Vikan - 12.09.1985, Page 22
Ertu klikkaður?
Þráinn Bertelsson
í ágengu viðtali
Texti: Bjarki Myndir: Ragnar Th.
(III I I IIIIBH*
l.skot. 1
Hér verður fjallað um skemmd (
epli og óskemmdar appelsín-
ur. Ennfremur verður auglýst {
eftir sjómanni með stúdents-
húfu.
Ég er fæddur og skírður Reykvík-
ingur en fram til tíu ára aldurs bjó ég
mest á bænum Arnarfelli í Þingvalla-
sveit ásamt með pabba sem var ein-
stæður faðir löngu áður en búið var að
finna þann titil upp á Islandi. Þetta
voru ljúfir tímar og um svipað leyti og
ég var í Arnarfelli var Stefán frá
Möðrudal kaupamaður á Gjábakka í
sömu sveit. Ég man aö ég sem ungur
drengur seldi Stefáni einu sinni hund
og höfum við verið kunningjar síðan,
það er að segja ég og Stefán.
En hver fermdi þig?
Það var séra Þorsteinn Bjömsson
fríkirkjuprestur, sá sem manna best
hefur sungiö 0 Jesú bróðir besti á ís-
lensku og kom því á vinsældalistann í
óskalögum sjúklinga á sínum tíma.
Þú hefur auövitaö fariö í MR eins og
allir betri borgararnir?
Já, þangað fóru bæði betri og verri
borgararnir því þetta var eini mennta-
skólinn í Reykjavík á þessum árum.
Þama lærði ég latínu og held að þaö
sé það eina sem ég hef lært um ævina
og ekki hefur veriö tímasóun. Ég er
reyndar búinn að gleyma mestallri
latínunni núna en það gerir ekkert til.
Ég man þó enn nokkra frasa, ég kann
til dæmis enn þá að segja hvíl í friði á
latínu, þaö getur komið sér vel.
Voru þetta ekki skemmtilegir tímar?
Jú, mikil ósköp. Ég sat þama viö
hliðina á miklum indælismanni sem
kallar sig Megas og við vorum saman
öllum stundum við að rannsaka heims-
ins lystisemdir og uppgötva heiminn
eins og þessi ár eru notuð til.
Þarna var líka mikill snillingur sem
heitir Kristinn Ragnarsson og er arki-
tekt. Hann hefur lengi barist fyrir því
að byggja glerþak yfir Reykjavík.
Ha?
Já, allavega miðborgina. Þetta mál
strandar hins vegar á borgarstjórn-
inni. Turninn á Hallgrímskirkju er líka
óþægur ljár í þúfu því hann skagar svo
langt upp í loftið. Það mætti þó leysa
með því að setja lúgu fyrir turninn.
Eftir fyrsta veturinn í mennta-
skólanum var ég fluttur ásamt
nokkrum öörum skólasveinum í
stúlknabekk. Það mun hafa veriö eftir
því prinsippi að setja skemmdu eplin í
kassa meö appelsínum því þá geti þau
ekki skemmt út frá sér. Við lentum
þarna í bekk með helvíti staffírugum
stúlkum sem héldu uppi háum siðferði-
legum standard.
Útskrifoðist þú mefl húfu og slaufu?
Já, hvað heldurðu, maöur. Ég gaf
hins vegar einhverjum sjómanni
húfuna mína skömmu eftir að ég út-
skrifaðist og hef ekki sett hana upp
síðan. Ég vona bara að hann gangi
með hana. Ég hef stundum verið að
svipast um eftir henni á sjómannadag-
inn. Það væri gaman að sjá hann aftur.
Illll I lllllll
2. skot.
Um upprennandi sýslumenn í
sjóorrustu. Geysir fer að
gjósa. Heimspekinám? ,
iiiiiviiii nn
Hvafl tókstu þér fyrir hendur eftir
stúdentspróf?
Ég kenndi í Eiðaskóla í einn vetur
og sótti líka um pólskan kvikmynda-
skóla og fékk inngöngu. En þegar ég
var aö pakka niður nærbuxunum
mínum kom upp úr dúrnum að ég
þurfti aö borga mörg þúsund dollara
fyrir aö fá aö vera þar. Þá peninga átti
ég ekki frekar en núna svo ég fór
hvergi að sinni.
Þá venti ég mínu kvæði í kross og
fór í lögfræði í háskólanum því mér
hefur alltaf fundist lögfræði eiga fullan
rétt á sér. Eini gallinn viö lögfræðina
var sá að þaö var kennd allt of mikil
bókfærsla fyrir minn smekk. Ég áttaði
mig ekki almennilega á debet og
kredit. Svo fannst mér líka dálitiö
hvimleitt að prófessorarnir, sem
kenndu, lásu bara beint upp úr
kennslubókunum sem þeir höfðu samið
sjálfir. En á meðan sátu verðandi
sýslumenn og rukkarar og lásu Vísi
eða voru í sjóorrustu. Ég hætti eftir
einn vetur.
Hvað fórstu þá að dufla?
Ég fór einmitt til Dublin og lenti þar
í kaþólskum háskóla. Þar var ég inn-
ritaöur í sálfræði og heimspeki minnir
mig. Ég sinnti náminu hins vegar
hverfandi lítið og lá mest í sögubókum
eins og allir letingjar eru vanir að
gera. Ég skrifaði líka eina bók þarna
sem ég kallaði Stefnumót í Dublin.
Þú hafur kannski ætlað þér að verða
rithöfundur?
Það held ég bara ekki. Þegar ég
kom heim frá írlandi lenti ég í því að
verða blaðamaöur á Vísi. Þaö var
mjög gaman, sérstaklega einu sinni
þegar ég og Raggi Lár vorum sendir
austur að Geysi í Haukadal en ætlunin
var að láta þann gamla gjósa. Þaö
tókst en meiniö var að við Ragnar
vorum fjarri góöu gamni og staddir á
Laugarvatni á ónefndum stað en illar
tungur segja að það hafi verið á
barnum í Húsmæðraskólanum. Þar
lauk mínum blaöamannsferli.
Hélstu þé éfram é némsbrautinni?
Jú, það stemmir. Ég haföi vetursetu
í borginni Aix en Province í Frakk-
landi. Þaö var 71—72.
Varstu þar við heimspekinám?
Ég bara man ekki hverju ég laug að
væru mínar greinar til að ég fengi
námslán. En þarna álpaðist ég til að
skrifa bók sem ég kallaði Kópamaros.
Pétur Gunnarsson var mér samskipa í
Aix og vann þar við bókina ± , þá
frægu bók.
Hvað stoppaðir þú lengi i Frans?
Þar gerði ég stuttan stans, fór heim
og gerðist kaupamaður á Möðruvöllum í
22 Vikan 37- tbl.