Vikan - 03.10.1985, Side 34
genfíiö Upp bratta hjalla, yfir 300
m háa heiöi og niður í Ofeigsf.jörð.
Þarna er sagt skilið við
siðmenninguna að því leyti að
inenn eru ekki lengur í greiðu
vegasambandi við umheiminn.
Fram undan eru aö vísu gömul
býli þar sem fólk dvelur á sumrin.
Þessa fyrstu nótt tjölduöum við
rétt ofan við býlið í Öfeigsfirði.
Þegar við lögðum upp morguninn
eftir voru íbúarnir í fasta svefni og
ekki þótti sæma að raska ró
þeirra.
Augu undan landi
Fram undan þennan dag biöu
nokkur vatnsföll og voru sum
þeirra straumhörð. Best er að
taka aukaskó með sér til aö
komast yfir árnar og ekki sakar
að hafa stuðning af göngupriki.
Það þarf ekki aö vera merkilegt; í
okkar tilviki var notast við
kústsköft. Fyrsta áin er HúsadaJsá
í Öfeigsfirði en sú næsta, Hvalá,
er brúuð. Auðvelt er að rata þarna
þar sem leiðin liggur með
ströndum fram og á köflum eru
slóðar og kindagötur. Á svæðinu
eru sellátur og sáum við
fjölmarga seli. Þeir stungu sér í
sjóinn þegar við nálguðumst og
horfðu á okkur forvitnum manns-
augum skammt undan landi.
Sunnan við Hvalá var reytingur af
kindum á beit en við brúna er
girðing, þannig að þær eru sjald-
séðar fyrir norðan. Þessa gætir
mjög á gróðrinum sem er
einstaklega fjölbreyttur og
blómlegur.
Blautir strigaskór
Aftur þarf að taka upp striga-
skó, nú til að vaða yfir Dagverðar-
dalsá og á ný í Eyvindarfirði. Ain
þar er mjög straumhörð og getur
verið varasöm. A henni er vað á
tveimur stöðum. Má merkja það
neðra af kaöli við klett á
árbakkanum. Það efra er ofan við
foss í ánni. Við völdum neðra
vaðið og komumst klakklaust yfir.
Ur Eyvindarfirði er gengið í
Drangavík. Þar opnast til-
komumikið útsýni til Dranga,
sex dranga með djúpum skörðum
á milli. Fróðir menn segja að þeir
njóti sín best ef maður stendur viö
Drangavíkurbæinn þegar sól skín
úr vestri. í Drangavík fellur
Drangavíkurá og er best að vaða
hana á fjöru. Þaðan er gengið yfir
Drangaháls, 400 m háan, niður að
bænum Dröngum. Áður en þangað
var komið fundum við félagar
okkur tjaldstæði, úrvinda af
þreytu eftir erfiðan dag.
Rif Drangajökuls
Það var ekki fyrr en snemma
morguninn eftir að við örkuðum
yfir túniö á Dröngum. Undan landi
vögguðu tvær trillur og eigendur
þeirra voru væntanlega í svefni
innanhúss en eins og fyrri daginn
köstuöum við ekki kveðju á kóng
eða prest. Fram undan var
mynni Bjarnarfjarðar. Leiðin var
fremur greið eftir vegarslóða ofan
við fjöruna. Tvær ár urðu á vegi
okkar, báðar vatnslitlar og litlir
farartálmar.
Bjarnarfjörðurinn gengur djúpt
inn í landið og í botni hans er
jökulá. Vatn hennar er runnið
undan rifjum Drangajökuls en
hvíta snjóhettu hans ber við himin
í botni dalsins. Mælt er með því
við ferðamenn að vaða ána á
fjöru, þar sem hún minnist viö
Breska varðstöðinofan við Sæból.
hafið.
í þessum sporum stóðu okkur
tvær leiðir til boða. Annars vegar
er gönguleiö út með Bjarnar-
firðinum norðan megin, yfir lága
heiði og ofan í Skjalda-Bjarnar-
vík. Þaðan má ganga að baki
Geirólfsgnúps í Reykjafjörð.
Þarna eru sýslumörk ísafjarðar-
og Strandasýslu. Hinn kosturinn
er að taka stefnuna beint á
Reykjafjörðinn úr Bjarnar-
firðinum, sem við og gerðum.
