni engin nöfn en köllum hann Þorvarð. Ég hitti hann inni á Hótel Holti, þetta er áður en konan kemur í málið. Hann er staurblankur, togarinn í siglingu og hann fær enga peninga út fyrr en togarinn er búinn að selja. Ég segi bara við Þorvarð: „Heyrðu, ég skal bara borga brús- ann, en ég drekk frítt út á það. Það sem ég set út af aurum þessa fjóra—fimm daga það fæ ég aö fullu greitt. Ég sem sagt sé um systemiö og drekk frítt. Allt í lagi. Svo svöllum við og svöllum og ég borga og borga. Ég var kominn upp í fjörutíu þúsund. Svo fer Kristján heitinn Jensson, sem keyrir leigubUinn, með okkur niður á skrifstofu að fá peningana. Heyrðu, það er búið að taka alla peningana upp í skatt, gæinn aö fara út á sjó daginn eftir og ég búinn að borga fjörutíu þúsund. Ég segi: „Þaö verður að redda þessu.” Þetta var á föstudegi, um klukkan hálftvö. Ég segi við Þor- varð: „Upp í bíl með þig, druslan þín.” Og við Kristján: „Upp í Verslunarbanka.” Læt Þorvarð fá tvöhundruðkall: „Inn með þig og opnaðuhefti.” Hann ætlaði varla að þora að skrifa nafnið sitt, algjör bimbi. Þetta hefði reddast, var ekkert ólöglegt, hefði hann gert eins og ég sagði honum. Svo var keyrt á milli útibúa að skipta og ég var kominn í þrjátíu og tvö þúsund. Síðan komum viö í Iðnaðarbankaútibúið við Háaleitisbraut og ég er með tíu þúsund króna ávísun frá Verslunarbankanum sem var rosapeningurþá. Það er ekkert með það, ég fer inn, var með flotta skjalatösku, í leðurjakka, nýkominn úr greiðslu — eins og klipptur út úr tískublaði. Ég fer aftast í röðina við gjald- kerastúkuna. Svo hringir síminn, það fer stúlka í símann og segir síðan stundarhátt: „Sigurður G. Baldursson, lögfræðingur Seðla- bankans, er hann hér?” Ég fer í símann, rövla þar smá- stund. Og þeir skiptu fyrir mig ávísuninni, bara svona! Svo segi ég við Þorvarð: „Nú ferð þú á skrifstofuna, lætur gjald- kerann fá heftið og segir: „Þetta er ég búinn að skrifa út, þessu 18 Vikan 37. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.