Vikan


Vikan - 03.10.1985, Blaðsíða 9

Vikan - 03.10.1985, Blaðsíða 9
\s í NÆSTU VIKU: Ragnhildur Helgadóttir prýðir forsíðu næstu Viku. Það gekk ekki þrautalaust að ná viðtali og myndum af þessari önnum köfnu konu og vafalaust eru þeir margir sem hafa áhuga á að kynnast viðhorfum hennar. Hafið er heimili hennar Hún hefur siglt um heimsins höf í tæplega þrjátíu ár. Norska flutn- ingaskipið hennar er 124 þúsund tonn og þar býr hún í fjóra mánuði í senn en kemur þá í land í fjögurra mánaða frí. Hún á heimili í Noregi, „í Hamborg”, á íslandi og síðast en ekki síst hafa skipin sem hún hefur siglt með í gegnum árin verið heimili hennar. Hún heitir Hjördís Sævar, útskrifaðist úr Loftskeytaskólanum árið 1954 og komst fyrst íslenskra kvenna sem loftskeytamaður á togara. Stríðið í Belfast, partí á hafinu og japönsku stúlkurnar í höfnunum í Japan er meðal þess sem ber á góma í viðtali við Hjördísi í næstu VIKU. Hipparnir og '68 kynslóðin Það er nógu stutt síðan hipparnir og ’68 kynslóðin settu svip á bæinn til að umræða um þá fari í taugarnar á sumum, nógu langt síðan til að þessi þjóðfélagsfyrirbæri hafa nú þegar eignast dýrðar- ljóma fortíðarinnar. I næstu Viku verður litið á hippana og ’68 kynslóðina, sem vel að merkja er alls ekki endilega sama fyrirbærið. „Ungdómur á barmi glötunar eða það sem koma skal?” spurðu blöðin þá. Sagnfræðingar dagsins geta upplýst að í rauninni var þetta sitt lítið af hvoru en þó aðallega hvorugt. Víggirt sendiráð í landi lýðræðis heitir grein eftir Oskar Magnússon í Washington. Hann gengur þar á milli sendiráða og segir frá. (Það er líka mynd af íslenska sendiráðinu.) Meðal annars efnis i næstu Viku má nefna grein um nælur, tisku, grein i flokknum Nokkur spursmál. . . eftir Einar Kárason rithöfund. Og það er Sjón sem er á öðrum fæti i þeirri Viku. VILLEROY& BOCH í BAÐHERBERGIÐ: Flisar á veggi og gólf, blöndunartæki, hreinlætis- tæki, hvita línan, gráa línan. Allt sem er nýjast og best færðu auðvitað hjá okkur. Á GÓLFIÐ: Teppi og flísar við allar aðstæður. Þú kemur og velur þér flísar og gólfteppi og óskir þú eftir sendum við þér vana menn sem sjá um mælingu og lögn. GREIÐSLUSKILMÁLAR: Allar vörur og þjónusta verslunarinnar fást á okkar góðu greiðsluskilmálum, svo sem 20% útborgun og eftirstöðvar á allt að 10 mánuðum. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ KOMAÍ HAFNARFJÖRÐ. TS MCirmaBvggingavöru, hf. Reykjavíkurvegi 64. Hafnarfiröi, sími53140. Opið alla laugardaga kl. 10-12 40. tbl. Vikan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.