Vikan


Vikan - 03.10.1985, Síða 10

Vikan - 03.10.1985, Síða 10
40. tbl. 47. árg. 3.-9. október 1985. Verð 110 kr. GREINAR OG VIÐTÖL: 4 „Fokk” er farandminni. Sigurður G. Tómasson skrifar um veggjakrot. 8 Bíladella: Tíu bílar á fjórum árum og finnst ekki mikið. 12 Lífsreynsla: Þar fer enginn í banka og slær víxil. Helga Briem de Mayen hitti manninn sinn og settist að í Mexíkó- borg. 16 Hef litla trú á frjálsu útvarpi. Svavar Gests í stórskemmti- legu viðtali við Ásgeir Tómasson. 22 Dýrlegur fjársjóður er fundinn — nema hvað það er eftir að grafa hann upp. 26 Einar Kárason. Nokkur spursmál. . . Kústaskápaáráttan. 28 Vogarmerkið. 32 Gengið á fjall og annað. Gönguferð frá Ingólfsfirði á Strönd- um til Aðalvíkur á Hornströndum. 44 Á öðrum fæti: Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari hagg- ast varla. FASTIR LIDIR: 36 Popp: Power Station á fullum dampi. 38 Stjörnuspá daganna. 40 Handavinna: Uppskriftasamkeppni. 42 Vídeó-Vikan. 46 Vefur — Lace. Framhaldssagan. 52 Barna-Vikan. 56 Pósturinn. UTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf. RITSTJÓRI: Sigurður G. Valgeirsson. BLAÐAMENN: Anna Ólafsdóttir Björnsson, Guðrún Birgisdóttir, Þórey Einarsdóttir. LJÓSMYNDARI: Ragnar Th. Sigurðsson. ÚTLITSTEIKNARI: Páll Guðmundsson. RITSTJÓRN SIÐUMÚLA 33, SÍMI (91) 2 70 22. AUGLÝS- INGAR: Geir R. Andersen, beinn sími (91) 68 53 20. AFGREIÐSLA OG DREIF- ING: Þverholti 11, sími (91) 2 70 22. PÓSTFANG RITSTJÓRNAR, AUGLÝS- INGA OG DREIFINGAR: Pósthólf 5380, 125 Reykjavik. Verð i lausasölu: 110 kr. Áskriftarverð: 360 kr. á mánuði, 1080 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 2160 krónur fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykjavík og Kópa- vogi greiðist mánaðarlega. FORSÍÐAN: Svavar Gests er tvímæla- laust einn vinsælasti út- varpsmaður okkar fyrr og síðar og virðist ekkert lát á. Ásgeir Tómasson, sam- starfsmaður hans á rás II, tekur viðtalið og þar ber margt á góma: trommuleik, hljómplötuútgáfu og frjálst útvarp svo eitthvað sé nefnt. 10 Vikan 40. tbl. Sigurðurfór — og Sigurður kom Sigurður Hreiðar (standandi) og Sigurður Valgeirsson. Ritstjóraskipti urðu á Vikunni frá og með september. Þá settist i rit- stjórastólinn Sigurður G. Valgeirs- son, fæddur í Hafnarfirði fyrir 31 ári en ólst upp i Reykjavík. Sigurður lauk stúdentsprófi frá MT árið 1974 og BA prófi í íslensku frá Hl 1979. Veturinn þar á eftir stundaði hann nám í leikhúsfræöum við Kaup- mannahafnarháskóla en hóf störf við prófarkalestur á Vísi í janúar 1981. Siðari helming árs 1982 flutti hann sig yfir á auglýsingadeild DV, en hóf störf við blaöamennsku á DV I ársbyrjun 1983, þar sem hann var lengst af annar tveggja umsjónar- manna Helgarblaðs DV, uns hann hvarf til starfa á Vikunni I júní 1985. Sigurður er nú búsettur I Hafnar- firði, kvæntur Valgerði Stefáns- dóttur og eiga þau þrjá syni. Fráfarandi ritstjóri Vikunnar er Sigurður Hreiðar Hreiðarsson. Hann er Mosfellingur að uppruna og búsettur þar, fæddur árið 1938. Sigurður Hreiðar lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum 1959 og hóf það sama ár blaðamennskuferil sinn á Timanum og Samvinnunni. Hann var einn þeirra sem þátt tóku í stofnun Dagblaðsins Myndar 1962, en réðst eftir það til Vikunnar og var þar í sjö ár, tvö síðustu árin sem ritstjóri. Haustið 1969 gerðist hann kennari við Samvinnuskólann i Bif- röst og var þar í fimm ár en réöst þá sem blaðamaður á Vísi og tók jafn- framt að sér ritstjórn Úrvals í hjá- verkum. Ári siðar gerðist hann kennari við Gagnfræðaskólann í Mosfellssveit og kenndi þar tvo vetur, en hvarf þá sjálfur til náms i Hí og lauk þar BA prófi í ensku með uppeldisfræði sem aukagrein 1980. Þá um haustið réðst hann ritstjóri að Vikunni og gegndi því starfi nú til ágústloka. Allan þennan tíma hefur hann jafnframt verið ritstjóri Úrvals og heldur því nú áfram sem aöalstarfi. Kona Sigurðar Hreiðars er Álf- heiður Guðlaugsdóttir og eiga þau þrjú börn. ,,Á ég að færa þér feitan orm?" ' l

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.