Vikan - 12.09.1985, Síða 47
Þs ---------
fyrir utan og vildi ekki fara inn
en að lokum fór hún til feitu
prjónakonunnar bak við af-
greiðsluborðið.
,,Mér var sagt að þér gætuð
hjálpað mér.” Konan leit strax
niður á magann á Lilí.
,,Hvað ertu komin langt?”
Lilí varð eldrauð og leit fast á
látúnsbjölluna á afgreiðslu-
borðinu. ,,Égveit það ekki.
, ,Hvenær áttir þú að byrja?”
,,Fyrir um það bil þremur
vikum. En ég er ekki búin að
fara til læknis.”
,,Það er alveg eins gott.
Sestu á stólinn og bíddu smá-
stund.” Berir fæturnir
stungust inn í flókaskó, hún
kjagaði að símaklefanum innst
í anddyrinu. Lilí heyrði ekki
lágvært samtalið. Hún kom
kjagandi til baka og spurði:
,,Lét hann þig hafa einhverja
peninga?”
,Já!” Hún dró upp seðla-
búntið og lagði það á borðið.
Feitir fingurnir á konunni
flettu í gegnum það og töldu.
,,Þú kemst ekki langt á
þessu. Þú þarft að fá hundrað
þúsund franka í viðbót, segðu
honumþað.”
,,En hann lét mig ekki hafa
meira. Ég get ekki fengið
meira. Hann sagðist skyldu sjá
til þess að borga reikninginn. ’ ’
,,Það segja þeir allir en
staðreyndin er sú að í þessum
viðskiptum gildir ekkert nema
fyrirframgreiðsla í beinhörðum
peningum. Getur fjölskyldan
ekki hjálpað þér?” Óttaslegið
andlitið á Lilí varð angistar-
fullt. ,Jæja, getur þú ekki
fengið lánað hjá einhverri vin-
konu?”
Engin af skólasystrum Lilíar
hafði nokkru sinni séð hundrað
þúsund franka, hvað þá átt þá
og lánað. Hún hristi höfuðið
hægt.
,,Ég skal segja þér svolítið,”
sagði húsvörðurinn hugsi. ,,Ég
þekki ijósmyndara sem gæti
borgað þér fyrir að sitja fyrir hjá
honum. Þrjú þúsund franka á
tímann, mínus þóknun til
mín. Hvernig litist þér á það?”
Lilí kinkaði kolli vongóð.
Hún hefði fallist á hvaðeina
sem var. Kerlingin kjagaði
aftur að símaklefanum og
þegar hún kom aftur hripaði
hún niður heimilisfang á
minnismiða. ,,Serge vill hitta
þig strax, væna mín. Hér er
heimilisfangið. Þetta er hérna
neðar í götunni. Hann er uppi
áháalofti.”
— 32 —
<p
^^erge hafði einu sinni
verið frægur txskuljósmyndari
en var nú orðinn feitur, leiður,
latur og gamall í
þessari röð. Hans
blómatími hafði
hinn hefðbundni
heimur hátískunnar og
hann skildi ekki
óvenjulegan, afslappaðan
(SHflMTU)
HÁRLAGNINGARFROÐA MEÐ
HÁRNÆRINGU __________
Fyrir venjulegt.
feitt eða slitið hár,
ein tegund sérstaklega
fyrir karlmenn.
(SHflMTU)
HÁRLAKK
Fyrir venjulegt.
SHflMTU
HÁRLAGNINGARFROÐA
Venjulegt. feitt
eða slitið hár.
Einnig sérstaklega
sterk og haldgóð.
(SHflMTU)
LITARSKOL (FROÐA)
14 litir.
Þvæst úr eftir 3—4 þvotta.
Undirstrikaðu
liÍlþMIHfiWii™,
glæsileika hársins með SHAMTU
Loksins gefst þér (hvort sem þú ert karl-
eóa kvenkyns) tækifæri á aó undirstrika
glæsileik hárs þíns með hárvörunum frá
SHAMTU.
Undirstrikaðu með
Úrvatið er glæsilegt og þú finnur örugg-
lega það sem sniðið er einmitt með þitt
hár í huga.
SHAMTU fæst nú a//s staðar þar sem
máli skiptir.
(SHflMTU)
Heildsala:
KAUPSEL
Laugavegi25
Sími: 27770 27774
37. tbl. Vikan 47