Vikan


Vikan - 03.10.1985, Blaðsíða 19

Vikan - 03.10.1985, Blaðsíða 19
„En við verðum náttúrlega að líta á það sem nokkurs konar föðurlandssvik þegar sonur landsþekkts trommuleikara labbar út i bas og kaupir raf- magnstrommuheila." nokkuö góðu lífi árum saman. Ég stefni ekkert hærra.” Breidd í útgáfunni — Hefurðu nokkurn tima séð eft- ir þvi að hafa gerst hljómplötuút- gefandi? „Nei, alls ekki. Ég tel mig hafa veriö að gera mjög merkilega hluti. Ég hef kannski ekki áttað mig á því fyrr en nú á síðustu ár- um — þegar ég sé til dæmis skýrslur yfir tónlistarflutning í út- varpi — að ég hef gefið gífurlega mikið efni út á hljómplötum sem engum öðrum hefði dottið í hug að gefa út og leggja peninga í. Ég er með kóra, ég er með lúðrasveitir, einsöngsplötur, sífellt með barna- plötur og hef lagt mikla vinnu í að gera þær eins vel úr garði og kost- ur er. Ég er með þjóðlagatónlist og hvers kyns danstónlist, harmoníkumúsík, gamanefni og fleira og fleira. Breiddin er óskap- lega mikil og ég tel mig þarna hafa lagt talsvert af mörkum við að varðveita íslensk menningar- verðmæti.” — Allt þarf að skila ágóða sem er ekki rikisstyrkt. Hafa allir þessir titlar borgað sig? „Einstakir titlar hafa náttúr- lega ekki borgað sig og eiga aldrei eftir að gera það. En þá eru aðrir titlar sem hjálpa til. Ég hef aldrei reiknað hag fyrirtækisins út frá einni plötu til annarrar. Ég sá bara hvernig árið stóð sig þegar upp var staðið. Já, ég hef lifað af þessu ósköp þokkalegu lífi en ekk- ert meira, haft í mig og á. ” Djassþáttastjóri 1950 — I dag ertu sem sagt fulltrúi hjá Lions, útgefandi og dagskrár- gerðarmaður hjá útvarpinu. Ef við lítum nú yfir feril þinn, telurðu þá ekki að þú hafir getið þár best orð sem útvarpsmaður? „Jú, það hlýtur að vera. Þeir sem koma fram í útvarpinu veröa þekktir, að minnsta kosti nöfn þeirra.” — Hvenær hófst útvarpsferill þinn? „Hann hófst nú. . . . ” Svavar hugsar sig um „....1950 minnir mig. Þetta gerðist þannig að ég var fenginn til að sjá um djass- þætti. Ég átti mjög mikið af djass- plötum þegar ég kom frá Banda- ríkjunum, plötur sem enginn ann- ar átti hér og síst af öllu útvarpið. Um þessar mundir var djass mjög vinsæll hjá útvarpinu. Ég vildi fara að gera djassþætti eins og aðrir en hafði auðvitað ekkert vit á þáttagerð. Þeir vildu bara fá plöturnar lánaðar eða kaupa þær en ég vildi ekki selja. Mér var loks falið að taka að mér eina þrjá eða fjóra djassþætti árið 1950. Þeir voru að sjálfsögðu í beinni útsend- ingu. Ég gleymi því aldrei að ég var ekki fyrr búinn með fyrsta þáttinn, alveg að leka niður í sæt- inu og hefði getað undiö á mér hverja einustu flík, en að í mig hringir kona utan úr bæ. Hún sagði aö þetta hefði nú bara verið ágætt hjá mér, skemmtileg músík og allt það, en: Þú talaðir bara helmingi of hratt, sagði kon- an!” — Síðar tókstu að þér öllu viða- meiri þáttasmíð. Ég man eftir stór- um spurninga- og skemmtiþáttum á sjöunda áratugnum. Var þetta ekki óskaplega erfið dagskrárgerð? „Jú, þegar ég hugsa um þessa þætti eftir á finnst mér þeir hafa verið eitt athyglisverðasta tilfellið af geðveiki sem um getur. Ég bók- staflega sá um hvert einasta smá- atriði sjálfur. Hljómsveitin var alltaf með í þessum þáttum — þeir voru byggðir utan um hana — og ég valdi lögin sem hún flutti. Við sáum um að æfa þau og síðan voru þautekin upp. Nú, ég samdi spurningarnar. Ég leitaði eftir hundrað manna hópi hverju sinni til að vera í salnum. Ég fór í prentsmiðjuna til að láta prenta sérstaka aðgöngumiða sem fólkið hafði í höndunum þegar dregið var um það hverjir ættu að taka þátt í spurningaleiknum. Ég samdi skemmtiefni fyrir hina og þessa leikara og gamanvísna- söngvara, eftirhermumenn