Vikan


Vikan - 12.09.1985, Side 43

Vikan - 12.09.1985, Side 43
sagði Christopher: „Heyrðu, ef þú hefur mikinn áhuga, Heiðna, þá gætir þú hjálpað okkur að safna peningum. Ég held að þú yrðir ágæt í því. Kannski Kata gæti hjálpað þér?” ,,Ekki Kata,” sagði Heiðna hugsi, „enjúdý gæti það.” p okkmm mánuðum síðar fór Heiðna með Christop- her til New York þar sem hann hélt fyrirlestur á Solan-Ketter- ing stofnuninni. Þá hitti hún Júdý í fyrsta skipti í þrettán ár. Þær hlupu hvor á móti annarri og föðmuðust í rökkrinu í eikarklæddu anddyrinu. ,,En Heiðna, þú lítur alveg eins út og þú gerðir, nema þú ert ekki lengur með gleraugu. Linsur?” ,Já. En þú ert mjög breytt, elskan. Þú leist alltaf út eins og krakki en nú líturðu út eins og ríkur krakki.’ ’ Heiðna virti fyrir sér Vidal Sassoon-klippinguna með ljósum strípum sem náði yflr annað augað og ljósa safarí- buxnadragtina úr hrásilki og rúskinnssrígvél í stíl. „Þetta er einn af vinnubún- ingunum mínum — eftir Guy að sjálfsögðu. Maður verður að líta út eins og allt gangi manni í haginn ef maður ætlar að láta það ganga. Þetta er það fyrsta sem þú átt að muna, Heiðna, þegar ég fer að taka þig í kennslustund í kynningarstarf- semi eins og þú talaðir um í símanum.” ,,Ég bað Kötu að segja þér og Maxín satt um hvað hefði komið fyrir mig. Þetta er allt í lagi, þú þarft ekki að panta kók bara af því að ég er hérna. . .Kata bjargaði lífi mínu. Þegar hún hafði sagt Maxín hvar ég væri þá heimtaði Max að við Christopher kæm- um til þeirra og byggjum hjá þeim. Hún var hreint út sagt frábær. Það var eins og við hefðum hist fyrir viku. Nú ert þú búin að bjóðast til að sýna mér hvernig ég á að aug- lýsa rannsóknarstofnunina. Þið hafið allar verið yndislegar vin- konur — ég á þetta alls ekki skilið eftir að hafa ekkert skipt mér af ykkur í öll þessi ár. Ég skammast mín enn meira. „Hlustaðu á,” sagði Júdý, , ,sektarkenndin er það gagns- lausasta sem til er. Það er ekk- ert gaman að fylla hausinn af henni. Það gerir þér ekkert gott og verður aðeins til þess að þér líður illa.” Hún bauð Heiðnu ólífu og hló. „Sannir vinir eru ekki þeir sem maður grínast við og fær sér í glas með. Maður þarf ekkert að hitta sanna vini sína það er nóg að vita að þeir eru í sínum stað þegar þeirra er þörf. Við stofnuðum okkar eig- in litlu hjálparstofnun í Gstaad, manstu það ? ” í gamla vinahópnum komst hún að því að hún þekkti nokkra sem vom ríkir og tölu- vert marga sem höfðu einhver áhrif. Einn benti henni á ein- hvern annan. Heiðna var ekki lengi að uppgötva kosti vinn- unnar og laun. Á hálfs mánað- ar fresti skrifaði hún skýrslu til Júdýjar sem sendi henni tvær þétt vélritaðar síður með athugasemdum og tillögum til baka. Heiðna byrjaði á að skrifa grein í gamla skólablaðið sitt þar sem hún bað um peninga og hjálparmenn. Hún baksaði við þetta í fjóra daga og hafði Hún fléttaði fingrunum sam- an. ,,Við emm tengdar saman svona. Við emm besta öryggis- netið okkar sjálfra, gleymdu því ekki. Sperrtu nú eyrun og gerðu þig klára fyrir kennsl- una.” Eins og venjulega var Júdý að springa af hugmyndum. Heiðna skrifaði hjá sér glósur og vonaði að hún gæti áttað sig betur seinna. Allt hringsnerist í höfðinu á henni. f^í/eið. 