Vikan


Vikan - 03.10.1985, Blaðsíða 14

Vikan - 03.10.1985, Blaðsíða 14
að konur séu sendar heim þremur til fjórum tímum eftir fæðingu því það vantar alltaf pláss. En af því að mág- kona mín vann á þessum spítala voru læknarnir aö koma og heilsa upp á mig — og það var mjög þægilegt — þessa fáu tíma sem ég var þarna inni. Börnin í stórborginni — Hvernig er að vera með börn þar sem þú býrð. Geta þau til dæmis leikið sér örugg úti? Já, já. Þar sem ég bý er lokaö svæði. Þar er lögreglumaður við hliðið þannig að það er minni hætta á að þeim verði rænt eða að þaö komi eitthvað fyrir þau. Þetta er lítil gata og svo eru bung- ur á götunum, eins og hérna eru, beggja vegna svo það er alveg ágætt. En sumir eru mjög hysterískir og börnin fara aldrei út nema meö for- eldrum sínum. Þaö eiga sér alltaf stað rán og morð í borginni eins og í öllum stórborgum en maöur getur líka orðið of hysterískur og gert öllum lífið leitt. Stelpan fer auðvitað ekki ein út en hann fer út og ég segi honum bara aö vera fyrir framan húsið og láta mig vita ef hann fer eitthvað. Mér finnst þaö allt í lagi, hann lifir nokkurn veg- inn alveg eðlilegu lífi. En ég veit ekki hvernig það væri ef viö ættum heima í blokk einhvers staðar. Ég veit um kon- ur sem hleypa börnum sínum ekki út fyrir dyrnar og þau horfa á sjónvarpið allan daginn og þaö myndi ég ekki þola. — Er skóli þarna rétt hjá þér? Hann er rétt hjá en ég fer með strák- inn því hann þarf að fara út fyrir svæð- ið og yfir umferðargötu. Þetta er nokkurs konar forskólabekkur sem hann er í núna. Skólaskylda hefst þegar börnin eru sex ára. Þaö er mikill áróður í sjónvarpinu fyrir því að börn séu skrifuö inn í skóla frá því að þau eru fjögurra ára, inn í eins konar for- skóla. En það gera ekki allir, sérstak- lega ekki þeir fátækari. Skólinn er ókeypis en það þarf aö kaupa skóla- búning. Það er líka sífellt veriö að halda fundi í skólunum og brýna fyrir mæðrunum að sjá til þess að börnum sé þvegið og greitt og svoleiðis. Skólaskyldan er frá 6 ára til fimmtán ára, en það er ekki nógu vel fylgst með að henni sé fylgt eftir. Fólk þarf að sækja um tvo eöa þrjá skóla sem eru næst heimili þess og svo fær maður kannski inni í skóla sem er þó nokkuð langt í burtu. Þegar konurnar eiga til dæmis fimm til sex börn þá geta þær ekki fylgst svo vel með því að krakkinn fari í skólann þó hann fari að heiman. Kennarinn, sem er iðulega meö 40 krakka í bekknum, reynir að fylgjast með hverjir mæta en getur þaö ekki alltaf. Skiptir miklu máli að vera snyrtilega klæddur Skyldunni lýkur svo eftir gagnfræöa- skólann en ég verö sérstaklega vör við það núna, sem var ekki áöur, að það eru allir að reyna að mennta sig í ein- hverju. í Mexíkó þarf fólk að klæða sig mjög snyrtilega því þar er fólk dæmt eftir því hvernig þaö lítur út. Kona sem er fín, í fínum kjól og fínum burstuöum skón og þannig er dæmd eftir því þótt hún búi í kofa. Þessar stelpur geta átt heima í svo lélegu húsnæði að þú myndir ekki trúa því hvernig baðher- bergin eru, þær þurfa oft að fara út. . . ég er stundum gapandi þegar ég hef séð manneskjur og síðan séð hvernig þær búa, ég