Vikan - 12.09.1985, Side 19
reddarðu.” Það hefði alveg redd-
ast, ekkert mál. Gæinn er vélstjóri
á skipinu, þetta er fínt skip — en
hann gerði það ekki. Svo var hann
vondur útí MIG!”
— Þú hefur stundum teflt á
tæpasta vað?
„Maður er aldrei þessi glæpa-
maöur. Maöur er aldrei í inn-
brotum. Það var stundum taliö
sjálfsagt að ég hefði gert hlutinn.
Einu sinni var ég tekinn fyrir að
brjótast inn í Stapafell. Ég vissi
alveg hver braust inn í Stapafell
þessa nótt en ég var bara settur
inn, ekkert mál. Hver heldurðu að
hafi leyst mig út? Það var einn
lögreglumaðurinn uppi á Velli,
hann sagði að ég gæti ekki hafa
brotist inn í Stapafellið því að ég
hefði verið í djeilinu uppi á Velli.
Þá hafði ég verið tekinn fyrir ólæti
þar upp frá.
Ég hef verið að tala við eldra
fólk úr mínu byggðarlagi núna —
og eins og Gunna skó sagði: „Eitt
máttu nú eiga, Diddi minn, þó þú
hafir verið slæmur, þú skildir
aldrei eftir þig drullu neins
staðar.” Meiningin er sem sagt að
ég hafi aldrei verið óþverri við
fólk. Maður var alltaf huggulegur.
Ég segi fyrir mitt leyti aö ég sé
ekki eftir sekúndu af þessu lífi.
Það eina sem ég sé eftir er að geta
ekki látið afa og ömmu njóta vel-
gengni minnar núna. Þau eru bæði
dáin. Á þessum árum hefði maður
átt að gefa þeim meiri tíma en á
þeim aldri sá maöur það ekki og
þess sakna ég.”
— En þú notfæröir þér hátt-
vísina?
„Ég sá um einn bankastjóra
þegar hann datt í það — hann
dettur svakalega í það öðru
hverju. Ég lenti einu sinni með
honum og honum leist svo vel á
hvað ég hugsaði um allt saman.
Ég meina, ég passaði að fólk stæli
ekki neinu, passaði að allt væri á
réttum stað, passaði peningana —
ég drakk náttúrlega frítt með
mínar dömur og svona.
Þegar hann datt í það hringdi
hann suöur eftir og heimtaöi að ég
kæmi inn eftir. Nú væri hann dott-
inn, treysti engum fyrir þessu og
það var bara sendur leigubíll eftir
mér. Svo var bimbinn bara blind-
fullur — hann drakk, dó, drakk, dó
og fór aldrei neitt. Svo var hann
bara í baði með einni góðri
drottningu að éta sviö sem ég
keypti niðri á Umferðarmiðstöð
um miðja nótt: bankastjórinn
sjálfur, vömbin um allt.
Þótt ég segi þaö sjálfur, maður
var nú helvíti huggulegur, svo var
maður smart klæddur í þokkabót,
yfirleitt með nóg af seðlum — það
var ekkert sem gat stoppað mann.
Við vorum alltaf á flottum bílum
— þá ert þú meö allt sem þarf til
þess að ná í dömur! Ég meina, þaö
var ekkertmál.”
— Segöu mér fleiri sögur.
„Einu sinni var ég í smá-
einangrun á Skólavörðustíg,
Keflavík vildi losna við mig í smá-
tíma, þetta var ekki gæslu-
varðhald. Ég var einn af þeim
sem voru ekki í afbrotunum sjálfir
heldur alltaf með þeim sem voru í
því, en ég kjaftaöi aldrei.
Sigtryggur lögga sagði líka við
mig: „Diddi minn, þú varst aldrei
slæmur, þú bara vildir aldrei
segja okkur neitt.” Ég talaði
ekkert við þessa karla, þegar þeir
gáfu mér tíu daga þá baö ég um
tuttugu, bara til þess að slappa af í
húðinni.
Ég var traustfangi þarna á
Skólavörðustígnum, sá um að
reka þetta. Ég var í eldhúsinu,
uppvaskinu og svona. Fanga-
vörðurinn, sem átti heima uppi á
lofti, var þar þegar ég var aö þvo
skápa inni í eldhúsi. Það var há-
skólamaður sem var að leysa af í
sumarfríi. Ég fann þarna hand-
járnapakka uppi í skáp. Fanga-
vörðurinn tekur pakkann og fer að
sýna mér hvernig löggan í
Ameríku smellir handjárnunum á
menn. Um leið og hann smellir
öðru járninu á úlnliðinn á sér
hrifsa ég hinn helminginn og skelli
utan um stöng framan á eldavél-
inni.
Hann verður albrjálaður, ég gat
náttúrlega ekki sprautað manninn
niður, það var ekki hægt aö koma
nálægt honum! Síðan fór ég út í
garð, það er smáport þar sem
öskutunnurnar eru, og ég bara
hoppaði yfir vegginn. Ég fór nátt-
úrlega með lyklana með mér,
svakakippu — ég bar ábyrgð á
þessu.
37. tbl. Vikan 19