og fleiri og fleiri og æfði efnið með þeim. Tók meira að segja stöku sinnum þátt í flutningnum. Síðan stjórnaði ég þættinum við upptöku í salnum. Þegar það var búið tók- um við til við að klippa þáttinn saman, ég og tæknimaðurinn. Það tók kannski einn og hálfan til tvo tíma. Síðan var þátturinn sendur út samdægurs, klukkan átta að sunnudagskvöldi. Sem sagt: svona liðu árin á þessari skemmtilegu geðdeild.” Vitinn og hálfvitinn — Samtöl þin viö þátttakendur í spurningaþáttunum vöktu athygli. Einhverjir töluðu um að þú gengir fulllangt á köflum. Brá fólki ekkert þegar stjórnandinn tók sig til? „Jú, því brá stundum. En að mínu áliti var ég aldrei grófur við fólk. Þetta var alltaf saklaust grín.” — Fékkstu skot á móti? „Ég hef heyrt fræga sögu um at- vik sem ég kannast ekki við að hafi gerst. Það hlýtur þó að vera einhver fótur fyrir þessu því að það er alltaf verið að segja mér þessa sögu, tuttugu árum síðar eða svo. Sagan segir að ég hafi verið að tala við mann sem var óskaplega hávaxinn. Ég átti að hafa litið upp til hans og sagt: Oskaplega ert þú stór. Þú ert bara eins og viti. Og þá átti hann að hafa litið niöur á mig og sagt: Þá ert þú eins og hálfviti. Ég man ekki eftir þessu enda þykir mér ótrúlegt að ég hefði lát- ið svona fara í útsendingu. En þaö er verið að segja mér þessa sögu ennþá, svo sem þrisvar til fjórum sinnum á ári. Það er því fariö að hvarfla að mér að sagan sé bara eitthvað sem Agnar Bogason setti í Mánudagsblaðið. Síðan hafi allir farið að trúa henni.” — Vitinn og hálfvitinn er sem sagt skröksaga. „Ég held hún hljóti að vera það því að ég hefði aldrei látið hana fara. Ot af fyrir sig er ég ekkert hörundsár en fólk var ekki fengið í þáttinn til að hæðast að þeim sem stjórnaði.” — Myndu svona stórþættir, eins og Sunnudagskvöld með Svavari Gests eða Veistu svarið?, geta gengið i dag? Svavar hugsar sig um. „Já,” segir hann loks, „en heldurðu að þú getir fundið einhvern sem er haldinn þessu sama afbrigði af geðveiki? Reyndar er þetta ekkert svar því að það er hægt að vinna svona þætti í samvinnu. Einn maður þarf ekki að gera allt sjálfur. 1 sjónvarpi sér einn maður um ákveðinn hlut, og svo hefur hann fjöldann allan af undirmönnum til að annast smáatriðin. Tökum líka sem dæmi spurningaþætti Jón- asar Jónassonar, sem voru á dagskrá klukkan hálfátta á sunnu- dagskvöldum í útvarpinu fyrir nokkrum árum. Þeir fengu gífur- lega mikla hlustun. Það hefur ver- ið spurningaþáttur í gangi nú í sumar en hann er svo margbrot- inn að það er erfitt aö átta sig á því hvað er eiginlega að gerast þar. Á þennan þátt er engu síður talsvert mikið hlustað. Ég er sannfærður umþað.” — Þú hefur litið unnið fyrir sjónvarp. „Ég reyndi við sjónvarpsþætti fyrir allmörgum árum. Ég fann mig ekki þar. Ég kom fram í sjón- varpsþætti fyrir rauðu fjöörina núna í apríl, sagði þar nokkur orð í lok þáttarins og fann mig þar ekki heldur. Mér leið nánast eins og ég væri styttan af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli. Ég var eins og steypt- ur í marmara, jafnstífur og ómögulegur þar og ég get verið af- slappaður í útvarpinu. Mér liggur við að segja að ég viti ekkert áhugaverðara og skemmtilegra en að vinna fyrir útvarpið, en ég get ekki fundið mig í sjónvarpi og mun sennilega aldrei gera. Enda held ég aö ég láti ekki reyna á það íþriðjasinn.” — Hvernig stendur á þessu? Þú átt manna léttast með að koma fram i útvarpi. „Ég býst við að það sé nákvæmlega þetta sama og ég kom inn á hér áðan. Við skemmti- þættina í útvarpinu sá ég um allt einn. Ég einn var áþyrgur fyrir hverju einasta smáatriði. í sjón- varpinu var samvinnan svo mikil 40. tbl. Vikati 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.