hef ekki getað skilið hvernig þær geta snyrt sig viö þessi skilyrði, en þær eru svo fínar, gera í því að vera fínar og snyrtilegar og mér finnst það aðdáunarvert. Eg held að ég myndi sjálf bara gefast upp eftir lífið hérna á íslandi! Það er mikill kraftur í mörgum stúlkum þarna. Þær eru að vinna og reyna að taka auka- tíma, oft búnar aö ljúka skrifstofu- skóla og eru að taka enskutíma eða tölvunámskeið á kvöldin til að geta komið sér betur áfram. Yngri mág- kona mín, sem er 17 ára, vinnur til dæmis hálfan daginn frá 8—3, er síðan í skólanum frá 5—10 á kvöldin og þar að auki í íþróttum. Hún þarf að fara á milli staöa og ég get ekki ímyndaö mér hvenær hún hefur tíma fyrir allt þetta sem maður gerir þegar maður er ung stúlka. Það er óskaplegur kraftur í henni og ég tek eftir þessu hjá mörgu ungu fólki. Það er lika rekinn mikill áróður fyrir því í útvarpi og sjónvarpi aö allir reyni aö mennta sig. Það er ekki til neitt námslánakerfi og yfirleitt allir, sem eru í háskólan- um, vinna mikið með honum. Það verður hver að bjarga sér og sumir vinna ekki aðeins fyrir sjálfum sér heldur líka stórri fjölskyldu. Mikið atvinnuleysi — engar atvinnuleysisbætur — En er ekki mikið atvinnuleysi i Mexikó? Jú, það er mikið atvinnuleysi og eng- inn atvinnuleysisstyrkur eða neitt svo- leiðis. Það er fullt af atvinnuauglýsing- um í blöðunum en til dæmis 300 manns sem sækja um hvert starf og allir með próf! En ef maður er ekki með próf í einhverju er þetta eiginlega alveg von- laust. Þegar maðurinn minn var að læra var hann einu sinni atvinnulaus í nokkra daga en þaö gat ekki gengið svo hann opnaði blaðiö og hann fékk vinnu samdægurs. Málið er bara að gangast ekki upp í því aö vera atvinnulaus held- ur fara út og leita sér að vinnu. Eg skil ekki hvernig hægt er aö vera atvinnu- laus á svona stað eins og Mexíkóborg því það þekkjast ekki atvinnuleysis- bætur. Þaö er mikið betlað, þaö er sungið í strætó og neðanjarðarlestum en ég tek varla eftir þessu lengur. Fyrst þegar ég fór til Acapulco fékk ég menningar- sjokk, mér fannst þetta betl alveg hryllilegt. En núna, ég veit það ekki, kannski er ég orðin voöalega harð- brjósta en ég labba bara framhjá. Stundum þegar betlararnir eru hrylli- legir ásýndum, ekki með fætur og eiga ekki séns á að fá vinnu, þá gef ég þeim eitthvaö. En ef þeir eru bara ósköp venjulegir og eru aö gaula eitthvaö þá gef ég ekki neitt. En þaö er mjög mikið um þetta. Maður verður bara harð- brjósta held ég, enda ætti ég ekkert eft- ir fyrir sjálfa mig ef ég gæfi öllum betl- urum sem ég sé. Von Mexíkó fólgin í ungu og atorkusömu fólki — En er efnahagsástandið í Mexíkó eitthvað að lagast? Mér finnst það, mér finnst unga fólk- ið vilja það svo innilega þannig að það hlýtur að koma eitthvaö út úr því. Þannig að ég hugsa aö Mexíkó eigi mikla framtíð fyrir sér. Ég er ef til vill ekki góð að dæma en ég held að núver- andi forseti (Miguel de la Madrid) sé alveg ágætur. Hinir tveir fyrrverandi voru búnir að stela svo miklu frá fólk- inu aö það þarf að vinna traust þess alveg frá byrjun, það treystir engum forseta. — Ég frótti einu sinni að það væri aldrei