Enn er klifin brött heiði. Tals-
verður snjór var þar efra og er
eflaust villugjarnt í þoku. Síðdegis
sáum við ofan í Reykjafjörð.
Skýjum ofar
Við vorum komnir á
Hornstrandir eftir tveggja og
hálfs dags göngu. Þoka kom á
móti okkur næsta dag á leið úr
Reykjafiröi í Furufjörð. Hún
fylgdi okkur fyrir Bolungavíkur-
ófæru, í Bolungavík og yfir Göngu-
mannaskörð. Þar rofaði aðeins til.
Akváðum við að freista þess að
ganga þokuna af okkur og héldum
hvor á sinn tindinn beggja vegna
Göngumannaskarða. Þetta hafð-
ist þannig að von bráðar
stóðum við í sólskininu skýjum
ofar og sáum fjallstoppa gnæfa
upp úr hér og þar. Að baki var
Geirólfsgnúpur en fram undan
efstu gnípur Hornbjargs. Það var
hinn langþráði áfangastaður enda
rómaður fyrir náttúrufegurð.
Þetta er líkast til orðið fullhá-
tíðlegt og því mál að koma sér nið-
ur úr skýjunum og þreifa fyrir sér
í þokunni niður hlíðar Barðsvíkur.
Hárin kyrr á höfði
Daginn eftir létti smám saman
til og síðdegis sátum viö í stofu hjá
vitavarðarhjónunum í Látravík.
Þar gistum við næstu nótt en lögð-
um snemma upp morguninn eftir.
Veður var kyrrt og bjart. Við
gengum í Hornvík og skildum bak-
pokana eftir við bæinn Horn.
Lungann úr deginum sátum við á
bjargbrúninni og fylgdumst með
flugi fugla; máva, fýla og teista.
Hár bærðist ekki á höfði okkar;
ekki það að þau væru svona stíf af
skít heldur var logn og blíða.
Að kvöldi gistum við í skála
Slysavarnafélagsins við Höfn í
Hornvík. Næsta dagleið var stutt;
úr Hornvík í Hlöðuvík um Skála-
kamb. Upphaflega ætluðum við
okkur tvær vikur í ferðalagið og
var hugmyndin að ná fyrstu ferð
djúpbátsins úr Aðalvík að þeim
loknum. Það tók hins vegar aðeins
8 daga aö komast í Hlöðuvíkina.
Frekar en að þvælast í viku um
ókönnuð svæði ákváðum við að
ganga í Aðalvík á tveimur dögum
og koma þangað á laugardegi.
Þótti okkur líklegast að bátsferðir
væru milli ísafjarðar og víkurinn-
ar þá um helgina.
Mjög sögulegt
Á ný var þoka á Hornströndum
og réð hún því að við héldum úr
Hlöðuvík í átt að Hesteyri í Jökul-
fjörðum. Þar var heiðríkja og sól-
baðsveður sem við nutum í ríkum
mæli. Þessi dagur var að mörgu
leyti mjög sögulegur en ekkert
veröur látið uppi um hann nánar.
Síðasta dag fararinnar gengum
við yfir Sléttuheiði og ræstan veg
að Sæbóli í Aðalvík. Við áðum við
prestssetrið Stað og mynduðum
hvönnina sem var sú hæsta sem
við höfðum séð fram aö þessu. í
Aðalvík hittum við fólk í sumarbú-
stöðum og þar hljóp á snærið hjá
okkur; undir kvöldið var báts að
vænta að ná í fólk.
Þegar sýnt var aö ferðalaginu
væri að ljúka neyttum við síöustu
kraftanna til að ganga á fjallið of-
an við Sæból. Þar var bresk varð-
stöð á striðsárunum. Lögðu Bret-
arnir veg og síðan dráttarbraut
upp fjallið. Þarna er vígi gott, lóð-
rétt björg í sjó fram á flesta vegu.
Þrjár litlar loftvarnabyssur stóðu
í kringum hálfhrunda bragga en
handan Isafjarðardjúpsins sást til
Bolungarvíkur og fjallsins sem
brátt verður hertekið af amerískri
radarstöð.
34 Vikan 40. tbl.