'eiðna fór aftur til London og byrjaði að vinna. Éyrst fannst henni svo vand- ræðalegt að þurfa að hringja í ókunnugt fólk að hún varð að læsa sig inni í svefnherbergi og hún roðnaði áður en hún sneri skífunni. En ferill hennar og staðreyndir málsins vom nýstárlegar og athyglisverðar, staðfesta hennar með eindæm- um, og þegar hún fór að gmfla áhyggjur af því í margar vikur á eftir en henni þótti vænt um hvað hún fékk jákvæð við- brögð. Hún fékk rúm 43 pund og tvo hálfsdags aðstoðarmenn. Það var ekki síður mikilvægt að vekja athygli á rannsóknar- stofnuninni og safna pening- um til hennar og því ýtti Heiðna úr vör eins konar keðjubréfí. „Gjörið svo vel að senda mér 2 pund og sendið af- rit af þessu bréfí til tveggja vina yðar. Siítið ekki keðjuna — hún bjargar mannslífum.” Hún hafði rúm fjögur þúsund pund upp úr þessu — mun meira en hún hafði átt von á. Fokkrum mánuðum síðar stóð Heiðna í litla mót- tökusalnum I Savoy og vonaði að grá flauelsdragtin með silf- urrefabryddingunum væri ekki of formlegur klæðnaður fyrir kalt hádegisverðarboð fyrir tuttugu áhrifamikla blaðamenn. Þetta var kostnaðarsöm byrjun en hún vildi ekki skera neitt við nögl í fyrsta blaðamannaboðinu sem hún héldi. Hún gat ekki bælt niður kvíðann. Hún vildi geta gefið hverjum blaðamanni fyrir sig þær upplýsingar sem hann vildi fremur en tala fyrir öllum hópnum. Húnhafði ekki boðið blaðamönnum á læknablöðum sem þekktu vel til málsins, að- eins blaðamönnum á blöðum sem komu út í stórum upplög- um. Enginn viðstaddra skrifaði fyrir færri en milljón lesendur. Henni til mikils léttis voru konurnar ekki neitt sérstaklega harðar í horn að taka eða frek- ar. Flestar virtust þekkjast og spjölluðu hljóðlega saman áður en Christopher tók til máls. Þær krotuðu í blokkir og spurðu spurninga sem voru umbúðalaust um það sem máli skipti. ,,Konan mín bað mig sér- staklega um að tala á auðskilj- anlegu máli,” byrjaði Christopher, „vegna þess að þegar ég útskýrði starf mitt fyr- ir henni fyrst þá skildi hún ekki orð af því sem ég sagði. Ég vona að ég einfaldi málið ekki um of — síðar er mér sönn ánægja að því að vera eins fag- legur í orðavali og þið óskið. Fyrst ætla ég að upplýsa ykkur um nokkrar staðreyndir en ég vildi gjarnan svara spurningum frá ykkur eins fljótt og hægt er. Ég er hér til þess að segja ykkur frá því starfi sem við vinnum við Ensk-bandarísku krabba- meinsrannsóknarstofnunina. Ég er einnig hérna til þess að biðja ykkur að hjálpa okkur að safna peningum svo við getum haldið verkinu áfram. Nú þeg- ar læknast þriðji hver maður sem fær krabbamein. Við vilj- um fjölga þeim.” Litli áheyrendahópurinn sýndi kurteislegan áhuga þar til Christopher tilkynnti undir lok stuttrar ræðu sinnar: ,,Á rann- sóknarstofu okkar í Suður-Lon- don hefur okkur tekist að fram- leiða mjög hrátt bóluefni sem ég nefni hér bóluefni X. Mér 37. tbl. Vikan43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.