hægt að senda þér jólagjafir eða annað vegna þess að innihaldinu væri alltaf stoiið? Já, en þaö er nú nokkuö mismunandi eftir pósthúsum. Eg á ekki heima í einu af fínustu hverfunum, ekki einu af þeim verstu heldur, en það eru sumir sem búa í mínu hverfi sem láta senda sér póst á annaö pósthús í öðru hverfi þar sem er líklegra að þeir fái hann. Þetta er auðvitað alveg hlægilegt en í rauninni ætti ég að gera þetta líka. En það er líka ofsalegur tollur á því sem maður fær sent. Ef eru föt í pakkanum eru þau oft hirt ef fólkiö heldur aö það geti notað þau eða selt. En ef þaö stendur að í pakkanum séu notuð föt kærir það sig ekkert um þau og opnar ekki einu srnni pakkann. Systir min hefur gert svolítið að því að skrifa það á pakkana. Þetta á auðvitað ekki bara við um Mexíkó en ég hugsa að þeir séu verri þar en víða annars staðar. Þetta fólk, sem vinnur á póst- húsrnu í þessum störfum, er mjög fá- tækt. Get ekki borgað undir borðið — En þú talaðir áðan um að borga undir borðið. Er það viðtekin regla, nokkuð sem allir verða bara að gera? Já, en það hefur minnkað mjög mik- iö síðastliðúi tvö ár, síðan núverandi forseti tók við. Lögreglan var áður algjörlega rotin og lögreglustjórinn fyrrverandi er í haldi núna fyrir eitur- lyfjasmygl, vopnasölu og alls kyns óþverra. Ég hef enga reynslu í þessu, maðurinn múin er miklu lagnari í því, en mér hefur aldrei tekist aö borga svona undir borðið. Þetta hefur alltaf veriö lausn á mörgum málum en nú er það mikið að minnka. Þaö getur kannski verið ósköp þægilegt aö af- greiða málin svona í stað þess að greiða sekt, en núna vilja lögreglu- mennirnir það ekki. En áður átti lög- reglan það til að stoppa mann og segja að maöur heföi farið yfir á rauöu ljósi þó það væri ekki satt, bara til að fá meiri peninga í vasann því kaupið þeirra varsvolágt. — Og þú reiknar bara með að verða áfram i Mexíkó? Já, að öllu óbreyttu. Maðurinn minn getur ekki unnið við lögfræðistörf neúis staðar nema í Mexíkó, hvert land hefur mikið til sitt eigiö lagakerfi. Fyrir fúnm árum, þegar við komum húigað, þá voru hér miklu færri veitingastaðir og svona staðir sem hægt var að fara á og þaö var eitt af því sem hann sakn- aði mikið þá, ég held að það hafi bara verið hægt aö fara á Mokka og fáeina aðra staði! Þannig aö málið myndi kannski horfa svolítið öðruvísi við ef ég kæmi með hann núna. En ég hef komið nokkrum sinnum heún og fengið ættingjana í heúnsókn. Þetta er í raun og veru ekki eins langt í burtu og þaö virðist. Maður þarf líka að taka tvær flugvélar þegar maður fer til ýmissa staða í Evrópu. Ég kann vel við mig núna og ég sætti mig alveg við aö eiga heúna þarna áfram. Helga með Esteban fyrir framan heimili þeirra hjóna. Fréttir af jarðskjálftunum í Mexíkó hafa líklega ekki farið fram hjá neinum. Ekki aðeins í Mexíkó heldur út um allan heim beið fólk eftir fréttum af ættingjum í Mexíkóborg. Ættingj- ar Helgu biðu frá fimmtudegi til mánudags en-þá komu gleðitiðindin: Telex til fréttastofu útvarpsins staðfesti að ekkert hefði komið fyrir Helgu og fjölskyldu hennar. 14 Vikan 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.