Vikan - 03.10.1985, Blaðsíða 23
um. Að finna hann gæti þýtt átta
til tíu alda framsókn mannkyns-
ins.
Fyrir hamfarirnar
Hvernig skýrir þú tilveru pýra-
mídanna og hvers vegna heldur þú
að þeir hafi verið reistir?
Margar kenningar um þá fyrir-
finnast, meðal annars sú aö þeirra
hlutverk sé að hefta framgöngu
sandsins. Aðrir segja að þeir séu
nokkurs konar vitar sem lýsi eyði-
merkurförum. Sumir sérfræðing-
ar telja þá stærðfræðileg minnis-
merki sem vísi til forna mælinga
Egypta.
Hverja þessara kenninga aðhyll-
ist þú?
Enga þeirra. Ég álít pýramíd-
ana reista löngu fyrir stjarnfræði-
legar hamfarir og byggða á hinu
óbreytanlega segulsviði. Aðeins
staða sólarinnar hefur breyst.
Pýramídarnir eru aðeins minnis-
varðar eða grafhýsi á yfirborðinu
séð. I raun eru þeir arkir, arkir
þar sem geymd er mikil þekking
og viska og öll siðmenning mun
lengra á veg komin en okkar. I öll-
um trúarbrögðum heims er talað
um „hið helga fjall”, arkir þar
sem aðeins fáir útvaldir björguð-
ust. Pýramídarnir, borgir, sem
liggja hátt eins og borgin Machu
Pichu, hellarnir í Tíbet og fleira
eru dæmi um arkir.
Hafa pýramidarnir aðra merk-
ingu?
Ég er fullviss um að þeir eru út-
verðir, eins og í einhvers konar
sólkerfismynd. Talið er að pýra-
mídarnir Keops, Kefren og
Micerinus séu tengdir á sama hátt
og reikistjörnurnar næstar sólu,
jörðin, Venus og Merkúr.
Útverðir á
himingeimnum
Hector Moracci fer að raða og
koma pýramídunum fyrir á horð-
inu. Hann biður okkur að taka vel
eftir.
Keops svarar til jarðarinnar í
nákvæmum hlutföllum og hefur
sama lit og hjúpur jarðar, emer-
aldgrænan lit. Micerinus sam-
svarar Merkúr í jafnnákvæmum
hlutföllum og glerhjúpurinn sem
nú hefur verið greindur (1/3 svart-
ur og 2/3 bleikur) líkist mjög hin-
um bleiku og svörtu blettum sem
einkenna plánetuna. Að síðustu er
hægt að nefna líkingu Kefren og
Venusar. Þar einkennir bláhvítur
litur bæði pýramídann og plánet-
una. Einnig má benda á fjar-
lægðarhlutfall milli reikistjarn-
anna annars vegar og pýramíd-
anna hins vegar.
Milli jarðar og Venusar eru 40
milljón kílómetrar.
Milli Keops og Kefren eru 400
metrar.
Einnig eru á milli Venusar og
Merkúr 50,7 milljón kílómetrar og
milli Kefren og Micerinusar eru
507 metrar.
Þessi tilviljunarkennda sam-
svörun sannar með þessari líkingu
litar og fjarlægðar kenningu
mína. En það vantar aðalatriðið.
Sólin hefur ekki sömu samsvörun
við jörðina. Þannig uppgötvaði ég
fjársjóðinn. Sólin vísar til hans.
Rétti staöurinn er þar sem sólin
ætti að vera í þessu landfræðilega
stjörnukorti. Ég gerði eftirfarandi
ályktun:
— Ef fjarlægðin á mill jarðar
og sólar er 147 milljón kílómetrar
á að fylgja nákvæmum lengdar-
baugi Keops til suðurs til að finna
þennan dýrlega forna fjársjóð,
1.470 metra frá.
Byrja skal uppgröftinn á svæði á
Gizeh hásléttunni. Þaö er líklega
ein leiðin til að finna f jársjóðina.
Ófundið auga
Á hvern annan hátt er hægt að
finna þá?
Arabíski furstinn Al-Mamun var
fyrsti maðurinn sem sté inn í
Keops. Hann braut sér leið gegn-
um steinana inn í miðju norður-
hliðarinnar. Stuttu síðar fundu
fornleifafræðingar inngang
gerðan af Egyptum. Sá inngangur
kallaðist „auga sjóndeildar-
hringsins” og er nákvæmlega sjö
metrum og tuttugu og sjö
sentímetrum austar en sá inn-
gangur sem arabíski furstinn bjó
til. Ég held því fram að til sé ann-
ar inngangur sem Egyptar geröu
og leiöir hann til fjársjóðsins, til
hinna pýramídanna og nærri
örugglega til Sfinxins. Þessi
inngangur er hulinn en er til.
Á hverju byggir þú þessa ályktun
þina?
Á þeim sannindum að egypskar
teikningar sýndu alltaf tvö augu á
sömu vangamyndinni. Þar af leiö-
andi hljóta að finnast í Keops tvö
augu, tveir inngangar. Auðvelt er
að reikna þetta út. Annar ófundni
inngangurinn er 7,27 metrum
vestar „auga sjóndeildarhrings-
ins”. Þar er „hið ófundna auga”
og þar skal hefja leitina. Á hinn
bóginn, eins og ég áður sagði, má
fylgja lengdarbaugnum frá Keops
til suðurs, 1.470 metra.
Nostradamus —
fyrsti spámaðurinn
Hvað kom þér til að rannsaka
þessi mál?
Ýmislegt, meðal annars það að í
spádómum Nostradamusar mátti
finna að til væru stórkostlegir
fjársjóðir handa mannkyninu,
með tilvísun til „leiðarljósa him-
insins”. Enginn komst að því hvað
þetta þýddi svo óyggjandi væri.
Ég hef komist að því. Nostradam-
us sagði að leiðarvísir aö fjársjóð-
unum fyrirfyndist á svæði þar sem
jafnlangt væri frá Pýreneafjöllun-
um og Etnu. Pýramídarnir, sem
40. tbl. Vikan 23